8.5.2007 | 01:24
Var það nokkur hótunin....
Ég meina... hefur virkilega einhver áhuga, utan frambjóðenda Fransóknar, að flokkurinn verði lengur við völd? - Ég hef allavega ekki hitt neinn árum saman sem er þeirrar skoðunar, nema ef vera skyldi Lalli vinur minn sem segir gjarna: "Við erum risa smáir"
Mér segir svo hugur að Jón formaður fái þá pólítísku grafskrift að hafa verið sá maður sem styst var í formennsku Framsóknar. Held hann þurfi ekki nema svona 50 sjónvarpsauglýsingar í viðbót til að ganga af flokknum dauðum.
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:51
Hvort rændu þeir bankann eða ekki?
Fjórir menn reyndu fyrr í kvöld að ræna skiptibanka í verslunarmiðstöð í Kista í norðurhluta Stokkhólms. Þeir voru vopnaðir og flýðu í bifreið með eitthvað af lausafé með sér.
Kannski hafa þeir alls ekkert rænt bankann heldur voru bara með restina af aurunum sem þeir fengu útborgað um mánaðarmótin. Hverjar skyldu heimildir mbl vera?
![]() |
Ránstilraun í verslunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:43
Jæja ekki varð sjálfstæðinu að óskum sínum...
Gott að heyra að Ólafur er að braggast. Manni hefur oft skilist á sjálfstæðismönnum að það eina sem þá vantaði væri lögformleg sönnun þess að eitthvað væri að forseta vorum... nú eða þá að stjórnarskráin væri hálfónýt. Allavega er nú kominn úrskurður um annað atriðið.
Verðum svo bara að vona að stjórnarskránni heilsist þokkalega líka.
![]() |
Forseti Íslands útskrifaður af sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 00:37
Hefði ekki verið nær að láta Jón Magg senda skeytið?
Skilst að sá franski passi eiginlega betur í Frjálslynda flokkinn....
![]() |
Forsætisráðherra sendi Sarkozy heillaóskaskeyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 00:32
Þeir fá seint pulitzerinn á mbl.is

![]() |
Ökumaður mældist á 145 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 14:51
Auminginn hennar Kate Moss
Bráðfalleg beinasleggja
brasast með aumingjann sinn
Og milli langra leggja
lóðsar hún ræfilinn innPési svo par þunnur hamast
hristist í fráhvörfum títt
Kata af karlinum lamast
og kyssir hann ofurblíttÍ bólinu ertu sko bestur
blessaður Doherty minn
Og hér ætið aðfúsugestur
með Oh my God gandinn þinn
Höf: Ókunnur
![]() |
Doherty í klandri á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 21:50
Djúsopið víða og dópnebb' í stíl.
Djúsopið á henni druslulegt er
og dópnebbinn, allt er við sama.
Augun svo empty að ferleg' hún fer
útlimakætin í taugar á mér
treggáfuð... öllum til ama.
![]() |
Fangelsisdómurinn mun líklega auka vinsældir Parísar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 22:46
Mig rámar nú í próflausa mótorhjólalöggu hér heima
Ef minnið svíkur ekki þá var einhverntímann þegar ég var ungur að hjóla, próflaus mótorhjólalögga á Akureyri. Reyndar hafði hann ekki bílpróf heldur en hvað um það.
Þetta var liberal náungi sem til að mynda fékk að prófa hjól hjá okkur strákunum, í skiptum fyrir Motoguzzi lögguhlunkinn sem hann hjólaði á þetta sumarið, en gat ekki keyrt á afturdekkinu á(prjónað), þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MóJó vinur okkar var reyndar ekki endurráðinn.
![]() |
Próflausir strætóstjórar á Sikiley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 21:33
Aumingja Kiki... alltaf blankur...
Ok ég et svo sem skilið að ég fái aldrei þann stóra í Háskólahappdrættinu og jafnvel í DAS þar sem ég á í hvorugu happdrættinu miða... en ég er sko áskrifandi að lottóinu... fyrir heilar 800 krónur á mánuði svo það er náttúrulega engin sanngirni í því að ég hafi ekki fengið þennan vinninginn.
Það munaði svo sem ekki miklu... Ég var með einn réttan.
Sko ef röðin hefði verið 3, 7, 14 ,21 ,27 í stað 6, 14, 24, 25 og 30 ja þá ...
Til hamingju með vinninginn og verði hann þér til allra heilla!
![]() |
Fékk 21 milljón í lottóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 20:46
Hélt að verið væri að tala um þessa á álfelgunum
Þessi ríkisstjórn hefur alveg frá byrjun verið með hjálpardekk, og þau eru farin að losna.
Manni sýnist í fljótu bragði vera um sömu vandamál að ræða. Að vísu eru það öryrkjar og aldraðir sem eru fangarnir sem pyntaðir eru hér... og svo sleppa Kanadamennirnir öruglega við helmingaskipta systemið og alla spillinguna og ógeðið sem fylgt hefur því dæmi öllu saman ásamt því að búa við stöðugara verðlag, lærri vexti, verðtryggingarleysi og eitt og annað smálegt sem þykja sjálfsögð mannréttindi annarsstaðar en hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar