Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Maðkur í mysunni

pirate"...kenningar eru uppi um að áhöfnin hafi fallið útbyrðis í slæmu veðri... "

"Þegar að var komið var vél skútunnar í gangi og hafði verið lagt á borð fyrir þrjá."

Ef veðrið var svona slæmt að þessir kallar tolldu ekki inanborðs... er þá líklegt að þeir hafi verið að leggja á borð... og er ekki enn ósennilegra að stellið hafi verið á sínum stað eftir allan barninginn?

 


mbl.is Björgunarmenn vonlitlir um að áhöfn „draugaskútu” finnist á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meint della blaðamanna

Marijuana"...Þá var einn ökumaður kærður nú í morgun fyrir fyrir meintan akstur undur áhrifum ólöglegra fíkniefna."

Orðin frekar þreyttur á þessu "meinta" rugli blaðamanna.

Annað hvort var maður ákærður fyrir akstur undir áhrifum eða ekki...

Og hvað er þetta með ólögleg fíkniefni? Var verið að lögleiða gras eða?

Þetta minnir mig á verkstjóra einn... sem reyndi, allt hvað hann gat, að virðast meiri vitsmunavera í tali, en hann í rauninni var. Einhverju sinni spurði ég hann hvort tiltekinn starfsmaður væri viðlátinn. Hann svaraði

"Því miður...Hann skrapp eina skyndingu frá, og er rétt nýlega ókominn"


mbl.is Fíkniefnamál í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollywood vinur... Hollywood

dannielynn"Það ruglar mann í ríminu að hún skuli sýna mér hlýju og síðan skuli hún fara fram á forræði og lögfræðingar hennar segja að Larry hafi einungis verið sæðisgjafi og einnar nætur ævintýri. Síðan koma þau öll og taka í höndina á mér. Maður klórar sér bara í kollinum og spyr; Hvað er í gangi hérna?"

Svar: Það fylgja jú Dannielynn nokkrir dollarar


mbl.is Birkhead hrósar Stern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ekki að kenna henni að lesa fyrst?

Hulk_CatholicÞað gæti nú vafist fyrir þeim að kenna henni katólkuna ef ekki má tala í kringum barnið.

Annars eru myndirnar sem maður fékk í sunnudagaskólanum í gamla daga, svo sem mun minnisstæðari en orðræðan sem þar fór fram.


mbl.is Katie vill að Suri læri um kaþólsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna hefur Íslandsbanki skipt um nafn

brand"...Er haft eftir Hreiðari Má að Kaupþing sé ekki íslenskur banki heldur norður-evrópskur."

Það er nú gott að það er komið á hreint "hverrar þjóðar" þessar búllur eru.

 


mbl.is Kaupþing mun ekki eignast Storebrand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður í Messi

gudjohnsenÖllu lengur varla vært
valtur er í sessi.
Ekki er það kalli kært
að keppa við hann Messi
mbl.is Lampard: Eiður talar dásamlega um Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum ekki framúr okkur

eldspiturAuðvitað er þessi möguleiki alltaf rannsakaður og mér finnst engin sérstök yfirlýsing felast í svari Stefáns. Meira að þetta sé svona týpískur "söluhaus" á frétt.

Í það minnsta vonar maður að þetta eigi sér allt "eðlilegar" ástæður.


mbl.is Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peðin hættuleg Pútin

pawnsRússland er orðið svona kapítalísk einræðisútgáfa af gömlu Sovétríkjunum. 

Annars er alltaf verið að hygla þeim í ameríkuhreppi fyrir að vera duglegir að koma einræðisherrum frá svo kannski styttist í  það að Bush fari að hugsa sér til hreyfings.


mbl.is Rússneska leyniþjónustan boðar Kasparov til yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvern þarf að skjóta í USA?

Pro-gunGroupPhotoHvern skyldi þurfa að skjóta í ameríkuhreppi svo ráðamenn þar fari að hyggja að þessum 200.000.000 skotvopna sem sögð eru á lausu í landinu?
mbl.is Aðgerðir gegn skotvopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara daufur dagur í Bagdad...

carbombÞað liggur við að maður sé hættur að kippa sér upp við fréttirnar frá þessum guðs volaða stað.

Hvenær hafa þessir innrásaraðilar vit á því að koma sér í burtu? Þeir eru búnir að koma á borgarastyrjöld, sem allir viðukenna nema þeir, og kannski viðeigandi að það var varnarmálaráðherrann sem kom í heimsókn til þeirra.... enda eru þeir í vörn þarna Bandaríkjamenn, eins og í öðrum stríðum sem þeir hafa hætt sér í undanfarna áratugi.


mbl.is Tíu létust í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband