Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Meint Léttmjólk

lettmjolkHér sit ég með hvítan vökva í glasi fyrir framan mig. Innihaldið er "meint" léttmjólk.

Er ég að ruglast eitthvað eða eru menn ekki farnir að ofnota þetta orð heldur hressilega?


mbl.is Tekin með rúmt kíló af meintu kókaíni í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eða aftur... það er spurningin

Yoko-Ono"...Ono lenti í nótt og verður hér fram á morgun,..."

Og er það það þá fréttaefni að hún hafi ekki yfirgefið skerið strax?

Það mætti allavega halda, miðað við haus fréttarinnar.


mbl.is Yoko Ono enn stödd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof fyrir frönsku fæðingargallana

bigmouthEkki alveg í standi með þennan Nicolas Sarkozy... en samkvæmt hans kenningum hefég semsagt bara fæðst svangari en gengur og gerist. Hélt kannski það hefði eitthvað með það að gera að seinna meir vandi maður sig á það að rífa í sig eins og hross í afmæli. En allavega gott til þess að vita að þetta er ekki áunnið... ætti nú heldur ekki annað eftir en að fara að kenna sjálfum mér um holdafarið...

Skyldi ég hafa fæðst þyrstur líka? En kannski var fylleríið á manni í den áunnið...

Nú eða kannski fæddist ég bara með víðara djúsop en gengur og gerist.


mbl.is Ummæli Sarkozys um barnaníðinga valda uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir hundar eingöngu og Bondinn sá þriðji

DogsHonum hefur verið boðið í opinberar veislur og fólk leggur leið sína í timburkofann sem hann býr í ásamt tveim hundum eingöngu til að heilsa upp á hinn fræga herra Bond.

já já.. ég veit að það vantar bara kommu...

Oft verið að velta því fyrir mér hvort fréttir vefmiðla séu síður prófarkalesnar en t.d prentmiðlanna. Þykist reyndar viss um að svo sé.  

Hvenær skyldi svo eiga að framleiða einhverja alvöru stórmynd um einhver sem heitir Mr. Gunnarsson? 


mbl.is „Ég heiti Bond ... “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda meira fyrir latexið

spidermanSögur herma að sést hafi til kappans þar sem hann var að rýma leikfangaskápinn á einhverjum sorphaugnum í Hollywood

Skyldi svo ekki fara að styttast í því að hann láti flá sig?


mbl.is Tobey Maguire setur sjálfan sig í leðurbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hátæknisteypa lausnin?

hataekniÞað er sorglegt að lesa þetta og það á sama tíma og á að fara að eyða miljarðatugum í nýjan hátækni steypukumbalda utan um skort á vinnuafli, vegna lélegra launa.

Skyldu aðstandendur þeirra sem létust, á meðan þeir bíða þræðingar, trúa fagurgalanum um að Íslendingar hafi aldrei haft það betra?

Skyldu sömu aðstandendur trúa fagurgalanum um besta heilbrigðiskerfi í heimi?


mbl.is 200–250 manns bíða eftir hjartaþræðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plástraður Arabi með risvandamál

noseJá það er vandlifað þarna niðurfrá...

Hér á fróninu ferðu svipað útúr þessu af einnar völdum ef þú segist ætla að skipta um konu svo hefði hann búið hér þá hefði hann þurft að giftast í það minnsta þremur bara til þess eins að "endurheimta reisn sína".

Svo er það bara spurningin: Hvaða reisn? 


mbl.is Fjölkvæni er ekkert spaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum nú meiri húmorslausu aumingjarnir!

bomberHvurslags endemis húmorsleysi er að hrjá fólk sem fer á límingunum yfir þessari háðsádeilu prófessorsins? Átti hann að nota annað land til viðmiðunar? Hefði þessir húmórslausu geta brosað ef landið hefði verið annarstaðar á hnettinum eða geta þeir yfir höfuð ekkert brosað.

Tugir manna sendu karlræflinum tölvupósta héðan og lýstu áhyggjum sínum af því að einhverjir vitleysingar í ameríkuhreppi tækju greinina alvarlega. Ég er viss um að vitleysingurinn Bush myndi ekki einu sinni gera það svo hver er hættan? 

Það færi betur að fleiri fetuðu í fótspor prófessorsins og skrifuðu háðskar ádeilur um heimskulegan stríðsrekstur og utanríkistefnu þeirra Bandaríkjamanna. Því ekki veitir af.


mbl.is Mikil viðbrögð við grein háskólaprófessors um sprengjuárás á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu barnaverndaryfirvöld vita af þessu?

mohawk_babyJa... ef satt reynist að barnið sé sett í klippingu vikulega þá er það fullkomlega eðlilegt að mínu viti að láta kíkja aðeins á foreldrana. Ég man í það minnsta að mér algjört kvalræði að fara í klippingu þegar ég var barn og var það þó á ca. 6 vikna fresti. Mér var hent uppá einhverja fjöl sem sett var í klipparastólinn og varð síðan að sitja kyrr á meðan kollvikin voru skafin...en að sitja kyrr var eitthvað sem var ekki efst á vinsældalistanum í "den tid".

En kannski var Valdi rakari ekki stílisti?


mbl.is Suri fer vikulega í klippingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 203438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband