Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
22.4.2007 | 17:27
Að falsa viljandi staðreyndir eða?
"Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Samfylkingin 4 kjördæmakjörna þingmenn í kjördæminu,..."
Þetta er einfaldlega rangt og mbl til skammar að leiðrétta þetta ekki hið snarasta. Þeir sem á annað borð vilja vita... vita að Samfylkingin er með 3 kjördæmakjörna og 1 uppbótarþingmann.
Eins og þetta stendur...er þetta einfaldlega falsfrétt sem getur ekki haft neinn tilgang annan en að skaða Samfó?
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 21:47
Hvern andskotann gerðum við af okkur í gær?
Þegar ég var 17 ára skruppum við nokkrir félgar á Akureyri, sem oftar í sollinn í Reykjavík. Þetta var um mánaðarmótin apríl-maí og við allir frekar félitlir svo ákveðið var að tjalda bara í Lagardalnum. Svo var skroppið í Stapann á föstudagskveldinu, man að Júdas spilaði... og Keflvíkingunum aðeins strítt.
Þegar við síðan rumskuðum við mannaferðir, hálfþunnir á laugardagsmorgninum og litum út, skildum við ekkert í því að verið var að mynda okkur í bak og fyrir. Spurðu ljósmundararnir okkar hvaðan við værum og hverra erinda við værum í borginni. Þeim var svarað stuttlega. Fóru menn síðan móralskir að raða saman atburðum næturinnar, en töldum okkur hafa verið þokkalega til friðs, svona á okkar mælikvarða allavega. Skildum ekkert.
Það var svo ekki fyrr en við flettum blöðunum að við áttuðum okkur á því að við höfðum verið fyrstu gestir ársins á tjaldstæðinu. - Ótrúlegt hvað slæm samviska getur komið í veg fyrir aukinn frama í fjölmiðlum... og skárri myndir.
![]() |
Tjaldað í austurborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2007 | 21:16
Þetta hefur ekki verið á eyrinni...
Sólin viljug skein á vaska eyrarpúka forðum
sumarhlýju þeirri verður varla lýst með orðum.
En norðan Glerár kuldaboli nýddist svo á þorpurum
sem neyddust því á sumrin til að ganga um í norpurum.
![]() |
Beðið eftir vorinu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 18:42
Selfyssingar nýta það sem hendi er næst...
"Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn í handlegg með eldhúshníf um klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn hafði deilt við annan mann sem barði hann með stól auk þess að stinga hann... "
Lögregla fann svo gerandann síðdegis....
Skyldi hann hafa verið með sófa á sér eða önnur vopn?
![]() |
Karlmaður stunginn í handlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2007 | 17:25
Þvílíkir lúserar...
Ja ef þetta heitir ekki að skíta á sig opinberlega þá hvað?
Manni er til efs að Icelandair hefði einu sinni gert þetta...
![]() |
Richard Branson ekki í Casino Royale um borð í vélum British Airways |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 17:19
Þó ekki væri...
...þessir 1500 eru örugglega bara að "rannsaka hversu aðgengi perra að þessu efni er auðvelt" Sá einhverssstaðar að það væri sú afsökum sem perrarnir gæfu oftast þegar þeir væru gómaðir með slíkt material.
Annars er eitt athyglisvert... þeir danirnir banna vistun á tölvum viðkomandi svo nú er spurningin:
Er ekkert Cache minni á dönsku tölvunum?
... man að einhver ræfillinn hér heima var meðal annars dæmdur fyrir myndir sem fundust í cachinu á tölvu hans og eins og allir vita geymir tölvan afrit af öllu sem "fyrir augu ber" á netinu og eins myndir úr spam póstum og fleiru svo það er vandlifað fyrir þessa 1500 líka ef íslenska aðferðin er notuð hjá baunanum.
![]() |
Ekki ólöglegt að skoða barnaklám í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 13:28
Hvaða bull er þetta?
Til hvers í ósköpunum ætti borgin að kaupa þessa hjalla? Er ekki nóg af brýnni viðfangsefnum. Það hlýtur að vera eitthvað meira áríðandi til að veita peningunum í.
Og ef mig misminnir ekki þá stendur hjálmurinn fyrir flokk sem hefur einstaklingsframtakið í hávegum en vill minnka afskipti stjórnvalda?
Hann hefur kannski orðið fyrir nettri reykeitrun í auglýsingaspranginu þarna um daginn og man ekki lengur að hann er embættismaður.
Ég veit ekki til þess að hann hafi verið að bjóða í þessa skúra meðan þeir voru lífs svo halló halló...þó það séu kosningar í nánd þá má nú aðeins róa sig í vitleysunni...
![]() |
Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 12:54
Það er sem ég segi...
Er ekki að verða komið nóg af þessum menntunaráróðri...
Nú eru þessir örfáu sem ekki fá inni í menntaskólum landsins farnir að brjótast inn til að svala fróðleiksfýsn sinni.
![]() |
Innbrot í MH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 12:47
Átti bara stóra rauða legó-kubba
Þarna er loksins komin skýringin á þessari kjörþyngd sem ég þarf að burðast með...
ofan á öll aukakílóin.
![]() |
2,3 tonn farin með hjálp lego-kubba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 12:33
Tær snilld
Við erum grasekkjumenn feðgarnir og því stóla ég á að guttinn fái heita máltíð 5 daga vikunnar í skólanum. En málið er að hann gleymir stundum kortinu og kemur þá heim matarlaus. Einu sinni hefur hann týnt kortinu svo þetta gataspjaldakerfi er meingallað.
þetta tölvukerfi kokksins í fréttinni.... er að mínu viti tær snilld og í raun undarlegt að þetta hafi ekki verið tekið upp í öllum skólamötuneytum.
Held að það væri hyggilegt fyrir menntamálaráðuneytið að fjárfesta í þessu og það strax.
![]() |
Þúsundþjalasmiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar