Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
8.5.2007 | 01:55
Yndileg frétt og ekkert smá skemmtileg
Það er alltaf gleðilegt að heyra af mönnum sem fá annan séns. Og ég er viss um að þessi Breski maður hlýtur að vera óskaplega glaður að vera ekki að drepast. Og hugsa sér... hans helsta ósk í lífinu var að lifa hátt eða "munúðlega" eins og segir í fréttinni og það er hann búinn að prófa. Þetta langar margan mannin að gera en þorir ekki. Þetta er því ekki öllum gefið.
Því þegar menn sitja á skörinni hjá drottni að loknu dagsverkinu... er ég viss um að menn sjá ekki eftir því sem þeir gerðu... heldur hinu sem þeir gerðu ekki.
Þessi er því ríkari en margur.
Dauðvona sjúklingur sem eyddi aleigunni var ranglega greindur með krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 01:41
Æ æj... ekki aftur...
Ég er búinn að burra á amerískum bílum alla mína hunds- og kattartíð og man tímana tvenna í þessari framleiðslu. Og ég hugsa með hryllingi til þess tíma þegar þeir í ameríkuhreppi sulluðu á markaðinn allskyns "sparneytnum" ófögnuði eins og Ford Pinto, Cheverolet Vega og öðru álika drasli.
Reyndar þurfti ekki mikil bensínkaup á þessar kveljur... þær voru heilt yfir ógang- eða óökufærar svo kannski liggja þar sóknarfærin
Obama hyggst breyta orkustefnu Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2007 | 01:30
Þessir asnar í ameríkuhreppi...
Halda þessir snillingar virkilega að aðalvandamálið í Írak sé menntunarskortur bandarískra hermanna?
Held það væri nær að þýða "Gagn og Gaman" yfir á ensku og senda bjánanum Bush.
Mennta þarf hermenn sem fara ekki eftir reglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 01:24
Var það nokkur hótunin....
Ég meina... hefur virkilega einhver áhuga, utan frambjóðenda Fransóknar, að flokkurinn verði lengur við völd? - Ég hef allavega ekki hitt neinn árum saman sem er þeirrar skoðunar, nema ef vera skyldi Lalli vinur minn sem segir gjarna: "Við erum risa smáir"
Mér segir svo hugur að Jón formaður fái þá pólítísku grafskrift að hafa verið sá maður sem styst var í formennsku Framsóknar. Held hann þurfi ekki nema svona 50 sjónvarpsauglýsingar í viðbót til að ganga af flokknum dauðum.
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:51
Hvort rændu þeir bankann eða ekki?
Fjórir menn reyndu fyrr í kvöld að ræna skiptibanka í verslunarmiðstöð í Kista í norðurhluta Stokkhólms. Þeir voru vopnaðir og flýðu í bifreið með eitthvað af lausafé með sér.
Kannski hafa þeir alls ekkert rænt bankann heldur voru bara með restina af aurunum sem þeir fengu útborgað um mánaðarmótin. Hverjar skyldu heimildir mbl vera?
Ránstilraun í verslunarmiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:43
Jæja ekki varð sjálfstæðinu að óskum sínum...
Gott að heyra að Ólafur er að braggast. Manni hefur oft skilist á sjálfstæðismönnum að það eina sem þá vantaði væri lögformleg sönnun þess að eitthvað væri að forseta vorum... nú eða þá að stjórnarskráin væri hálfónýt. Allavega er nú kominn úrskurður um annað atriðið.
Verðum svo bara að vona að stjórnarskránni heilsist þokkalega líka.
Forseti Íslands útskrifaður af sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 00:37
Hefði ekki verið nær að láta Jón Magg senda skeytið?
Skilst að sá franski passi eiginlega betur í Frjálslynda flokkinn....
Forsætisráðherra sendi Sarkozy heillaóskaskeyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:32
Þeir fá seint pulitzerinn á mbl.is
Ökumaður mældist á 145 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 14:51
Auminginn hennar Kate Moss
Bráðfalleg beinasleggja
brasast með aumingjann sinn
Og milli langra leggja
lóðsar hún ræfilinn innPési svo par þunnur hamast
hristist í fráhvörfum títt
Kata af karlinum lamast
og kyssir hann ofurblíttÍ bólinu ertu sko bestur
blessaður Doherty minn
Og hér ætið aðfúsugestur
með Oh my God gandinn þinn
Höf: Ókunnur
Doherty í klandri á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 21:50
Djúsopið víða og dópnebb' í stíl.
Djúsopið á henni druslulegt er
og dópnebbinn, allt er við sama.
Augun svo empty að ferleg' hún fer
útlimakætin í taugar á mér
treggáfuð... öllum til ama.
Fangelsisdómurinn mun líklega auka vinsældir Parísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Barcelona glutraði niður tveggja marka forystu
- Stórleikurinn olli vonbrigðum
- Hef aldrei upplifað annað eins
- Diljá skoraði þegar Leuven komst á toppinn
- Meistararnir niðurlægðir á heimavelli (myndskeið)
- Stórleikur Ómars dugði ekki til
- Sveindís kom af bekknum og skoraði tvö
- Fjögurra marka veisla í Birmingham (myndskeið)
- Brasilískt þema í frábærum útisigri (Myndskeið)
- Rautt spjald í markalausu jafntefli (myndskeið)