11.12.2008 | 02:32
Perufullur jólasveinn
Ég keypti perufullan jólasvein í dag og skellti í potthúsið. Hef verið að setja gluggaskreytingar í kertagerðina að undanförnu og fannst potthúsið eitthvað svo lítt jólalegt þar sem maður horfði á það útum eldhúsgluggann.
Mér leið eins og smástrák þegar ég var búinn að skella sveinka á plötu og festa í gluggkistuna. Minnti mig á gamla tíma frá Akureyri þegar maður labbaði inn í miðbæ, sem lítill gutti, til að sjá slík undur eins og upplýstan Sveinka og jafnvel jólasvein sem vaggaði höfðinu í einhverjum útstillingarglugganum. Gott ef það var ekki í Kristjáns bakaríi. Svo var þessi fína jólastjarna strengd yfir Hafnarstrætið og þá voru sko að koma jól.
Mér hefur einhvernveginn aldrei fundist þessar nútíma jólaseríur með litlu perunum vera raunverulegar úti jólaseríur. Það eiga sko að vera marglitar stórar perur í útiseríum. Punktur.
Það eru að koma jól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.12.2008 | 22:04
Blues dagsins
Er í boði Terry Robb
Aldrei er góður blues of oft leikinn...Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er með ólíkindum hversu "frétta"miðlar eins og RÚV eru að verða óþarfir. Þeir viðra svona rétt aðeins hvað er að gerast en virðast engu púðri eyða í að rannsaka og komast til botns í hlutunum. Fólkið í landinu á heimtingu á því að vita hvað er virkilega að gerast, hverjir standa sig í stykkinu og hverjir ekki.
Flesta daga koma fram vísar að þvílíkum hneykslum að miðlar annarra landa myndu umsvifalaust setja sitt besta lið í rannsóknarvinnu, og frekar en ekki fjölga mannskap en hjá t.d RÚV fékk t.d fréttin um aðgerðarleysi FME gagnvart bankastýrunni styttri umfjöllun en það ef belja ber 2 kálfum.
Að innlendar fréttir skuli ekki vara að lágmarki 1klst. á kvöldi sýnir best hversu áhuga,- og metnaðarlaus þessi vinna RÚV er.
Hver er aftur megin tilgangur ríkisjónvarps/útvarps? Er það ekki að upplýsa almenning og veita stjórnvöldum aðhald. Fjórða valdið - My arse! - Ja RÚV er greinilega valdslaus sjoppa með öllu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2008 | 17:43
Afsakaðu á meðan ég æli... og drulla!
Og nú á að selja okkur það sem eðlilegan hlut... að manneskja sem ekki er skárri í heimilisbókhaldinu en svo að hún veit ekki hvort hún skuldar 180 milljónum meira eða minna(og það í tæpt ár) sé hæf til þess að stýra banka? - Hversags endemis bull og siðleysi er þetta eiginlega.
Ef þú átt hlutabréf Þá fylgist þú með þeim t.d í heimabankanum þínum, þar sem þau koma fram en kannski gleymdist líka að úthluta henni aðgangi að einum slíkum.
Er öruggt að hún sé á launaskrá bankans?
Skammist ykkar!
![]() |
FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.11.2008 | 23:34
Lýsing á siðferði Samtaka atvinnulífsins frá fyrstu hendi?
Það er ekki geðsleg myndin sem Vilhjálmur dregur upp og er greinilegt að aðilar innan þessara samtaka ætla sér ekki þáttöku í uppbyggingu nýs Íslands.
![]() |
Mun stórskaða viðskiptalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2008 | 13:51
Blues dagsins...
Góða skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
13.11.2008 | 14:41
Ekki svo Dobri þakka þér fyrir...
Var að fá þennan fína póst frá TAL-i þar sem spurt er hvernig gangi hjá mér nýkomnum í viðskipti. Pósturinn er reyndar nánast óskiljanlegur fyrir eitthvað letur/code vesen en ofan á aþð allt þá hélt ég að eftir mín 5 eða 10 samtöl við þjónustuborðið þeirra þá hélt ég að það lægi nokkuð ljóst fyrir hvernig gengi.
Ferlið var á þessa leið... ég sá auglýstan pakka sem hentaði okkur og óskaði eftir því að þeir hefðu samband. Í símtali við sölumann þeirra sem hringdi litlu síðar... kom fram að þar sem ég væri hvort eð er hjá þeim(Hive) með netið myndi ég ekki verða var við flutninginn.
Heimaíminn er síðan fluttur(10 dögum seinna en lofað var) fyrir ca. viku og hófst þá lesturinn... Netið hætti að virka... og eftir samtal við TAL þá kom í ljós ég þyrfti að skipta um router og fá þar með nýja ip tölu. Nú ég sótti routerinn og tengdi, kom innra netinu í form en netið tollir afar illa inni og hef ég oftar á þessari viku aftengst netinu(þó það standi að vísu yfir stutt í hvert sinn) en samanlagt í nokkur ár þar á undan. Þetta er í "athugun".
Heimasíminn virkaði illa og suma dagana voru slíkir skruðningar, brak og brestir að samtölin byggðu að mestu á ágiskunum. Samkvæmt einu af samtölunum er þetta rakið til "einhvers vesens" í 2 símstöðvum og "það er meira að segja komnir erlendir sérfræðingar til að skoða þetta" Þetta er semsagt í "athugun".
Til að TAL-smenn njóti nú sannmælis þá hafa gemsarnir okkar hinsvegar virkað ágætlega.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.11.2008 | 11:13
Maður að meiri, en menn ættu fleiri
En nú er það stóra spurningin... sagði hann af sér af því að upp um hann komst eða nagaði samviskan svona illilega.
Svona bakstungur eru daglegt brauð í pólitík og málum er "lekið" til að koma höggum á andstæðinga... þó oftar en ekki séu þeir jú í öðrum flokkum.
Er eðlismunur á áframsendingu þessa bréfs og því að "leka trúnaðarupplýsingum"?
Já þetta er löglegt en siðlaust athæfi... en lekinn er lögbrot og siðlust athæfi.
Hinsvegar hugnast flestum þessi aðgferðarfræði síður og þar liggur Bjarni grafinn.
![]() |
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 23:55
Auðvitað skítajobb... en einhver verður að vinna það...

![]() |
Áframsendi gagnrýni á Valgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2008 | 23:50
Hells Angels...

![]() |
Fulltrúar breskra sveitarfélaga á leið til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 203406
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar