Leita í fréttum mbl.is

Lögfræðingur á ógleðisstillandi eða launsonur Munchausen

Greint hefur verið frá því að piltur sem situr í fangelsi í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, fyrir að skipuleggja fjöldamorð í skóla sínum, hafi átt tölvupóstsamskipti við finnskan táning sem varð átta manns að bana í skotárás í skóla í Jokela í Finnlandi . Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

J. David Farrell, lögfræðingur hins fjórtán ára Dillon Cossey, staðfestir að piltarnir hafi verið í sambandi eftir að Cossey var handtekinn og segir Cossey sleginn yfir því að maður sem hann hafi verið í sambandi við hafi framið annað eins ódæði. Þá segir hann samskipti piltanna hafa snúist um sameiginlegan áhuga þeirra á ákveðnum tölvuleikjum og netsíðum.

Dagblaðið The Times of London greindi frá því í gær að piltarnir hefðu kynnst í gegn um minningarsíðu á netinu um Eric Harris og Dylan Klebold, sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum í Colorado árið 1999.

Þessi Cossey á samúð mína alla... aumingja dregurinn.... það er sama hvað hann reynir... allt mistekst... klúðraði því að geta framið fjöldamorð sjálfur... og ofan á allt annað þá tókst honum ekki að koma í veg fyrir það að sá finnski framkvæmdi sitt voðaverk... enda gersamlega grunlaus um að það vekti fyrir þeim finnska... eða þannig.

Dettur einhverjum öðrum en lögfræðingnum hans í hug að það sé vitglóra í þessari matreiðslu? Annað hvort er lögfræðingsaulinn sá trúgjarnasti "ever" eða þá að hann er launsonur Munchausen.


mbl.is Auvinen átti samskipti við fangelsaðan bandarískan táning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég veðja á Munchausen

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

voðalega er þetta óhuggulegt. Djöfull er til mikið af andlega vanheilum ungmennum ''out there''. Og enginn virðist taka eftir neinu fyrr en allt er komið í óefni.

Vona að fjármagn inn til BUGL verði aukið allverulega svo við séum í aðstöðu til að sinna okkar fólki fyrr í ferlinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sammála ykkur báðum...

Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 203070

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband