Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
2.4.2007 | 16:19
Vonandi ein bjóstahöld með sílíkoneyði líka
Breska leikkonan Kelly Brook segist vera bjargvættur kvenna með stór brjóst.
Bara vissi ekki að þessar elskur væru í útrýmingarhættu. Það er nú einu sinni svo að flestir karlmenn elska brjóst. Og það á allavega um mig... mér finnast allar gerðir þeirra falleg nema þessi boltalaga sílikon ógeð sem sumar konur viðast halda að séu sexý. Má ég þá biðja frekar biðja um brjóst með fortíð.
Svo er það sorglega Andrés Andar syndrómið sem sumar kvinnur eru haldnar... og lýsir sér í vansköpuðum vörum stútfylltum af kítti og að ekki sé minnst á það þegar svo er tattúverað í kring um herlegheitin... Ja það er nokkuð víst að þtta er ekki gert fyrir okkur karlmennina... allavega miðað við þá okkar sem ég heyri í... miklu frekar að konur séu að þessum masókisma... annarra kvenna vegna.
![]() |
Brook bjargvættur brjóstastórra kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 15:46
Ekkert smájobb að brjótast inn í fjallaskála
"Brotist var inn í fjóra fjallaskála við Tjaldafell í síðustu viku en ekki er talið að neinu hafi verið stolið. Farið var inn í skálana með því að spenna upp glugga með kúbeini. Innbrotin hafa átt sér stað frá því seint á sunnudag 25. mars þar til að morgni miðvikudagsins 28. mars."
Þetta kallar maður alvöru frágang á gluggum... tekur tvo og hálfan sólarhring að spenna þá upp.
![]() |
Brotist inn í fjallaskála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 13:09
Krúttlegt að róninn fékk að fljóta með líka
Bondleikarinn Daniel Craig þykir þykir bera af öðrum frægum körlum í klæðnaði að því er GQ tímaritið segir, en tímaritið hefur birt lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar. Sjónvarpskynnirinn Russell Brand þykir aftur á móti vera sá verst klæddi..."
Æji hvað það er nú krúttlegt að þeir skyldu leyfa rónanum hennar Kate Moss að fljóta með og það jafnvel þó hann líti alltaf út eins og hann sé ný dreginn upp úr rusladalli á skyndibitastað..
Listinn yfir 10 best klæddu einstaklingana er eftirfarandi:
- Daniel Craig
- David Cameron
- Clive Owen
- David Walliams
- Jude Law
- David Beckham
- Pete Doherty
- Russell Brand
- Tom Ford
- Harry Bretaprins
![]() |
Daniel Craig þykir bera af í klæðnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 12:57
Skapgerðin að Norðan
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segir nýjustu hljómplötu sína marka endalok dívunnar J.Lo. Ég er ekki J.Lo. lengur. Það er allt í fortíðinni með fáránlegu sögunum um skapvonskuköst og egypsk lök. Það er fortíð mín, segir hún í viðtali við breska blaðið The Guardian.
Ég er Jennifer Lopez. Ég held að sem kona sé ég loks orðin öruggari um það hver ég er. Það er kaldhæðnislegt að það skuli hafa tekið mig rúman áratug að komast aftur að rótum mínum. Ég er ótrúlega stolt af menningu minni enda held ég að ég sé kona sem er algerlega sprottin úr menningu minni. Skapferli mitt, líkamsbygging og bara það hvernig ég er kemur allt frá Puerto Rico
Hef alltaf verið hrifinn af þessari elsku og sérstaklega í rómantískum gamanmyndum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hálfbrá því að sjá það að hún væri að skipta um ham...einn ganginn, og ekki síður að hún hefði slompast í gegnum lífið fram að þessu án þess að vita hver hún væri. Ég hefði sko farið létt með það að útsýra það fyrir henni blessaðri en það er nú ekki eins og hún hafi verið að troða mér um tær fram að þessu.
Ég hafði bara aldrei áttað mig á því að skapgerð og/eða önnur persónueinkenni fólks væri landfræðilegt fyrirbæri... enda að Norðan.
![]() |
Lopez: Dívan J.Lo. tilheyrir fortíðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 12:22
Serial djúsdriver á Selfossi
Samkvæmt þeim á visi.is var einhver garmurinn tekinn tvívegis sama kvöldið fyrir ölvunarakstur, sjá:
"Lögreglan á Selfossi tók sama manninn tvisvar úr umferð í gærkvöldi fyrir ölvunarakstur. Fyrst var hann stoppaður klukkan hálf átta rétt utan bæjarmarkannna, Bíllinn var þá tekinn af honum. Rétt fyrir klukkan tíu var hann tekinn á öðrum bíl og var hann þá orðinn sýnu drukknari en í fyrra skiptið. Sá bíll var var líka tekinn af honum en manninum var síðan sleppt, enda þótti sýnt að hann æki ekki meir, enda á hann ekki fleiri bíla."
Mér var hugsað til þess tíma sem maður var í braskinu og átti kannski eina 15 bíla í einu... manni hefði ekki verið sleppt fyrr en um mitt sumar... Hvurslags heimska er þetta eiginlega? Hvenær á bifreiðaeign að ráða því hvort menn eru vistaðir í fangageymslum eður ei?
En það er í það minnsta gott að vita að drukknir menn aka aldrei annarra manna bílum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 12:04
En í fyrra slefaði þjóðin yfir okkar dóna
Úkraínskir þjóðernissinnar eru bálreiðir yfir því að umdeild dragdrottning hafi verið valin fulltrúi þjóðarinnar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og þá hafa þeir haldið fjölmenn mótmæli vegna þessa.
Verka Serdyuchka, sem gerir grín að miðaldra konum, er elskuð og dáð víða í landinu og er orðin einskonar költ persóna í úkraínsku samfélagi Hún var kosin sem fulltrúi Úkraínu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í almennri kosningu. Sumir eru hinsvegar á því að hún sé ekkert annað en ruddi og dóni.
Úkraníumönnum tekst að halda fjölmenn mótmæli vegna þátttöku Verku í Eurovision en sama hvað á gengur hér... þá í besta falli stendur Stefán Pálsson með tússað karton á Austurvelli og nokkrir forvitnir vegfarendur að fylgjast með í von um að lögreglan mæti á svæðið og verði sér til skammar.
Já hann er misjafn "mótmælaandinn" í okkur
![]() |
Dragdrottning veldur Evróvisíóndeilu í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:34
Hvort stakk hann af eða ekki?
Reyndi að stinga lögreglumann af og læsti sig svo inni í rútu
Ökumaður rútu reyndi að stinga lögreglumann af í Hólmavík föstudaginn síðastliðinn og lokaði sig inni í bílnum þegar hann náðist. Maðurinn var á númerslausri bifreið og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglan segir hættu hafa skapast þegar reyna á átti að hefta för mannsins, en lögreglumanni hafi með snarræði tekist að koma í veg fyrir árekstur við rútuna.
Maðurinn hótaði lögreglumanninum líkamsmeiðingum ef hann hyrfi ekki af vettvangi og komst síðan inn á heimili sitt skammt frá þeim stað þar sem hann stöðvaði rútuna. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki verið með ökuréttindi til aksturs bifreiðar af þessari stærð. Mál þetta er í rannsókn hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þetta er ein af þessu fréttum sem maður þarf að lesa oftar en einu sinni til að fá botn í. Samkvæmt hausnum reyndi hann að stinga af, en samkvæmt fréttinni gerði hann það. Who cares...
![]() |
Reyndi að stinga lögreglumann af og læsti sig svo inni í rútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 00:35
Ekki má gleyma aprílgabbinu í Silfri Egils
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum að í dag er 1. apríl og þá nýta menn tækifærið til þess að láta fólk hlaupa apríl með misjöfnum árangri. Google kynnti t.a.m. á vefsíðu sinni í dag nýja tækni sem gerir fólki kleift að tengjast netinu ókeypis í gegnum klósettlagnirnar svo lengi sem þeir eiga tölvu með WiFi-tengi.
Mér finnst alveg ómögulegt að sleppa því að minnast á aprílgabbið í Silfri Egils, en eins og glöggir menn tóku eftir lét Silfur Egils í það skína að hægt væri að ota saman öllum þessum kvinnum þannig að hlustandi væri á. Ja ef kall ræfillinn hann Egill hefur ekki verið komin með höfuverk áður en þær þögnuðu þá veit ég ekki hvað...
Það ætti hinsvegar að vera með Margréti Pálu í hverju Silfri enda var hún eini þáttastjórnandinn meðan á þessu kvennarifrildi stóð. Fólk einfaldlega þagnar og hlustar þegar sú mæta mær opnar munninn... enda ekki vanþörf á.
Fálkaorða færi Margréti Pálu... enda vel að henni komin.
![]() |
Aprílgöbb stór og smá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 00:14
Nonni frændi á leiðinni á Hraunið?
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar segjast hafa um það rökstuddan grun að um 700 manns hafi flutt lögheimili sitt til bæjarins eingöngu til að kjósa gegn stækkun álversins. Haft var eftir Jóhönnu Dalkvist, stjórnarmanni í samtökunum, í fréttum Sjónvarpsins að stjórnin hygðist funda um málið á þriðjudag og ákveða hvort kosningasvik yrðu kærð.
Skyldi Nonni frændi sleppa...? Hann flutti í fjörðinn í haust... Skyldi aldrei tilganginn með flutningunum fyrr en við lestur fréttarinnar. Maður verður nú sennilega að kíkja á kallinn þegar hann verður kominn á Bakkann.
Hvað skyldi mest vera að þessu liði þarna í Haugi Hafnarfjarðar?
![]() |
Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2007 | 19:10
Álið lætur í minni pokann víðar en í Hafnarfirði

![]() |
Stálu númeraplötum af lögreglubílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.4.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar