Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Bestu kaupin

kolli_klippturÞegar við Helga mín byrjuðum saman var fjárhagur okkar ekkert of góður. Við bæði öryrkjar og með 5 börn heima, ég hafði enn ekki mikla vinnu eftir að vera nýfluttur að norðan(var þar seinast í vefsíðu- og auglýsingagerð og tölvuvinnu allskonar). Við ókum í hverjum mánuði til Reykjavíkur og keyptum alla pakkavöru til mánaðarins á einu bretti í Bónus eða Nettó og þurftum virkilega að hugsa um hverja krónu.

Og einhverju sinni sátum við í bílnum fyrir utan Heimilistæki í Reykjavík og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að spandera í hárklippur sem kostuðu tæp 4 þúsund. Við ákváðum að slá til og kaupa klippurnar, og þurftum að réttlæta það fyrir okkur með sparnaði við klippingar á yngsta stráknum.

Þessar klippur hafa reynst frábærlega og enn er guttinn klipptur með þeim og hefur verið í tæp 10 ár. Reyndar hefur pabbinn líka verið klipptur með þeim seinustu árin og fleiri reyndar notið þessara hárklippa, og þar af leiðandi er ég með þær nokkuð reglulega í höndunum. Alltaf þegar ég handleik klippurnar finnst mér ég ríkur. Ekki bara af fjölskyldunni minni heldur líka veraldlega. Þær minna mig á erfiðari tíma og því fyllist ég alltaf sama þakklætinu við þessa snertingu.

Ég held í sannleika sagt að þessar klippur séu einhver bestu kaup sem ég hef gert um dagana.


Þetta var svona hjá okkur Helgu líka

Giftum okkur 2004 - Man reyndar ekki dagsetninguna í fljótu bragði og kannski er ég að rugla saman páskunum og þessu æfingapartýi en hvað um það. Franski kastalinn var reyndar sýsluskrifstofan í okkar tilfelli en alveg þokkalegasta hús.

Hér neðan við eru svo myndir sem voru teknar af okkur klukkustund fyrir þetta brúðkaup aldarinnar.

helga

 

Helga að skvera sig en hún var agalega falleg þennan dag eins og alla.

 

 

 

 

steini

 

Steini að lesa blöðin enda ekki lengi verið að skella sér í sturtuna og hendast í svartan bol. Spurði reyndar Helgu hvort ég þyrfti í skyrtu en svarið var: Nei endilega vertu í bol en mér þætti voðalega vænt um að þú slökktir á gemmsanum á meðan á athöfninni stendur. Topp kona Helga.


mbl.is Eva Longoria og Tony Parker gifta sig 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð fyrir hnjaski...

Sannfærandi texti: 

Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur, að áverkar, sem ollu andláti karlmanns um borð í ferjunni Norrænu á síðasta ári, hafi að öllum líkindum stafað af umferðarslysi, sem hann lenti í skömmu áður en hann fór um borð í skipið og hnjaski sem hann varð fyrir um borð. Ekki verði þó fullyrt um það svo óyggjandi sé....

Og úr krufningarskýrslunni... 

Segir þar að slík blæðing geti verið síðkomin og gerst nokkru eftir slys. Áður en slík blæðing verði geti einkenni verið lítil eða engin svo að jafnvel vanur læknir nái ekki að greina neitt óeðlilegt... Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir, að ekki sé óvarlegt að álykta af atvikum við slysið, að högg hafi komið á kviðinn þrátt fyrir að ökumaðurinn hafi verið með bílbeltið spennt. Sennilegt sé að bandvefshylkið hafi svo sprungið við byltu um borð í ferjunni.

Hvernig skyldi skýrslan hafa litið út...? 

Dánarorsök: Varð fyrir hnjaski(eða ekki)

Fh. RANNSÓKNARNEFNDAR UMFERÐARSLYSA...

                         Jón Dó


mbl.is Andlát manns í Norrænu má líklega rekja til umferðarslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og bleyja á snúru

Jóhanna skrifaði meðal annars í pistli á heimasíðu sinni í júní í fyrra að linnulaus áróður bankanna gegn Íbúðarlánasjóði væri að bera árangur og það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin telji það mikilvægt til að slá á verðbólguna að lækka lánshlutfall úr 90% í 80% og lækka hámarkslánin um 1 milljón. Bankarnir væru þeir einu sem græddu á þessari aðgerð,

„enda trúi ég því að bankastjórar og eigendur bankanna hafi opnað kampavínsflösku og tekið bakföll af hlátri yfir því hvernig þeir eru búnir að plata stjórnvöld og hafa að fíflum."

Síðar í pistlinum skrifaði Jóhanna:

„Þessi aðgerð er því illa ígrunduð og mun ekki hafa tilætluð áhrif til að slá á verðbólguna, en aftur á móti bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Sú spurning er æpandi hvers vegna ríkisstjórnin og Seðlabanki beina ekki spjótum sínum í meira mæli að bönkunum í stað þess að leggja Íbúðalánasjóð sífellt í einelti."

Þetta rímar ansi vel við blogg mitt frá í gær: FULL SEINT Í RASSINNN GRIPIР


mbl.is Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls fyrir ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstefna dauðans...

Mer finnst þessi 'stefna' hafa verið allsráðandi síðan ég eignaðist bíl 1973 eða svo... svo hér er eiginlega verið að lýsa náttúrulögmáli en ekki verðhækkun á besníni.
mbl.is Stefnir í hækkun á bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn mega nú misstíga sig...

pete_dohertyÞessi dáðadrengur, sem er annars stakur reglumaður, með allt sitt á þurru, efnahagslega sjálfstæður og farsæll í hverju þvi sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, hlýtur að fá fyrirgefningu frá Kate...

Mikið rosalega hlýtur Kate að vera glöð í París.... Loksins laus við ómagann.


mbl.is Kate Moss flýr frá Pete Doherty
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS...

Eins og það var nú mikill hjónasvipur með þessum elskum... bíddu hvaða lið er þetta eiginlega?

Og hvað kemur þessi gjörð tímasetningu aðalstignarinnar við? Hefði alveg eins getað staðið viku eftir að Sir Salman lét skoða kameldýrið...


mbl.is Skilnaður í kjölfar aðalstignar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir og eftir Photoshop Part II

0_Pamela-AndersonPamela Anderson - Heill þér hálf áttræðri!

 

 

 

 

 

1_Renee-Zellweger

 

 

 

 

 

 

4_Lisa-Kudrow

 

 

 

 

 

 

5_Julia-Roberts

 

 

 

 

 

 

10_Cameron-Diaz

 

 

 

 

 

 

Og svo eru hér nokkrar Fyrir....

arquette_splash

 

 

 

 

 

 

 

diana_ross 

 


Fyrir og Eftir Photoshop

Hér er vídéó sem sýnir glöggt hveru lengi er hægt að redda þessum gellum sem eru kannski akki alfullkomnar fyrir.

 


mbl.is Pamela Anderson fertug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei

iraqi_humveeÞað var nú sannarlega gott að þessir við skrifborðin í Washington áttuðu sig á því að Humvee-inn þyldi ekki jarðsprengurnar. Þurftu reyndar ansi margir að láta lífið til að sannfæra þá...

...en það eru þá ekki fyrstu tilraunafórninar sem þessir herramenn hafa staðið fyrir.


mbl.is Bandarískir hermenn fá betri bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband