Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
12.4.2007 | 02:50
Það kunna nú fleiri...

![]() |
Úkraínuforseti kann að afturkalla ákvörðun um kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 22:01
Ekkert helvítis framboð...
Jájá nú á að láta mann fara að taka enn einn nýjan saksóknarann í sátt, í þáttunum Law & Order. Ég er rétt svo mátulega farinn að samþykkja þennan leikarann og þá er hann að spá í framboð.
Það er sem ég segi það er aldrei hægt að treysta þessum lögfræðingum.
![]() |
Hugsanlegur forsetaframbjóðandi með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 18:51
Til hamingju....en
Þetta eru gleiðilegar fréttir en þó er eitt sem ég vil koma á framfæri:
Mér finnst ekki eðlilegt að tekin verði upp gjaldtaka á tvöföldum Suðurlandsvegi. Ég get samþykkt slíkt með Hvalfjarðar- og tilvonandi Vaðlaheiðargöng þar sem göngin stytta leiðir staða í millum og eru því kostnaðalækkandi fyrir vegfarendur, en samþykki ekki rökin fyrir því að t.d við Selfyssingar, sem þurfum iðulega að skreppa í bæinn að erindast, þurfum að greiða sérstaklega fyrir að fá að heimsækja höfuðstaðinn... jafnvel þó að önnur akrein sé til hliðar við okkur á leiðinni allri.
![]() |
Útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar undirbúið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 17:49
Nú er ég Frjálslyndur...
Hverslags della er þetta eiginlega ef ekki er hægt að setja svona kalla í gæsluvarðhald. Það er ljóst að þeir eru hér eingöngu í einhverjum Kardimommubusiness og fara staða í milli ruplandi...ekki eru þeir í annarri vinnu og eiga ekki ættingja hér á landi, svo það hefðu verið hægust heimatökin að gæsla þá, hraða dómi og senda til síns heima.
Ef þú ert heiðarlegur... vertu þá bara velkominn
Ef þú ert glæpamaður... vertu þá bara heima hjá þér...
![]() |
Farbann tveggja Litháa staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 16:01
Oh sorry,,, misskyldi hausinn á fréttinni
Hélt að í fréttinni yrði fjallað um Skipulagsdeild Reyjavíkurborgar eða arkitekta-elítuna...
![]() |
Skemmdarverk framin á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 14:50
Við hverju bjuggust menn eiginlega?
Þessar fréttir koma vonum seinna... Hvernig í ósköpunum stóð á því að þessir aumingjans stkjórnmálamenn skyldu klúðra þessu tækifæri til að koma til móts við þá sem minni hafa tekjurnar og í stað þessar HEIMSKU virðisaukaskattslækkunar.. að hækka persónuafsláttinn/frítekjumarkið.
Þessi vitleysingar þarna við Austurvöll og í ráðuneytunum höfðu ekki einu sinni grænan grun um það hvað VSK lækkunin myndi gera í lækkuðu vöruverði og voru í tómum ágiskunum alveg þar til Bónus og þessar sjoppur voru búnar að verðbreyta og kúnnin á leiðinni út með ódýrara Coke!
Svo á bara að vera eitt VSK stig í landinu...en hætta þessum endalausu þrepavitlleysum, undanþágum og öðru sem gerir ekkert nema að flækja kerfið og leggja óþarfa vinnu á mígrút manns.
Segi og skrifa... 15% vsk á allt og engar undanþágur!
![]() |
Enn hækkar vöruverð hjá birgjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 14:48
Hvenær verður landinn orðinn grænn í framan?
Maður er eiginlega að verða komin með netta ógleði eftir að hafa hlustað og fylgst með þessum græna popúlisma sem tröllríður þjóðinni þessa dagana og það vaselínlaust.
Þetta verður nú að vera innan skynsamlegra marka, þó eflaust henti þetta stjórnmálaflokkunum vel... því þeir þurfa þá ekki á meðan að svara spurningunum um hvað eigi í alvöru að gera fyrir þennan venjulega Jón sem er að kikna undan verðbólgu, vaxtaokri, himinháu vöruverði, og meingölluðu skattakerfi.
Að ekki sé minnst á öryrkjana sem í það minnsta þyrftu leiðbeiningar frá þessu liði um hvernig komast skuli af á þeim lúsarbótum sem þeir fá. Og hvað með áhyggjulausa ævikvöldið?
Fariði nú að hægja á ykkur í þessari náttúruverndarmaníu og farið að tala um fólk, venjulegt fólk sem hefur meiri áhyggjur af svolítið meira concrete hlutum.
![]() |
Vinstri grænir kynna Græna framtíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 13:56
Ekki seinna vænna...
Hitlersæskan hlýtur að hafa litið út eins og elliheimili við hliðina á þessu
Hefði samt frekar trúað þessu uppá þá í ameríkuhreppi... enda hljóta þeir að fara að lenda í vandræðum með dáta... ekki síst ef þeim dytti nú hug að koma sér í eitt fenið enn, með því að fara að stríða Norður - Kóreumönnum.
![]() |
Fjögurra vikna gamall drengur kvaddur í herinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 11:52
Laun Geirs Haarde eru bara eins og örorkubætur...
...í samanburði við þessa dellu. Ja það veit guð að ég væri til í að frysta örorkubæturnar til lífstíðar ef þær næmu 20 hlutanum af bara launahækkuninni.
Kannski væri ekki svo slæm hugmynd að lögleiða það að þingmenn og ráðherrar yrðu að lifa af örorkubótum fyrstu 3 mánuðina í starfi.(yrðu kannski síðustu mánuðirnar þeirra líka?)
...ef einhver þá fengist í framboð... en allalvega myndi það grisja mannskapinn og þá settust þeir einir á þing sem hefðu metnað til að láta gott af sér leiða og kysu eftir sinni sannfæringu en ekki flokkslínu eða popúlisma.
Eitthvað sem þingið vantar orðið sárlega.
![]() |
Forsætisráðherra Singapúr frystir laun sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 11:26
Pirrandi verslunarhættir
Ég, grasekkjumaðurinn, skeiðaði hér á milli verslana á Selfossi, laugardaginn fyrir páska(reyndar laugardagskvöldið um 7 leytið) í leit að eggjum og fann reyndar 3 egg nr. 4 í Nóatúni, en það voru líka 3 síðustu eggin sem til voru á svæðinu.
Þetta er bara ekkert sérstakt ástand í ár eins og sumir verslunarmenn eru að halda fram... þetta er að verða venja... ekki undantekning.
Kannski eru framleiðendur að þvinga okkur kúnnana til að versla fyrr svo þeir geti smámsaman komið í veg fyrir að sitja uppi með egg.. veit það ekki en þetta eru hundleiðinlegir verlsunarhættir sem hæfa ekki ártalinu 2007.
Ég ólst upp við það að til væru egg fram yfir páska og finnst allavega lágmarkið að hægt sé að versla þau fram að páskadegi.
Svo eru það sum bakaríin... ég skrepp stundum og sæki mér eitthvert góðgæti og þá er eins gott að gera það rétt uppúr hádegi því um kaffileytið er ástandið í sjoppunni orðið eins og eftir brunaútsölu. Kringla á stangli í hálftómum borðunum og allt helsta aðdráttaraflið löngu uppselt og komið í meltingu útí bæ.
Ég skil ekki þennan hugsunarhátt... það hlýtur að vera skárra að henda stöku rúnstykki en að senda, mann af öðrum, tómhentan út.
Allavega er álagningin alveg þokkaleg og ætti að geta borið eðlileg afföll.
![]() |
Öll eggin seldust fyrir páska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar