9.5.2007 | 08:37
Hann hefur verið farið að langa að skjóta einhvern.
Bara að henda í karlinn einhverju vopni og nýta reynslu hans...
![]() |
Dick Cheney í óvænta heimsókn til Íraks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 08:21
Væri ekki nær að spá sumarbústöðum sunnanlands...
Ég sem ætlaði að fara að skrúbba annan sólpallinn og svona rétt að kíkja á bílskúrinn en hann hefur verið fullur af rusli í allan vetur, eitthvað sem er GERSAMLEGA ÓÞOLANDI. En svo er það þannig að þegar veðrið er gott er ótækt að vera að standa í einhverjum leiðindum og þegar það rignir er ekki hundi út sigandi svo þetta er eilíft "Catch 22".
Ég er því eins og auðnuleysinginn, í sögu Erskine Caldwell minnir mig, sem fannst betra að liggja í sófanum en að hafast mikið við. Síðan lak þakið á kofanum og kerlingin nöldraði um að kallinn kæmi sér upp að þétta kvikindið. En hann svaraði því til að ekki væri hundi út sigandi. Nú síðan stytti upp og þá fannst kerlunni kominn tími til að framkvæma en þá sá bóndi ekki ástæðu til... enda engan leka að sjá.
![]() |
Skúrum spáð sunnanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 00:56
Partý á Siglufirði
Hvernig hagar ungdómurinn sér eiginlega í dag... Þetta var ekki svona þegar ég var...
Ég man eftir smá gleðskap á Sigló þegar ég var yngri, Þetta var nú reyndar fyrir tíma internets og gemmsa... en einhver ógæfuhjónin höfðu skroppið til Spánar og eftirlátið ungviðinu íbúðina í einar 3 vikur. Nú ég man að einhver gestanna breytti pelsi húsmóðurinnar, sem skiljanlega hafði skilið hann eftir, í mittisjakka og fór sú aðgerð fram með skærum eigandans. Reyndar týndist jakkinn á ballinu en hvað um það.
Um nóttina var svo útbúin ommeletta á eldavélinn sjálfri þar sem sá elshússkápur sem opnaður var reyndist ekki innihalda pönnu. Seinna um nóttina fannst einum viðstaddra síðan algerlega brilliant hugmynd að mála einn strákinn sem lá áfengisdauða í stofusófanum. Var fundin til rauð olíumálning í bílskúrnum og kappinn kústaður að aftanverðu, bæði á baki og fótum... því enginn nennti að snúa honum...
Sátu menn svo og skemmtu sér við að hlægja að kappanum er hann vaknaði helþunnur og settist upp... og hélt að hann sæti í einhverju klístri svo hann færði sig stöðugt og stimplaði því Chesterfield-inn eins og hann lagði sig.
Mig minnir að ég hafi ekki verið í þessu partýi.
![]() |
Heimili Annie Lennox lagt í rúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 00:01
Vonandi sem lengst...
![]() |
Alex Ferguson: Giggs verður áfram í lykilhlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 23:57
Ekki byrja með upphróp um boð og bönn...
Það vona ég að þetta verði ekki til þess að einhver múgæsing verði og allir fari að tala um að banna öll trampólín og svo videre... Svona slys geta gerst en sem betur fer eru þau sjaldgæf. Pössum okkur því að fara ekki framúr okkur...
![]() |
Drengur lést í trampólínslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 23:51
Landroverarnir að svínbeygja Evrópusambandið
Þetta hlýtur að vekja vonir manna um að eftilvill sé hægt að koma einhverju til leiðar innan þessa bákns. Kannski hægt að halda veiðiheimildum á marhnút heima í héraði.
Gæti komið sér vel fyrir t.d Vestfirðinga, þegar kvótakerfið verður endanlega búið að ganga frá byggðunum vestra, sem gætu þá nýtt annars gagnslausar trillurnar í að skutlast með túrista nokkra metra frá landi og leyft þeim að dorga.
![]() |
Pint" af öli bjargað á Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 23:42
Eins og konur stunda ekki vændi "sjálfviljugar"... gista betlarar ekki fangaklefa "sjálfviljugir"
Sénsinn að betlarar hafi haft efni á því að skella sér í hópferð til Íslands af öllum löndum..
Nei þessu liði hefur sko verið sigað hingað af aðilum sem hefur eitthvað allt annað og meira í huga en að senda útsendara sína til að kynna sér náttúrufegurðina margrómuðu...
Það mætti segja mér að innan ekki alltof margra ára verði gaman að fletta uppí málflutningi Frjálslyndra frá því fyrir 2-3 mánuðum þ.e. meðan þeir enn þorðu að hafa sína skoðun á akkúrat þessari stöðu, og þá held ég að margur maðurinn komi til með að segja "Enda var ég sammála þeim"...
En kannski að herinn og lögregluríkið hans Björns Bjarna reddi þessu bara og ég hafi kolrangt fyrir mér...
![]() |
Gista sjálfviljugir í fangaklefum lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 23:32
Verður svindlað á seinustu metrunum?
Verður ekki ritarasonurinn skipaður daginn fyrir kosningar?
Skipun í aðra stöðu hefur einnig verið umdeild sökum þess hversu lítið hún var auglýst, það er staða aðstoðarríkislögreglustjóra. Einungis ein umsókn barst og segist fréttastofa Ríkissjónvarpsins hafa heimildir fyrir því að umsækjandinn sé sonur ritara Björns Bjarnasonar.
![]() |
Skipun í embætti ríkissaksóknara frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 23:29
Er með lausn á vanda kókabændanna
Hvernig væri nú að flytja út til Kólumbíu eins og helminginn af þenslunni hér heima og áður en varir verða athafnamennirnir búnir að kaupa upp allt gróðurland undir einbýli, ráðhús, parhús blokkir og annað íbúðarhúsnæði.
Og allir sáttir.
![]() |
Minni uppskera af kókaplöntum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 18:32
Ýmir... skrásett vörumerki
Alveg er það makalaust að mér skyldi ekki detta það í hug að skrásetja vörumerki Ýmir. Ýmir drekkur mjólk, er að vísu jafnvígur á kjöt og bein... og reyndar hefur hann þyngst talsvert...orðinn 44 kíló og heldur enn að hann sé kjölturakki... er meira en til í að láta klappa sér og reyndar orðinn svo latur að hann nennir ekki að klóra sér sjálfur... enda því skyldi hundur standa í því þegar hann á mann sem gerir það fyrir hann?
Ýmir er að vísu ekki hvítur en það er minnsta mál að láta aflita hann(enda vanir menn á Selfossi) Ætti kannski að skreppa með henn heltanaðan og aflitaðan til hormottanna í germaníu og athuga hvers virði hann væri þeim. - Nei held ég hafi hann bara eins og hann er... enda elskaður og seint metinn til fjár
Eru stjórnendur garðsins farnir að leggja á ráðin um hvernig þeir geti skilið á milli dýrsins sjálfs og vörumerkisins Knúts, sem garðurinn skrásetti. Þýskur markaðssérfræðingur sem CNN ræddi við sagðist telja markaðsvirði bjarnarhúnsins um 15 milljónir dollara.
![]() |
Knútur er ekki lengur krútt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 203526
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar