Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
17.6.2007 | 02:23
Til hamingju
Komst í nett nostalgíukast í dag þegar ég rakst á mynd af gamla BSA Lightning hjólinu hans Heidda heitins í einhverju blaði. Man þokkalega eftir þeirri græjunni ...og oftar en ekki á afturdekkinu einu saman.
Hélt reyndar að Heiddi hefði átt um 20 hjól en ekki 50 eins og segir í fréttinni en það er aukaatriði.
Heiddi átti meðal annars eitt hjól sem ég átti fyrir margt löngu, Royal Enfield "39 módelið. Vonandi að það sé á sýningunni.
Svo er bara að vona að Joe Craze og félagar finni þessu safni gott húsnæði í heiðardalnum, svo maður geti litið við ef maður slysaðist norður eitt árið
Ath! Myndirnar eru ekki af hjólunum hans Heidda heldur sambærilegum hjólum
Tían sýnir á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 02:01
Ég hata viðhaldið mitt!
Var orðinn þreyttur á þriðju kynslóð plasthúsgagna í fyrra og spanderaði í viðarhúsgögn á aðalpallinn. "Eilífðareign og alltaf eins" var setningin sem lokaði dílnum. Eilífðar my ass. Er búinn að vera allan seinnipartinn að olíubera þennan fína sedrusvið sem var líkgrár eftir veturinn... dótið allt meira og minna sprungið og ekkert smá leiðinlegt að bera á þetta drasl. Það þarf að fara að finna upp eitthvað sumardót sem er klassý, viðhaldsfrítt, notalegt og er ekki segull á skít. Auglýsi hér með eftir alvöru uppfinningamanni/hönnuði.
Og heyskapurinn... Sko það var slegið í fyrradag eða daginn þar áður og þetta helv var orðið í ökla í dag. Auðvitað keypti maður einhvern tímann eina 6 hestafla með drifi og poka þannig að maður þyrfti þó ekki að ýta og raka... en þessi pokaaumingi tekur náttlega bara portion af grasinu svo maður stendur í stórræðum að handkrafla þjappaða slægjuna úr græjunni, kengboginn í tíma og ótíma.
Pallaefnið er svo sér kapítuli... svona ferlega laglegt rétt á meðan maður skrúfar þetta drasl niður og síðan gránar þetta allt og lítur út eins og fornminjar eftir eitt eða tvö ár. Hét því eftir þriðju pallasmíðina að setja þetta ónýti aldrei framar á pall og ætlaði sko að setja eitthvað varanlegt sem liti eins út að vori. Svo nú þegar stendur til að bæta við 4rða pallinum ætlaði ég sko að standa við stóru orðin og hringdi í Þ. Þorgrímsson til að kanna verð og annað... 6,500 kr. fermetrinn. Thank you very nice.
Maður spanderar sko ekki 6500 kalli í gólfefni á stofuna hjá sér.... En auðvitað er fullt af liði sem er jafnþreytt á þessu græna ónýti og ég en á bara heldur meiri peninga... En mér er sama þetta getur bara ekki verið eðlilegt verð fyrir 25mm plastefni.
Svo er það málningin... Þetta drasl sem manni er selt í dag veðrast á einu ári og þakskyggnin sem, ég málaði svona fallega hvít á potthúsinu í haust eru nú eins og þau hafi verið grunnuð með þynntum grunni...
Djöfull er allt að verða einnota í dag... eða kannski er maður bara að verða "too old for this shit"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2007 | 21:40
Meiri sjónmengunin...
Húðflúrmeistarar á nálum á Grand Rokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2007 | 12:55
13 ára gítarsnillingur .. að ekki sé meira sagt
...
http://www.youtube.com/watch?v=ATub40Npxik
Hérna er svo annar að vísu aðeins eldri en áhugaverð fingrafimi engu að síður
Held ég parkeri bara gítarnum.... for good
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 03:30
Djöfull er hún góð í reikningi
Formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir vanta um það bil 80 kennara í grunnskólana...
...Það eru 44 grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og því vantar að meðaltali um tvo kennara í hvern skóla samkvæmt lauslegum útreikningum Þorgerðar.
Ekkert smá seig að komast að þessu í lauslegum útreikningi...
Flótti hlaupinn í kennarastéttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2007 | 03:26
Millilenti hún?
Flugvél á leið til Íslands hætti við flugtak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 03:01
Stigið... Sigtryggur vann
Alveg er mér ómögulegt að geta verið umburðarlyndur þegar glíma er annars vegar. Hef stundum hugsað með mér þegar maður fær einhverjar íþróttafréttir í andlitið um glímu, og er svo latur að maður nennir ekki að teygja sig í fjarstýringuna, að ok einhverjir hljóti að hafa smekk fyrir þessu.
Hef samt aldrei kynnst neinum á lífsleiðinni sem hefur það, nema kannski tvíburunum í Mývatnssveit sem einokuðu þessa íþrótt í gamla daga. Mér varð nefnilega einu sinni á að ætla aðeins að "færa" annan þeirra, þar sem hann starfaði sem laganna vörður á balli í Skjólbrekku, og það voru mistök með stóru M-i. Það var ótrúlega einfalt fyrir þennan væskil að einhenda mér, sem þó vó á seinna hundraðið, í stórum boga og hafa mig undir.
Missti maður nokkuð þokkalega af því ballinu...
Konungsglíman rifjuð upp á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 22:00
Tengja gamla einræðisherrann með einum gulum og grænum
200 kall takk fyrir takk! - Hver andskotinn er að þér Davíð Oddsson?
Hverslags djöfuls siðblinda er í gangi hjá ykkur. Þú hefur aldrei unnið ærlegt handtak á hefðbundnum vinnumarkaði svo það myndi enginn fara að slást um þig og þína líka í vinnu svo varla geta það verið rök fyrir 200 þúsunda sjálftöku á mánuði.
Þú kannski manst eftir því félagi... að það þurfti að fara í mál við þig og þína ef til stóð að rétta hlut öryrkja um einhverjar krónur... En auðvitað hafa helvítis öryrkjarnir það svo gott fyrir að ekki var ástæða til að púkka uppá þá frekar.
Það skyldi þó ekki vera að löngunin í að komast upp fyrir Ólaf Ragnar í launum hafi firrt þig restinni af vitglórunni ef einhver var? Ja í það minnsta er jarðtengingin engin og innréttingarnar greinilega ódýrar.
Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.6.2007 kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 09:18
Margur verður af orðum Asni
...Þar er þó haft eftir Sigurgeiri Þorgeirssyni hjá Bændasamtökunum að þetta jafngildi ekki viðurkenningu á sekt í málinu.
..nei gamalaust.. þá ættu nú sumir að láta lengja á sér eyrun og hætta að villa á sér heimildir.
Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2007 | 00:52
Konan útskrifast loksins á morgun
Jæja þá er langþráður dagur að renna upp en á morgun föstudaginn 1.júní, kemur konan mín heim en hún hefur legið á spítala og síðan á Reykjalundi síðan 13. nóvember 2006. Sex og hálfan mánuð takk fyrir takk og er enn heil á geði:-). Rúlla og sæki hana í fyrramálið og ætlum að færa þessum elskum á Reykjalundi einhvern smá þakklætisvott í leiðinni fyrir topp umönnun og yndislega viðkynningu.
Ríkarður Flóki afastrákur braggast og allt gengur vel hjá þeim hjúum. Smelli inn myndum við tækifæri
Nú svo er stelpan okkar og kærastinn hennar, þau Kolbrún og Víðir í útskriftarferðinni sinni útá Krít(eru reyndar í Athenu þegar þessar línur eru skrifaðar). Þannig var að þau ætluðu sér alltaf að skreppa til Athenu og kíkja á helstu staði og ég hafði samband við viðskiptafélaga minn ytra, sem tók þau að sér og lánaði þeim neðri hæðina í húsinu sínu... lét sækja þau á völlinn við komuna til Grikklands og burra með þau um allar trissur, og ofan á allt saman þá sendi hann mér mynd áðan þar sem hann er, ásamt konu sinni úti að borð með krökkunum. Og textinn i mailinu var einfaldlega: Jelous?:-) - Svona gæjar eru náttlega baaara cruel...
En semsagt er á lífi og bara býsna ánægður með lífið en hef bara ekki haft tíma til að blogga.
Heyrumst kát!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar