Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
5.7.2007 | 08:52
Talið er að viðkomandi sé utanbæjarmaður
Mínir menn í Heiðardalnum gera ekki svona...annars bendir lýsingin svo sem til þess að um 'innanbæjarmann' sé að ræða þar sem Norðanmenn eru hraustmenni og miðað við lýsinguna mætti halda að kappinn hefði haldið á fartölvu, monitor, server, prentara, turnkassa og 3 flökkurum.
Segi nú bara svona. Gott að kauði var gripinn
Gripinn glóðvolgur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2007 | 02:39
Hrista staurinn bara...
Klifraði í tvígang upp í ljósastaur í sjálfsvígshugleiðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 21:37
Þvílíka reddingin
Velferðarráð segist hafa ákveðið að koma til móts við gagnrýnisraddir íbúa í nágrenninu með því fækka heimilismönnum um 2, heimilismenn verða því 8 en ekki 10 eins og áður var gert ráð fyrir.
Þetta reddar málinu alveg fyrir á sem á annað borð ekki vilja slíka stofnun/heimili í hverfið. Við okkar sem ekki búum þarna hneykslumst gjarnan á þeim sem eru á móti þessu en mér finnst báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls.
Fyrir þá sem eru á móti,,, finnst mér nokkuð vega að þarna eru tómar sambyggingar og því ekki samanburðarhæft við hefðbundin einbýlishús og í raun líkara almennum fjölbýlishúsum en sérbýli. Það þætti sjálfsagt ótækt að setja slíkan rekstur inn í nýja blokk í Skuggahverfinu... eða hvað?
Skildu þessir tveir verða útundan?
Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 17:26
Nígeríukrimmarnir klikka ekki
Ef þeim tekst ekki aðfá mig til að þvo fyrir sig nkkra milljarða þá hefna þeir sín og hækka fyrir mér bensínið. Ég meina þvílíka ónýtið þessi olíumarkaður
Ástæðan fyrir verðhækkuninni var einkum fréttir frá Nígeríu um að uppreisnarmenn á olíuvinnslusvæðunum við ósa Nígerfljóts hefðu rænt fimm útlendingum í morgun.
Sko hér er planið.. ég hringi og sem við miðlara um ágóðahlut... hringi þar næst í Oka Nabu Aki í Nígeriu og bið hann að ræna nokkrum útlendingum eða allavega láta þá sögu berast út... Doka svo dagpart. Hætti svo fljótlega að blogga eftir að ég er fluttur til Bahamas
Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 17:13
Er nýr hryðjuverkasími frá Motorola kominn á markaðinn?
Talsmaður Motorola í Peking sagðist vita af slysinu en taldi mjög ólíklegt að símanum væri um að kenna, hann taldi að trúlegast hefði maðurinn notað ódýra eftirlíkingu af símanum eða rafhlöðunni.
Þetta heitir að redda sér fyrir horn - Varist eftirlíkingar!
Nú þarna er svo kannski komin skýringin á því af hverju ég er búinn að klára þrjár HS-850 blátennur frá Motorola, jafn heitfengur og ég er nú.. en samkvæmt fréttinni er of mikill hiti talinn hafa orsakað sprenginguna hjá þeim kínverska.
Maður lést er farsíminn hans sprakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 16:55
Ofnotkun á orðinu fjöldi og styttingar á orðinu afbrot
Er ég sá eini sem finnst þetta orð, fjöldi, ofnotað eða bara rangt notað? Varla hefur blessaður maðurinn verið dæmdur fyrir fjöldann sem slíkan. Hann var dæmdur fyrir mörg (af)brot eða jafnvel fjölda mörg (af)brot. Og hvað réttlætir styttingar á orðinu afbrot? Varla plássleysið.
Mér finnst eins og lesa megi útúr hausnum að hann hafi verið með ranga tölu á glæpunum... Sorry vinur... þú framdir 10 afbrot... óheppinn! 9 eða 11 hefðu sloppið.
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 16:45
En skyld'nn verða dæmdur í meðferð?
Maður sem skaut á konu á Hnífsdal áfram í gæsluvarðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 16:38
Glæsilegur árangur
Finnst alltaf dálítið aumt að nota orðið gervi - í sambandi við greind. Ég sel reyndar gervihnattabúnað eða réttara sagt búnað til móttöku á sjónvarpsefni um gervihnetti... (lipurt á áskæra ylhýra)en hvað um það. Mér finnst orðið gervigreind verðfella þetta svið tölvutækninnar.
Gervigreind er orð sem ég notaði oft um mannvitsbrekku eina sem ég þekkti fyrir margt löngu og dettur gjarnan "brekkan" í hug þegar ég les eða heyri orðið. Kannski er þar skýringin.
Annar finnst mér svolítð sérstakt að sjá það 'á prenti' að 40 forrit hafi tekið þátt í keppninni? Kannski er þetta engin gervigreind eftir allt saman.
Íslenskur hugbúnaður sigrar í gervigreindarkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 16:25
Hver dæmdi dómstólinn?
Dómstóll í Manchester á Englandi hefur verið fundinn sekur um brot gegn hryðjuverkalögum með því að safna upplýsingabæklingum frá hryðjuverkasamtökum og hlaða myndskeiðum af misþyrmingum og aftökum á gíslum niður á tölvu sína.
Hefði trúað því uppá kanana en ekki Landroverana...
Sakfelldur fyrir að safna hryðjuverkaefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 16:22
Vegagerðin - Vegaútgerðin
Hverjir 'reka' brýrnar á þjóðvegum landsins? - Hverjir 'reka' Þjóðvegi landsins.
Vegagerðin verður bara að fara í Vegaútgerð, manna skip og reka og þá er þetta vandamál líklega úr sögunni. (Geta örugglega fengið 'nýju' Grímseyjarferjuna fyrir litið.. Nei bíddu þeir eiga hana)
Svartsýnn á að samningar um Herjólf náist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Munu vinna dag og nótt við að hækka varnargarðana
- Yfir 14 þúsund manns kosið utan kjörfundar
- Víðáttumikil lægð suður í hafi
- Braut rúðu á lögreglubíl
- Andlát: Baldur Óskarsson
- Virknin stöðug í nótt
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna