Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
4.4.2007 | 03:33
Af orginölum...
Talandi um Víkurskarð hér í færslunni á undan... mundi ég eftir sögu af Stebba vini mínum Þengils... en hann sér um að snjómokstur þar(eða gerði allavega).
Einhverju sinni var Stebbi að draga bilaðan vörubíl í gegnum Akureyri, til norðurs eftir Glerárgötunni, á leið sinni með hann út á Kennedyhöfða þar sem hann var með verkstæðisaðstöðu. Vörubíllinn var fastur í bremsu að aftan og ekki leið á löngu þar til Felix, vökull laganna vörður á svæðinu og hinn mætasti maður, tók eftir því að það skíðlogaði í afturhjólum garmsins sem dreginn var og stóðu logarnir upp með pallinum. Hann reyndi því með öllum tiltækum að stöðva för Stebba en með litlum árangri. Stebbi dró kvikyndið út á verkstæði, fór inn og sótti slökkvitæki og slökkti eldinn hinn rólegasti.
Felix hafði hinsvegar haft nægan tíma til að æsa sig upp meðan á eftirförinni stóð og spurði því Stebba hinn æstasti því ósköpunum hann hefði ekki farið að tilmælum, stöðvað förina og slökkt eldinn. Stefán svarað að bragði "Ja Felix minn... ég var bara ekki með vatn á mér... þú hefðir kannski frekar viljað að ég drægi hann inn á eitthvert bensínstöðvarþvottaplanið"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 03:21
Allavega skárra en Héðinsfjarðargöng

![]() |
Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 20:09
Varð afi rétt í þessu...
Linda María dóttir mín var að eignast son rétt í þessu en kl. 13:54 fékk ég eftirfarandi SMS skilaboð frá henni: "Erum komin uppá fæðingardeild og ætlum bara að slökkva á símum þar til barnið fæðist. Knús og kiss"
Kl. 19:56 komu síðan önnur "Fæddur er Bjarkason"
.. svo nú hlýt ég bara að fara að verða fullorðinn... Þetta er yndisleg tilfinning og ég vona bara að öllum heilsist vel en finnst ferlegt að hafa ekki meiri upplýsingar... Renni í bæinn og kíki á þessar elskur... Hafði bara engan nálægan til að samgleðjast með í augnablikunu svo þá er bara að níðast á ykkur bloggvinir góðir.
UPPFÆRSLA: Fæddist kl. 7:45 heilbrigður strákur, 18 merkur, 55cm. og með höfuðmál uppá 38cm. og náttlega alveg ÓTRÚLEGA MYNDARLEGUR eins og hann á ættstofn til. Var svo stressaður í kvöld að ég æddi í bæinn... á inniskónum... og gleymdi myndavélinni... svo ég verð bara að bæta inn myndum aftur.
Bloggar | Breytt 4.4.2007 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.4.2007 | 17:04
Misjafn smekkur...
Datt þetta í hug við lestur fréttarinnar... en ég var eitt sinn með setjara í vinnu sem gat verið ótrúlega orðheppinn. Einhverju sinni var hann að vinna auglýsingu fyrir Tæknival og á auglýsingunni voru myndir af allskonar tólum og meðal annarra bleksprautuprentari og geisladrif.
Verslunarstjórinn koma svo og kíkti á auglýsinguna og tók strax eftir því að textar höfðu víxlast á milli tækjanna. Hann spurði þá hlæjandi " Hvernig er það Reynir minn, þekkir þú ekki prentara frá geisladrifi... ég hélt að þú kynntir þér hvert það tækniunduir sem kæmi á markaðinn?" vitandi það að Reynir þessi hafði unnið á tölvu frá upphafsdögum hennar.
Reynir svaraði um hæl "Mér vitanlega hefur ekkert tækniundur litlið dagsins ljós síðan P-Pillan kom á markaðinn.
![]() |
50 merkilegustu tækniundrin valin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 16:36
Konur og fertugsaldur - Hættulegur kokteill?
Var hún á leiðinni í Ríkið? Þá væri lausnin, eins og svo margir jakkafatadrengjanna halda fram, að leyfa bara áfengissölu í verslunum... þá hefði þessi ógæfukona kannski bara getað nýtt sér heimsendingarþjónustu og sinnt blessuðu barninu heima, sýnu drukknari.
Eða var hún á leiðinni í leikskólann? Væru kannski ákveðnar málsbætur... allavega hefði þá barnið ekki þurft að vera í hennar umsjá það sem eftirlifði dags.
Eða var hún kannski bara ekkert á fertugsaldri? Það er helst að skilja á fréttinni að aldur þessara kvenna sé orsök vandræða þeirra.
![]() |
Ölvuð undir stýri með barn í bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 14:39
Auðvitað... nýta veturinn í þessi leiðindi
Svo er verið að tala um að við græðum ekki á því að fá erlent fók til landsins. Þarna er komin pólsk snilldarlausn á þessu garðstússi sem maður er eiginlega tilneyddur nauðbeygður í ... og þarf því að eyða dýrmætum tíma á þessum sjaldgæfu sólardögum sem eru í boði örfáar dagsbjartar vikur sem okkur er úthlutað hér á náranum.
Nýta veturinn í þetta og liggja svo bara og safna sortuæxlum sólardagana það er málið.
![]() |
Garðsláttur hafinn í Ólafsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 14:19
Vissu þau ekki af Ómari?

![]() |
DiCaprio og Knútur saman á mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 12:32
Æji... mig sem langaði í Aston Martin
Sumir fá bara aldrei það sem þá langar í í afmælisgjöf. Man eftir þessu þegar ég var yngri... langaði í einhverju sinni í fjarstýrðan bíl en fékk sokka... Hinsvegar óx maður uppúr þessu um fermingu eða svo en því er ekki að heilsa með Murphy kallinn...
Undarlegt þetta Hollywwod hyski... helmingurinn þvælist útum allar trissur og ættleiðir hvar það finnur krakka á lausu en restin vill ekki sjá börnin sín.
Hvað þetta tilfelli vaðar þá getur kallgarmurinn líka bara dokað þar til krakkinn eldist... ef hann reynist ótrúlega leiðinlegur, með offitufóbíu og heldur að hann sé fyndnari en allt á byggðu... ja.. þá er hann þinn Eddie minn!
![]() |
Mel B orðin léttari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 12:17
Hvor er í raun fatlaðri?
Það eru akkúrat svona drullusokkar sem ég á við þegar ég er að tala um fólk sem hafi fyrirgert rétti sínum til mannlegs samfélags. Burt séð frá þjófnaðinum jafn viðurstyggilegur og hann er í þessu tilfelli.. hvað varð þá um að níðast ekki á minni máttar...
Erum við foreldrar nútímans kannski hættir að predika þetta gamla sem hamrað var inn í mann nánast með móðurmjólkinni. Aldrei að níðast á minni máttar en vera honum til varnar hvar sem þurfa þætti.
Vona að Kristjáni heilsist vel.
Það jákvæða er þó að Lögreglan kom samdægurs. Hálftími? Ég meina... er ekki lögreglustöð þarna nánast í göngufæri?
![]() |
Barinn og rændur í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2007 | 11:57
Slegist um lausaleiksorm og nokkra dollara
Æ þetta er svo lengi að líða
Með ljósanna lokka
hún lagðist af þokka
í leyni og fékk sér að "reykja"
![]() |
Verður hulunni svipt af barnsföður Önnu Nicole Smith? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar