Leita í fréttum mbl.is

Býr Osama á Akureyri?

Skrapp norður á Akureyri í gærmorgun að fylgja föður æskuvinar míns til grafar. Lenti um 10 leytið í gærmorgun og Villi, vinur minn að norðan, hafði skilið eftir bíl á flugvellinum svo ég væri nú ekki lens í Heiðardalnum. Auðvitað mundi ég ekkert hvaða númer var á bílnum hans... og þar að auki hafði hann endurnýjað frá því ég var síðast fyrir norðan svo ég var ekkert í of góðum málum með að finna kvikyndið. Sá samt einn líklegan og reyndi að opna hann.... en hann brást hinn versti við og flautaði eitthvert helvítis hátíðnihljóð á mig. Ég gekk greiðlega á braut...

Auðvitað fann ég svo bílinn og burraði inn í bæ svona til að skoða fornar slóðir. Mikið óskpalega brá mér að sjá hrópandi smekkleysið sem virðist vera orðið landlægt í skipulagsskortinum nyrðra. Þetta ómenningarhús, ásamt heimskustu framkvæmd ever... þ.e þessum slysavarnarhjalli... er gjörsamlega búið að eyðileggja alla möguleika á því að gera Strandgötuna að þeirri perlu sem hún átti svo sannarlega möguleika á því að verða. Þar hefði átt að setja upp smábátahöfn, flotbryggjur og setja fallega lágvaxna "Nýhafnar" byggð. En nei nei... þeir smella þessum ógeðslega steypuklump þarna og eyðileggja í leiðinni einnig ásjónuna til norðurs þegar komið er inn í bæinn að sunnanverðu.

Er Osama kannski yfirmaður á Tæknideildinni? 

Mér finnst alveg orðið spurning hvort ekki ætti að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem ráða sig til skipulagsyfirvalda og tæknideilda...að þeir væru í það minnsta ekki blindir. Ég veit að fatlaðir hafa forgang til vinnu en það hlýtur bara að mega gera einstaka undantekningar í þessum tveim deildum bæjarnins.

Flottasta byggingarsvæði bæjarins ofan Krossaness er svo nýtt undir bílasölur batterý og brotajárn? Hver leyfði blokkirnar á Baldurshagatúninu? Hver gaf grænt ljós á blokkirnar við Mýraveginn? Hver gaf út leyfi fyrir blokkarógeðinu í miðbænum og hvaða gálagahúmoristi hannaði Naustahverfið( sem mér var reyndar bent á að hætta mér ekki vegakortslaus inní)?

Svo er verið að tala um að tíðni hryðjuverka sé há í Írak?

Ja það er eins gott að Bush er ekki gamall AkureyringurFrown

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú hefur margt til þíns máls minn ágæti.

Páll Jóhannesson, 13.4.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Alveg sammála,þetta lið virðist hafa fengið prófskírteinið úr cocopuffs pakka.

Birna Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 02:33

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steini minn skil þig vel og er sammála. Ég vinn á nokkrum heimilum í Naustahverfinu og það er ekki einu sinni fyndið hvað það er mikið klúður.... Menningarhúsið... ætla ekkert að ræða það sko....  Þetta með Cocopuffs pakkann er alveg rétt !

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 05:27

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær pistill

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 203120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband