Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt að horfa uppá

Hvað sem hver segir þá hlýtur að koma að því að ríkið takmarki ábyrgðir sínar. Og það jafnvel þótt þeim takist að bakka út, með einhverjum lagaklækjum, frá því kauptilboð sem þeir gerðu í 75% eignarhlut Glitnis. Sem ég held að sé versta ákvörðun sem stjórnvöld hafa nokkurn tíma tekið. Takist það hinsvegar ekki... hlýtur ballið að vera rúmlega búið. Og þá er ég að meina sjálfráða tilvist ríkissjóðs.

Þeir aðilar sem eiga sitt í sjóðsreikningum sem byggðir eru að stærstum hluta á hlutabréfum fyrirtækja hljóta að tapa innistæðum sínum að stærstu eða öllu leyti. Látum það vera ef þetta væru að allt saman einhverjir áhættufíklar en svo er einfaldlega ekki raunin. Það er ekki lengra síðan en á föstudag fyrir þjóðnýtingu að Glitnir ráðlagði dóttur okkar að leggja talsverða bótaupphæð sem henni barst, og er um leið aleiga hennar, inná sjóð 9. Slíkt væri traust ávöxtun.

Eftir að sjóðurinn opnaði aftur hafði hún síðan, eðli málsins samkvæmt  tapað talsverðri upphæð en þá hafði Glitnir þurft að kaupa út bréf Stoða og laga til í þessum sama sjóði, sjóði sem hafði ekki einu sinni staðist þá lýsingu sem var á innihaldi hans þ.e hlutföllum á milli skuldabréfategunda. Stelpan tók á sig tapið og losaði afganginn.

En nú virðist staðan enn verri þ.e ég reikna með því að þegar/ef þessir sjóðir opna aftur verði hrunið orðið algert og margir tapi því afganginum af ævistarfinu og eins virðist fólk jafnvel hafa sett upphæð ætlaða til fasteignakaupa eða náms inní þessa sjóði. Hvort tveggja er rúmlega sorglegt ef allt fer á versta veg.

En ábyrgð "ráðgjafanna" og eins stjórnenda sjóðanna er mikil. Hvort einhverjir verða dregnir til ábyrgðar dreg ég hinsvegar í efa. Það er ekki hefð fyrir slíku í íslensku samfélagi. 


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æji voru ennin 2...

Mislas þetta fyrir nakin... og varð fyrir verulegum vonbrigðumBlush


mbl.is Nakinn á sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5. naglinn í líkkistulokið...

1) Glitnir

2) Stoðir

3) Landsbankinn

4) Samson

5) Icesave

6) dokið smá stund....

7) ...framhald síðar


mbl.is Ernst&Young tekur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í minningu Moskvitch...

Ja það hljóta að hafa verið þung spor fyrir sjálfstæðismennina að fara bónveg til rússanna. Sú var tíðin að við seldum fisk á svörtu þ.e við seldum könunum fisk á undirverði fyrir dollara til að fjármagna bensínkaupin sem við gerðum við rússana... því rússarnir vildu dollara fyrir gasið og engar refjar.

Við fengum hinsvegar Rússajeppa Volgur og Moskvitch fyrir fiskinn Blush


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er Samson komið í greiðslustöðvun!

Af visi.is:

Stjórn Samson eignarhaldsfélags ehf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

Í tilkynningu um málið segir að gert er ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til greiðslustöðvunar í dag og aðstoðarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður.

Samson er eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga og fer með rúmlega 41% hlut í Landsbakanum.

 Doka menn nú bara rólegir eftir næsta hákarliBlush


Hvað þýðir þetta á mannamáli?

Jú þetta þýðir lakari kjör og það allt saman en fyrir okkur sem eru ekki með mastersgráðu í hagfræði væri notalegt að fá betri útskýringar á hversu mikið lakari þau kjörin eru.

Aula-Hagfræði 101  -  takk fyrir takkBlush


mbl.is S&P lækkar lánshæfiseinkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru ekki gjaldþrota? - Fjármálaráðsgjöf í boði Glitnis!

Við höfum ósjaldan heyrt, seinustu dagana, að fjármálastofnanir sem ekki ættu fyrir afborgunum sínum væru í raun gjaldþrota(Davíðskenningin).

Ég skrifaði um það fyrir einhverjum færslum að samkvæmt þeirri kenningu væru bankarnir allir gjaldþrota. Þá breytir engu 500 milljarða lán seðlabanka til kaupþingsmanna, nema ef vera skyldi að það væri partur af stærra plotti um að gera Kaupþingi kleyft með einhverjum hætti að yfirtaka Glitni og með því móti tækist ríkinu að komast frá vitlausasta gjörningi sem íslenskir embættis- og alþingismenn hafa tekið fyrr og síðar. Þ.e Þjóðnýtingarákvörðuninni á mánudaginn var. Ákvörðun sem getur hæglega gert íslenska ríkið gjaldþrota líka.

Finnst engum skrítið að stjórnarmenn Glitnis hamist við að  fá stærstu hluthafa til að samþykkja 75%yfirtöku og þar með að tapa 80% eignar sinnar?

Ég er þó nánast viss um að Davíð og Co finni sér einhverja leið til þess að komast frá þessu en á sama tíma hræddur um að sú leið verði til þess að rústa endanlega því litla trausti sem einhverjir kynnu enn að hafa á íslenskum embættismönnum og það verði þrautin þyngri að ávinna sér það traust aftur.

Annars er það helst að frétta af okkur Helgu að á morgun þriðjudag er okkur boðið að koma í fjármálaráðgjöf, í ríkisbankann Glitni.

Nett kaldhæðnislegt þó ekki sé meira sagt.Crying


Skella bara web cameru á þessar kellingar

Vilja þessir vitleysingar ekki bara skella yfir þær svörtum ruslapoka ... þær geta þá verið með lítinn monitor inn í pokanum og síðan verið með web cameru á hvíta stafnumBlush
mbl.is Konur hylji allt nema annað augað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins óþokkar eru þetta í Hollandi

Jæja... skiljiði núna hvað Davíð er miklu meiri höfðingi en þessir Hollendingar... sem skildu ekki eftir 25% handa þeim sem klúðruðu bankanum?

Dabbi treikvart klikkar ekkiBlush


mbl.is Hollensk stjórnvöld þjóðnýta bankastarfsemi Fortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði eru eignirnar?

Rök Davíðs fyrir Glitnisyfirtökunni voru á þá leið að banki sem ætti við lausafjarskort að eiga þ.e hefði ekki handbært fé til greiðslu afborgana, væri í raun gjaldþrota. Þá skiptu eignir engu máli.

Ég er reyndar sammála þessu að því marki að "eign" er nákvæmlega jafnmikils virði í núinu og einhver er tilbúinnn til að greiða fyrir hana hér og nú.

En er ekki íslenska ríkið nákvæmlega jafn gjaldþrota og Glitnir, samkvæmt kenningum Davíðs? - Ekki á ríkið fyrir afborgununum frekar en bankinn og enn síður ef ofan á allt annað reynist rétt að ríkið hafi hvort tveggja kallað yfir sig yfirtökuskyldu og eins að það beri orðið fulla ábyrgð á  öllum skuldbindingum bankans?

Ég hygg að samkvæmt ofantaldri kenningu séu allir bankarnir okkar gjaldþrota. Enginn þeirra á fyrir sínum afborgunum, heldur eru þeir uppá náð og miskunn lánadrottna komnir fyrir hverja afborgun og minna í dag mest á Oliver Twist þegar hann rétti út súpuskálina forðum.

En hvað veit ég svo sem...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband