Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
11.4.2007 | 09:07
Man Utd 7 : Reynir Sandgerði 1
Ég meina hvað var í gangi með þetta Roma lið... eða öllu heldur hvað var ekki í gangi með það.
Þeir áttu reyndar flottasta markið, af þó nokkrum góðum, en heilt yfir var hörmung að fylgjast með þeim. Maður á einhvernveginn von á meiri baráttu hjá liðum sem eru á síðustu metrunum í Meistaradeildinni.
![]() |
Ronaldo: Þetta eru ótrúleg úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 17:43
Kíkið á bloggið hans Tolla Ágústar
Ég skora á ykkur að lesa pistil á blogginu hjá honum Tolla Ágústar. Tolli er skemmtilegur penni og fjallar þessi pistillinn, sem heitir því stutta og laggóða nafni: Er uppreisn á skútunni Frjáslyndu? Fær Ómar sjálfstæða skoðun? Fer Jón að brosa og hættir Ingibjörg að hlægja? Verða Geir og Steingrímur dús? meðal annars um foringjakastljósið í gærkveldi.
Hér er "fenginn að láni" hluti úr textanum, texti sem ég gæti ekki verið meira sammála..:
"...En hvað var rætt? Það bar í raun tvennt á góma - álver og innflytjendur. Álver til að bjarga landinu eða eyðileggja landið og innflytjendur til að reisa álver og eyðileggja þjóðfélagið. Hafa þessir ágætu formenn ekki um mikilvægari hluti að ræða - hvað með ungafólkið og skuldsetningu - miðaldrafólkið og skattana - gamla fólkið og áhyggjulausa ævikvöldið - og allt þar á milli sem skiptir okkur máli þessi fáu ár sem mannskepnan lifir. Það eru nefninlega ótrúlega mörg málefni sem snerta daglegt líf fólks og enginn virðist ætla að ræða af nokkru viti... "
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 16:43
Datt einhverjum í hug að skerið hefði fært sig?
"Grískur ráðherra sagði í dag að mannleg mistök hafi stuðlað að því að grískt farþegaskip steytti á skeri og fórst á Eyjahafi í síðustu viku. "
Já sjálfsagt hafa mannlegu mistökin ekkert hjálpað!
![]() |
Mannleg mistök ollu því að gríska farþegaskipið fórst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 15:40
Já mikið rosalega vantar fleiri í ælu-businessinn á því heimilinu
Fram kemur á fréttavefnum Suðurlandi.is, að bæjarráð hafi fagnað erindinu og samþykkt það svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.??
Þó bæjarráðsmenn í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að hýrast edrú um borð í ferjunni á leið í sollinn eða úr, þá verða þeir nú að taka tillit til annarra farþega líka.
En auðvitað vilja þeir geta hellt betur uppá unglingana á leið á þjóðhátið... enda frægir þurrkarnir þá helgina.
![]() |
Sótt um áfengisleyfi um borð í Herjólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 15:28
Ekki alveg að rokka þetta dæmið...
"Pardew segir að Poll hafi sýnt frábær viðbrögð, sem séu til eftirbreytni fyrir dómara og fyllilega innan ramma laganna. Ég sagði við Graham Poll eftir að Song hafði brotið af sér og fengið gula spjaldið að hann yrði að gefa mér merki ef hann væri kominn á tæpasta vað, væri t.d. einni slæmri tæklingu frá því að vera rekinn af velli."
Er ekki viss um að ég sé samþykkur þesum háttum. Finnst að menn og þjálfarar eigi að finna útúr þessu sjálfir og að taktíkin/herfræðin eigi og hljóti alltaf að eiga að vera partur af leiknum.
Annars hélt ég að menn með gult fengu einmitt annað gult/rautt við slæma tæklingu?
![]() |
Pardew fékk hjálp frá Graham Poll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 15:12
Hann ætti þá allavega að ná uppí hana...
... og nú hefur hún einhvern til að líta upp til... hefði reyndar getað tekið nánast hvern sem er í það hlutverk.. og svo má náttúrulega ekki öðrum kosti við þetta samband... en hann er sá að ef Britney tekst ekki að koma lagi á líf sitt... getur Luke litið nið'rá hana án þess að hún reiti hár sitt af bræði.
Æ hvað þetta Breitneyháð er að verða þreytt...
Til hamingju vinan með nýja kærastann! Greinilega grandvar maður miðað við hvaða stúlku hann velur sér sem lífsförunaut.
![]() |
Britney á föstu með rúmlega tveggja metra körfuboltamanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 13:37
Ég held ég taki bara næstu vél...
Virkar einhvernveginn ekkert alltof traustvekjandi...
Sé hann fyrir mér fálmandi með hvíta stafinn útum hliðargluggann.
![]() |
Blindur flugmaður í hnattflugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 13:28
Komast færri að en vilja?
Þetta hefur kannski verið einhver ræfillinn sem bíður afplánunar en fær ekki inni þar sem öll fangelsi eru löngu yfirbókuð.
Nú svo heyrði ég í fangaverði um daginn sem sagðist telja að bæta þyrfti málakunnáttu þeirrar stéttar verulega ef þeir ættu ekki að verða undir í því fjölmenningarsamfélagi sem Litla-Hraun er orðið.
Þannig að kannski hefur klipperinn bara verið kennari að reyna að ná sér í aukavinnu.
![]() |
Klippt á girðingar við Litla-Hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 13:17
Árangur? - Áfram ekkert - Stopp!
Manni skilst helst á skoðanakönnunum að það verði sjálfstoppað hjá þeim í vor.
En máttur auglýsinga er mikill og það hafa framsóknamenn þó sannað. Óþarfi að vera taka það af þeim sem þeir sannarlega eiga.
![]() |
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 12:14
Aha... fengið eitt nafnlaust...
Við þyrftum að senda þeim Arngrím Ísberg þarna út. Hann yrði ekki lengi eð segja þessu liði til syndanna og myndi eflaust gera það skemmtilega líka.
Minn maður!
![]() |
Úkraínskir dómarar segjast beittir þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 203437
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar