Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Skyldu Guðmundar- og Geirfinnsmál upplýsast?

leirfinnurÉg er eins og margur landinn þeirrar skoðunar að Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi aldrei verið upplýst og framið hafi verið réttarmorð. Því er það allltaf von manns að einhverntímann komi eitthvað nýtt fram, eitthvað sem segi söguna á þann hátt að enginn þurfi að efast meir.

Ég var 16 ára þegar þessi mannshvörf áttu sér stað. Guðmundur hvarf ábyggilega í janúar en Geirfinnur í nóvember árið 1974. Þeir sem sakaðir voru um morðin voru litlu eldri en ég. Mér er það fullljóst að þessir krakkar sem kosið var að fangelsa voru engir kórdrengir og er þess einhvern veginn alltaf fullviss að sú staðreynd hafi verið orök þess að rannsóknarðlilar ákváðu sekt þeirra og síðan smíðuðu mál og gögn til þess að styðja þá kenningu sína. Meðölin sem notuð voru líðast vonandi ekki lengur í réttarkerfi okkar. Barsmíðar, þrotlausar yfirheyrlur, liðinu haldið vakandi lantímum saman, óhófleg einangrunarvist voru meðölin.. eitthvað sem í dag er helst kennt við Guantanamo.


mbl.is Áratugagamalt morð í Noregi upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Synd að Bröste sé allur

eggertEinhvernveginn finnst mér að veita ætti Eggert ásamt öðrum kaupendum enskra fótboltaliða bjarsýnisverðlaun áþekk þeim sem veitt voru í nafni Bröste hér á árum áður. 

Verðlaunahafar Bröstes voru: t.d Garðar Cortes óperusöngvari - Bragi Ásgeirsson listmálari, Þorgerður Ingólfsdóttir kórsjóri, Helgi Tómasson ballerína, Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri Kjartan Ragnarsson saumastofuhöfundur, Guðmundur Emilsson hljómsveitarsjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Hlíf Svavarsdóttir ballettmeistari, Leifur Breiðfjörð glerlistamaður, Helgi Gíslason myndhöggvari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlugúrú.

 Eins og sjá má á listanum er þetta svartsýnisfólk upp til hópa í samanburði við Eggert Magnússon.


mbl.is Eggert telur að 38 stig nægi West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stradivarus gæludýr

BJ12-M-FrontÞað líklegast þýðir ekkert að senda þeim addressuna uppá að fá að prófa kvikyndið. Hef nefnilega aldrei prófað að spila á fiðlu. Og hvað er svo að þessu liði að kalla þessar fornminjar einhverjum gæludýranöfnum... Annars átti ég einu sinni 12 strengja Hagström EJ-12 sem gekk undir nafninu Stuðarinn. Veit svo sem ekki hvenær hann var smíðaður en þó örugglega verið yngri en þessar fiðlur og talsvert efnismeiri líka...

Varð þó aldrei efnaður hvorki á spilamennsku né viðskiptum með Strömmarann, enda var honum á endanum stolið á einhverri sukkhátíðinni

Those were the days my friend...


mbl.is Stradivarius-fiðla seld á 180 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning með að senda 6382 vaselínkrukkur með fréttinni

kickmehardOg ég sem var svo barnalegur að halda að þessu yrði kannski bara "kippt í liðinn" á næsta kjörtímabili... en nei nei... ef innihald fréttarinnar er á rökum reist þá getur Alcan bara farið að kaupa upp kúbeinalagerinn í Hafnarfirði svona rétt til að "endurnýja gömlu kerskálana" !

Hver var svo að tala um að það væri ekkert Plan B?

Ef yrði þetta að veruleika myndi það þýða það að 6382 Hafnfirðingar finndu fyrir ristinni á Alcan, á kafi í óæðri endanum sér, til lífstíðar og gætu ekki tillt sér öðruvísi en að finna fyrir álbragði í munni.


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipstjórinn stökk fyrstur frá borði

stokkidÞetta Króníkumál er nú meiri raunasagan...

Kæri Björgólfur... takk fyrir lánið.

Kæru kollegar og fjölmiðlar... þið skiljið bara ekki hversu ótrúlega brjálæðislega gott blað Krónikan verður...

Kæru viðskiptavinir: Þið skiljið bara ekki hvernig þið getið nálgast blaðið... en ef þið komið á ritstjórnina þá...

Kæri Björgólfur þú skilur þetta bara ekki... mig vantar bara smá í viðbót....

Kæra Dagblað... get ég fengið vinnu? 


mbl.is Króníkufólk fer ekki á DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir á hálfvirði?

paulringoAlveg finnst mér merkilegt hveru mikið er fjallað um hugsanlega sölu á lögum Bítlanna á netinu. Skil reyndar ekkert í þessu hélt að þessar plötur væru til á flestum heimilum og í það minnsta auðvelt að komast yfir þær hjá pabba og mömmu ef ekki vill betur.  En þetta er kynnt til sögunnar eins og menn séu að setja á markað bóluefni við Aids, fuglaflensu og kvefi.... og það allt í sömu pillunni.

Og það þýðir ekkert að segja að hausinn hjá mér hafi verið smekklaus Grin


mbl.is Bítlarnir senn til sölu á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er víða heilsuleysið

cross1"Krónan veiktist um 0,54% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við upphaf viðskipta var gengisvísitalan 119,45 stig, en við lokun var hún 120,1 stig. Velta á millibankamarkaði var 24,9 milljarðar. Gengi Bandaríkjadals er nú 66,10 krónur, evru 88,4 og pundsins 130,80... "

Manni h€fur nú hvort €ð €r h€lst skilist á mörgum pólíkusnum að hún væri haldin krónískum sjúkdómi og biði þ€ss €ins að d€yja... 


mbl.is Krónan veiktist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er' ekki stjórnvöld bara fegin?

NurseÍ könnun, sem gerð hefur verið á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, kemur fram að fyrirsjáanlegt sé að skortur á hjúkrunarfræðingum muni aukast fram til ársins 2015 um 12,8 stöðugildi árlega. Það ár muni að óbreyttu vanta 749 hjúkrunarfræðinga til starfa í alls 543 stöðugildi...

Eru stjórnvöld ekki bara fegin? þau hafa þá í það minnsta einhverjar eðlilegar ástæður fyrir lokun deilda í framtíðinni og síðan gætu þau þá bara skellt skuldinni á hjúkkurnar ef þeim tekst ekki að opna nýja hátæknisteypuvirkið fyrir næstu aldamót. 


mbl.is Fyrirsjáanlegur skortur á hjúkrunarfræðingum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bjarga eða bjarga ekki...

ELECTRIC"Eftir frækna eftirför félaga úr Björgunarsveitinni Blöndu á Blönduósi var veturgömul kind með lambi handsömuð við Seyðisá á Auðkúluheiði í gær..."

Alltaf fundist það furðulegt orðalag að "bjarga lömbum" svona rétt til að skjóta þau. Ekki ósvipað því  þegar slegist er við að halda lífinu, jafnvel með hjálp öndunarvéla,  í fárveikum föngum sem bíða aftöku...

Mig minnti að fræg setning hljómaði á þennan veg: "Sometimes you have to be cruel to be kind" en ekki: Sometimes you have to be kind to be cruel!


mbl.is Höfðust við á slóðum Eyvindar og Höllu í allan vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir mega nú ekki gleyma bjór, Kristjaníu, rúmstokksmyndunum og hlandstybbunni í Tívolí

beerbellyDönsk stjórnvöld hafa í hyggju að verja 412 milljónum danskra króna, eða sem svarar 4,8 milljörðum íslenskra króna til að kynna sitt erlendis. Bendt Bendtsen viðskipta- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að kynna fyrir heiminum að landsmenn hafi ýmislegt annað fram að færa en ævintýri, flesk og litlu hafmeyjuna.

Reyndar vísar myndin kannski jafn mikið til flesksins og bjórdrykkjunar en...   

Það er gott að vera í Danmörku... Ég held að ég hafi sjaldan skemmt mér betur en þegar við hjónin vörðum sólríkum degi með, þá 9 ára, syni okkar í Legolandi.  Gott að geta gengið í barndóm annað veifið og öllum nauðsynlegt. Við leigðum okkur sumarhús í nágrenni Kolding, þar sem eldri sonur okkar er í skóla, og burruðum síðan vítt og breytt um landið. Þetta var vorið 2005 og þurfti ég að fá leyfi fyrir guttann að fara fyrr úr skólanum svo við kæmumst í ferðina. En á sama tíma og við vorum að leika við hann í Kristjaníu voru bekkjarsystkini hans í skólaferðalagi hér heima.

Sá stutti mætti svo tímanlega til að taka við einkunnunum við útskriftina barmmerktur "Björgum Kristjaníu" í bak og fyrir.

 

 


mbl.is Hafa fleira fram að færa en flesk og ævintýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband