Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Djöfuls ógeð getur fólk verið...

candlesEr enn til fólk sem finnst að svona menn hafi ekki fyrirgert rétti sínum til mannlegs samfélags?
mbl.is Læsti dóttur sína inni í ísskáp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En af hverju missti hann ekki prófið?

tuborg-pappe"Maðurinn játaði að hafa kastað bjórflösku að lögreglunni að kvöldi þess 1. mars sl. en síðar sama kvöld ók hann tveimur gámum út á Nørrebrogade til að aðstoða mótmælendur við að koma upp vegartálma." ... og fékk 3ja mán. fangelsi.

"Skýringin sem maðurinn gaf dómaranum var að hann hafi verið drukkinn og hrifist af „stemningunni”."

 

Ja hann  getur allavega ekið frá fangelsinu að afplánun lokinni...


mbl.is Þriggja mánaða fangelsi fyrir þátttöku í óeirðunum við Ungdomshuset
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpahugrenningar

criminalÉg er í hálfgerðum mínus enda sváfum við feðgar yfir okkur í dag. Mér finnst þetta afar leiðinlegt þar sem strákurinn minn, sem er 11 ára, hefur fram að þessu getað státað sig af því að vera með 100% mætingu, þ.e hvorki komið of seint eða fengið fjarvist. Hann stillir vekjaraklukku og vaknar við hana alla daga og sama geri ég.

Hinsvegar "tók ég sénsinn" í gærkveldi. Ég sé ekki gleraugnalaus til að stilla klukkugarminn og hafði gleymt gleraugunum fram í stofu og nennti ekki, kominn undir sæng, fram aftur að sækja þau. Svo ég stillti klukkuna í blindni(gegn betri vitund) og stólaði bara á að drengurinn vaknaði.

Enda leið mér réttilega eins og glæpamanni þegar ég vaknaði kl. 8:50. Ég kveið því að vekja son minn, vitandi að honum myndi sárna þetta og meira að segja hugsaði ég með mér að hringja bara í skólann og tilkynna hann veikann. Ég náði þó að hugsa á meðan ég klæddi mig... og vakti svo drenginn.

Sonurinn er föðurbetrungur og benti mér að hann hefði bara misst af tveim tímum í leikfimi. En það verður að segjast eins og er að ég hafði sko minnstar áhyggjur af menntuninni þar sem ég sat á rúmstokknum hjá honum.

Auðvitað ætti ég að fara með þessar "glæpahugrennningar" mínar eins og mannsmorð og minnast ekki á þetta við nokkurn mann, en ákvað að gera það samt. Verður kannski til þess að mér dettur svona vitleysa síður í hug aftur. Hversu stutt er eiginlega í óheiðarleikannn hjá manni?

En kannski skrifa ég þetta bara á föstudaginn 13.


Ja það mætti halda það...

eiki... að hann væri lítt hagganlegur, allavega haggast lítið útlitið á frænda, nema þá í bölvuðu vídeóinu við þetta lag. Manni krossbrá þegar brúna hárið kom í ljós og úreltasta sena íslandssögunnar birtist á skjánum. Þarna er ég að vísa til einhvers burrs á amerískum kagga í íslenskri náttúru. Illa "lame" dæmi. Það verður því að segjast eins og er... að þó mér finnist Eiki orginall, þá var þetta vídéó hreinasta hörmung.

Hvað lagið varðar þá er ég ekkert endilega viss um að það fari upp úr undanúrslitunum, en auðvitað vona ég það, höfundar og flytjandans vegna... og kannski ekki síður allra þeirra fjölmörgu sem fylgjast með keppninni alveg dolfallnir. Annars finnst mér aðalmálið að hafa Eika í undanúrslitaþáttunum, sem ég hef ekki síður gaman af en keppninni sjálfri.

Gott gengi kallinn minn.


mbl.is Er Eiríkur Hauksson óhagganlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleyjur á þá skilyrðislaust

ipod_toiletþað er ekki hægt að búa við það að ekki sé kannski hægt að lenda flugvél vegna eilífs klósettráps einhverra flugumferðastjóra, svo það er bara eitt í stöðunni...

 


mbl.is Deilt um klósettferð flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru femínistarnir eiginlega?

wiwlogo1"Tilkynnt var um reyk sem barst frá íbúð fullorðinnar konu í Hlíðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Þegar að var komið var konan hvergi sjáanleg en hún mun hafa brugðið sér frá. Reykurinn kom frá potti á eldavél. Íbúðin var reykræst.

Skömmu síðar var tilkynnt um reyk sem barst frá íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Þar hafði húsráðandi skroppið frá en á meðan brunnu við franskar kartöflur sem voru í eldföstu móti í ofni. Skemmdir voru litlar sem engar, að sögn lögreglunnar..."

Bara svona ef þið hefðuð ekkert að gera elskurnar Blush


mbl.is Frönsku kartöflurnar brunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suri á leiðinni á hvíta tjaldið?

silentmovieSamkvæmt visi.is voru Tom Cruice og kona hans með hvítvoðungin Suri á tökustað um daginn og er helst að skilja á fréttinni að til standi að koma krakkanum í kvikmyndir.

Eftir því sem maður hefur lesið að undanförnu má nú ekki tala nálægt barninu svo maður spyr sig:  

Skyldi eiga að fara að endurgera Silent Movie 


Hvað er verið að bæta henni?

2hoursSkil ekki þessa endalausu málshöfðanir þeirra í "úttlandinu".

Hvað í ósköpunum á svo sem að bæta ekkjunni... Það væri þá kannski helst það að hún hefði þurft að halda, 2 tímum lengur en ella, að karlinn hennar væri á lífi...

Ég missi alla samúð með aðstandendanum þegar ég les svona fréttir.


mbl.is Fannst látinn á flugvélarsalerni tveimur tímum eftir lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glittir í gasgrímurnar?

Something_smellsDatt í hug, við lestur fréttarinnar, mynd sem ég sá af veitingastað/kaffiihúsi það sem reykingabann var í gildi. Eigandinn hafði greinilega haft gálgahúsmor og hafði skipt staðnum niður í reyk- og reyklaust svæði. Það mátti semsagt  reykja í aðalsalnum en fram í anddyri var reyklausa svæðið og innihélt það litinn kaffisjálfsala og rekka með gasgrímum. 

Ég skil ekki þessi reykingabönn á kaffihúsum, þrátt fyrir að vera banni fylgjandi á mörgum opinberum stöðum nefni flugvélar, rútur og aðra þá staði þar sem fólk getur aldrei átt val. Ég, sem neytandi, hef hinssvegar val um það hvort ég kýs að vera í reyk kaffihúsi eða ekki. En hvað um starfsfólkið? Eftir því sem pólitíkusarnir segja þá er offramboð á vinnu og því geta þeir starfsmenn sem ekki kysu að vinna í reyk einfaldlega fengið sér vinnu á reyklausum kaffihúsum. Hvaða reyklausu kaffihúsum spyrðu.. ja eftir því sem áróðursherrarnir segja eru þau svo vinsæl að varla verður erfitt fyrir fólkið að finna þau.

Svo skil ég ekki þessa endalaus sérumhyggju fyrrir starsfólki kaffihúsa umfram aðra... Ekki banna menn notkun sements þó svo að múrarar og þeir aðrir sem vinna nálægt efninu fari ekkert alltof vel útúr því heislusamlega. En múrarnir eiga náttúrulegaval... þeir geta bara fengið sér vinnu á bensínstöð ef þeim líkar ekki rykið. Nú eða farið í gasgrímurnar! 


mbl.is Danir vilja fá að reykja á veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klám eða kynlíf... það er spurningin

jap2Japönsk hjón sem birtu myndir af sér stunda kynlíf á vefsíðu sem þau ráku á netinu hafa verið handtekin, en hjónin högnuðust vel á síðunni. 

Skyldu þau hafa notað Java Script?

Það sem nú liggur greinilega ljóst fyrir að hægt er að stunda hvað sem er á vefsíðum... þá er hér náttúrulega komin rakinn business fyrir vin minn Lalla rakara.

Nú getur hann farið að klippa á netinu. Losanað við alla háraeðjuna og sóperíið og þessi leiðindi sem fylgja þessum hefðbundnu klippingum. Eða skyld'ann þurfa að sópa á síðunni líka?

Verð að tala við hann á eftir...


mbl.is Japönsk hjón handtekin fyrir að halda úti klámsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband