Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt að horfa uppá

Hvað sem hver segir þá hlýtur að koma að því að ríkið takmarki ábyrgðir sínar. Og það jafnvel þótt þeim takist að bakka út, með einhverjum lagaklækjum, frá því kauptilboð sem þeir gerðu í 75% eignarhlut Glitnis. Sem ég held að sé versta ákvörðun sem stjórnvöld hafa nokkurn tíma tekið. Takist það hinsvegar ekki... hlýtur ballið að vera rúmlega búið. Og þá er ég að meina sjálfráða tilvist ríkissjóðs.

Þeir aðilar sem eiga sitt í sjóðsreikningum sem byggðir eru að stærstum hluta á hlutabréfum fyrirtækja hljóta að tapa innistæðum sínum að stærstu eða öllu leyti. Látum það vera ef þetta væru að allt saman einhverjir áhættufíklar en svo er einfaldlega ekki raunin. Það er ekki lengra síðan en á föstudag fyrir þjóðnýtingu að Glitnir ráðlagði dóttur okkar að leggja talsverða bótaupphæð sem henni barst, og er um leið aleiga hennar, inná sjóð 9. Slíkt væri traust ávöxtun.

Eftir að sjóðurinn opnaði aftur hafði hún síðan, eðli málsins samkvæmt  tapað talsverðri upphæð en þá hafði Glitnir þurft að kaupa út bréf Stoða og laga til í þessum sama sjóði, sjóði sem hafði ekki einu sinni staðist þá lýsingu sem var á innihaldi hans þ.e hlutföllum á milli skuldabréfategunda. Stelpan tók á sig tapið og losaði afganginn.

En nú virðist staðan enn verri þ.e ég reikna með því að þegar/ef þessir sjóðir opna aftur verði hrunið orðið algert og margir tapi því afganginum af ævistarfinu og eins virðist fólk jafnvel hafa sett upphæð ætlaða til fasteignakaupa eða náms inní þessa sjóði. Hvort tveggja er rúmlega sorglegt ef allt fer á versta veg.

En ábyrgð "ráðgjafanna" og eins stjórnenda sjóðanna er mikil. Hvort einhverjir verða dregnir til ábyrgðar dreg ég hinsvegar í efa. Það er ekki hefð fyrir slíku í íslensku samfélagi. 


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svo sannarlega er þetta sárt að sjá og heyra, og að þessir menn skildu leyfa sér að halda áfram að telja fólki trú um að allt væri í lagi er svo siðlaust að það ætti að .......   .....  ..... ....... 

Ég náði að hugsa áður en ég framkvæmdi skrifin, gerist ekki oft, en annars hefði blogginu þínu verið lokað og mínu líka. Segi það bra næst þegar við hittumst.

(IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Virkilega skítt... spara stóru orðin Ninna litla...

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 203041

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband