Leita í fréttum mbl.is

Ísland er gjaldþrota - Fósturforeldrar óskast

Þeir aðilar sem ekki eiga fyrir sínum skuldbindingum eru gjaldþrota.(Davíð um bankana)

Ísland er því í raun, samkvæmt hans eignin kennngum gjaldþrota, og sjálfstæði landsins þar með fyrir bí.

Breska ríkisstjórnin hyggst fara í mál við Íslenska ríkið upp á margföld ríkisfjárlög. Flreiri þjóðir munu koma í kjölfarið. Yfirlýsingar um að ríkið ætli ekki að standa við lagalegar skuldbindingar sínar í útlöndum jafngildir þjóðagjaldroti og brátt hlaðast ábyrgðir vegna enn fleiri íslenkra banka erlendis, í þann pakka.

Við höfum verið sjálfstæð síðan 1944 en nú er svo komið að það eina sem getur bjargað okkur væri það að einhver þjóðin gæti hugsað sér að ættleiða krógann.Blush 


mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Bretar myndu tapa málinu fyrir Alþjóðadómstólnum, það er borðliggjandi. 

Í mörgum niðurstöðum alþjóðlegra dómsstóla, þ.á.m. Alþjóðadómstólsins, hefur 'necessity' verið talin viðurkennd forsenda þess að ríki sæti ekki ábyrgð. Þessi regla er fyrir löngu venjuhelguð, þó hún sé að sjálfsögðu matskennd, þ.e. hvað telst vera nægilegt 'necessity'.

Ég, svona prívat og persónulega, myndi telja yfirvofandi þjóðargjaldþrot nægilega ástæðu til að grípa til aðgerða án þess að baka ríkinu ábyrgð.

Aðalheiður Ámundadóttir, 8.10.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ættleiðingarferli tekur langan tíma... skyldum við ekki vera komin upp úr þessu þá ?

Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Elsku steini minn, nú er verið að taka til hjá okkur, enda löngu tímabært. Nú er bara að standa saman og elska hvort annað

Kærleikskveðjur Vibba

Vilborg Auðuns, 8.10.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Alla - Ertu enn sama sinnis?

@Ninna - Ég er að hugsa um að doka bara eftir nýju foreldrunum

@Vibba - Nei meðan tilbeiðsla sjálfstæðismanna á Davíð Oddson er enn til staðar gerist ekkert. Honum hefur nú tekist með einum Kastljósþætti að koma á milliríkjadeilu við Breta... Koma Kaupþingi í þrot og það ofan á allt svínaríið sem hann hefur kallað yfir okkur með hryðjuverka stýrivöxtum og annarri óáran.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Vilborg Auðuns

Ég er nú ekki að tala um að þú þurfir að elska Davíð.......það má alveg sauma munninn á honum saman og loka hann inni......... svo hann geri ekki meiri skandal af sér þessi elska.

Kærleikskveðja Vibba

Vilborg Auðuns, 9.10.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 203049

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband