Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
3.5.2007 | 22:58
Valentine's lost!
Geitabrúðurin öll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 18:31
Skarðshlíðinni allri lokið...
Vatnsleiðsla fór í sundur í dag við Skarðshlíð á Akureyri og rann talsvert ef vatni niður eftir götunni. Grafa þurfti í sundur lögnina við Smárahlíð og var götunni lokið...
Ég hélt að lögnin hefði verið sundur... þeir hafa kannski viljað tvítryggja það.
Vatnsleiðsla í sundur við Skarðshlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 14:33
Enn einn kartöflubóndinn
Árni flytur lögheimili í Þykkvabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 13:37
Umhvað snerist þetta Baugsmál aftur?
Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 01:56
Það er dýrt að fá sér pott
Inngangur - Rakst á blogg áðan þar sem höfundur var að minnast á að fá sér pott og datt í hug að innsetja comment en sá fljótt að það yrði full langt svo ég ákvað bara að innsetja bloggfærslu um sama efni. Og þar sem ég er ekkert of iðinn við að finna upp hjólið og kann ekki fingrasetningu tek ég efniviðinn út síðasta fréttabréfi okkar(des 2006), en við hérna á Fossheiðinni höfum haft það fyrir venju að gefa út veglegt fréttablað fyrir hver jól og senda út í stað jólakorta.
Engar framkvæmdir í sumar
Eftir að hafa staðið í stórræðum flest sumur ákváðum við hjúin að sleppa öllu slíku í sumar og myndum við bara láta múra í kringum bílskúrhurðina og mála suðurvegginn á húsinu. Hlökkuðu menn til aflappandi sumars
Heyrðu Helga mín...
Einhverntímann í apríl fór þó Steini að minnast á það við Helgu sína að henni alveg bráðvantaði heitan pott ... "svo gott fyrir giktina Helga mín..." Frúin tók frekar fálega undir þetta framan af en þar sem bóndinn hafði 2 árum áður byggt smá skans með pott í huga fannst henni náttúrulega ómögulegt að nýta ekki skansinn og því var farið að huga að pottakaupum. Helgu skildist helst á Steina sínum að þetta væri viðlíka fjárfesting og á meðal þvottabala enda væri ekki verið að hugsa um einhverja fullkomna rafmagnsgræju heldur einfaldlega að finna einhvern bala sem rúmaði þau hjónakornin svona á sumarkvöldum. Þetta varð upphafið að ferli sem Steini kallar:
Það er dýrt að fá sér pott...
Auðvitað sá Steini fljótt að skansinn var náttúrulega of lítill fyrir balann svo þeir félagarnir Steini, Auðunn, Tobbi og Víðir ákváðu að stækka skansinnn um einhverja fermetra. Þegar því var lokið smíðuðu þeir Auðunn og kannski aðallega Víðir myndarlegan átthyrndan pall undir snúrustaurinn og kallast hann Víðivellir eftir aðalsmiðnum.
Þá var komið að því að ákveða hvernig pott skyldi kaupa, þ.e hitaveitu eða rafmangspott... Fyrst hafði Steini samband við pípara sem leit við og sagði: Ja hvað sem þú ákveður þarftu allavega að skipta um hitaveitugrind. Sæll! Píparinn sendi svo einhverja undirtyllu sem skipti um allt rörakyns í vaskhúsinu ásamt nýjum forhitara og handklæðagrind og lagði síðan að nýjar lagnir að sturtuklefa svo maður gætið nú skafið af sér mesta skítinn áður en lagst væri í pottinn. Nú við urðum því að fara á stúfana og kaupa okkur sturtuklefa og koma honum fyrir ásamt því að brjóta upp rás í gólfið fyrir niðurfallið frá honum. Nú var vaskhúsið orðið eins og ríflega fokhelt og klefinn þar sem gamall þurrkari hafði áður verið svo því var ákveðið að smíða einhverja einingu utan um nýjan þurrkara sem fjárfest var í í leiðinni.
Auðunn hafði stuttu áður gefið okkur nýja þvottavél svo það var ómögulegt að klína uppað henni ónýtu þurrkarahrói. Steini og Auðunn smíðuðu svo forláta skáp utan um þessi tól og lyftu þessu upp í eðlilega hæð svo þægilegra yrði að ganga um þetta. Þessi samstæða leit svo vel út að Helgu fannst ómögulegt að setja ekki upp einhverja innréttingu í vaskhúsið í leiðinni svo það var farið í það hið snarasta að setja upp innréttingu líka.
Enn átti eftir að ákveða pottagerðina svo nú talaði Steini við rafvirkja um að hann kíkti á svæðið svona rétt til ráðlegginga og eins til að dæma um sverleika lagna ef rafmagnspottur yrði nú fyrir valinu.. Rafvirkinn mætti og sagði að hvað sem við ákveddum þyrfti allavega að skipta um rafmagnstöflu í húsinu. Sæll! - Undirtylla mætti og skipti um töfluna og einhverjar lagnir í leiðinni.
Nú í maí kom svo þvottabalinn á svæðið og reyndist hafa hækkað heldur í hafi, enda 2,2 metrar á kant og með einhverja 60 nuddstúta, legubekki ljósashow og hvaðeina. Þurfti stærstu gerð af krana til að hífa ferlíkið inn á lóðina og eina 5 fíleflda til að hnika honum á sinn stað þar sem kranaframlengingarnar þvarr.
Enn kom rafvirki og lagði svírasverar lagnir að pottinum og í leiðinni ákváðum við að setja aukatöflu í skúrinn svona rétt til að Helga fengi eitthvað rafmagn til sín útí kertagerðina líka. Nú potturinn var orðin staðreynd og svo kom í ljós að Helga lumaði á splunkunýju partítjaldi útí geymslu og var það sett upp utan um kvikindið.
Þannig að nú var Helga alsæl og pottuð og dáðist að vaskhúsinu í hvert sinn er hún gekk þar um en Adam var ekki lengi í paradís...
Heyrðu Steini minn...
Sko mér finnst nú varla hægt að vera með miklu flottari innréttingu í vaskhúsinu en í eldhúsinu. Sæl! Bóndinn varð að fallast á það að vissulega væri vaskhúsinnréttingin betur útlítandi en sú í eldhúsinu en fannst þetta nú hálfgerður óþarfi. Frúin teiknaði nú samt innréttingu enda sagði hún að "það kostaði ekkert sko að teikna hana"... og áður en varði voru Steini og Auðunn farnir að hreinsa út gömlu innréttinguna.
Nýja innréttingin lítur að vísu ansi skemmtilega út og er sannarlega ólíkt betri að ganga um enda hækkuðum við bekki með tilliti til okkar hæðar og settum skápa uppí loft svo þetta er allt annað líf. Steini tók þá ákvörðun að kaupa í innréttinguna ný tæki og klæða af ísskáp og uppþvottavél ásamt því að fella inn örbylgjuofn og bakaraofn og gáfum við krökkunum því gömlu uppþvottavélina og bakaraofninn en helluborðið var til nokkurra mánaða gamalt. Hinsvegar eru tæki og tól á öðrum stöðum svo það þurfti einn ganginn en að fá rafvirkja og láta fræsa fyrir nýjum lögnum og lítilli töflu enda eru þessi nútíma tæki rafmagnsfrekari en forverarnir og gömlu lagnirnar reyndust of grannar. Gott að eitthvað er grannt á þessu heimili annað en veskið eftir þetta sumarið.
Steini hafði tekið loforð af Helgu sinni um að fá að klára eldhúsið að öllu leyti áður en farið yrði að nota það svo þetta kláraðist nú örugglega en einhverra hluta vegna var þó eldhúsborðið dregið inn á gólf þegar enn átti eftir að kítta með fram bekknum, setja einn felulista og ganga frá sökklunum. Þegar þessar línur eru skrifaðar fjórum mánuðum seinna á einmitt enn eftir að ganga frá þessum þrem hlutum. Hmm!
Partýtjaldið fokið...
Það kom flótlega í ljós að partýtjaldið var ekki beint hannað fyrir íslenskar aðstæður og eftir að hafa þurft að sjóða saman festingar, hella vatni af þaki þess í tíma og ótíma(það rigndi nefnilega tvisvar eða þrisvar sinnum hér sunnanlands í sumar sem leið) þá fauk þetta í einhverju rokinu. Sáu menn nú í hendi sér að það væri alveg greinilegt að smíða þyrfti hús utan um pottinn svo nota mætti græjuna hvernig sem viðraði og eins til að vera laus við lúsaber, lauf fuglaskít, rigningu og annan óþverra. Sæll!
Enn hófust framkvæmdir... Og er nú risið 16fm potthús, panelklætt að innan og með plexiglerþaki og er það áfast við Soutfork þar sem Helga er með kertagerðina. Helgu minni fannst nú dapurt til þess að hugsa að það væri meira rými ætlað pottinum en kertagerðinni svo Steini réðst í það að byggja 9 fermetra samtengingu á milli Southforks og Gúlagsins, en Gúlagið hafði Helga einnig lagt undir sig og var kertapökkun og lager þar til húsa. Og þar sem viðbyggingin var náttúrulega einangruð og innréttuð sem verlsunar aðstaða varð að einangra og innrétta Gúlagið í leiðinni svo nú er Kertagerðin orðin í einu samfelldu upphituðu og glæsilegu húsnæði. Auðvitað þurfti einn ganginn enn að fá rafvirkja á svæðið og leggja í öll herlegheitin ný ljós, lagnir og tengla svo þetta er orðin hin besta aðstaða. Hinsvegar höfum við ekki haft tíma til að fara í pottinn nema 4-5 sinnum síðan í vor en potturinn blasir við er horft er útum eldhúsgluggann og sá Steini fljótt að matt og móðað glerið skyggði á glæsileika þessarar nýbyggingar og þvi var ráðist í það að skipta um gler í eldhúsinu frekar en ekkert.
Sjá menn nú næsta sumar í hyllingum og er Steini alveg harðákveðinn í því að láta nú loksins múra í kringum bílskúrshurðina og mála suðurvegginn, því blessuðum drengnum dugði nú ekki sumarið í sumar til að hafa sig í þær framkvæmdirnar. Hlýtur að vera dvergur í höndunum þessi maður... hann er svo verkasmár. Restina af næsta sumri hyggst hann síðan verja í pottinum góða. ... Já það er dýrt að fá sér pott
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 01:29
Óheppnir greyin að vera ekki á kvöldvakt..
17 urriðar veiddust á fyrstu vakt í Elliðaám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 01:21
Rafmagnið er ekki bilað...
Rafmagnsbilun á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 17:18
Af "innlendu bergi" óbrotinn...
Eins og segir í fréttinni þá var maðurinn "af erlendu bergi brotinn"
Sannarlega gleðilegt að hann brotnaði ekki á því innlenda.
Vinnuslys við Kárahnjúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2007 | 16:38
Skiptið um talsmann... eða blaðamann
,,Læknir okkar upplýsi eftir greiningu á ökklanum að Ballack þyrfti að fara í aðgerð þegar í stað. Það þurfti að spelka bein í ökklanum og ef það hefði verið gert strax hefði verið hætta á frekari skemmdum í ökklanum,"
sagði talsmaður þýska
knattspyrnusambandsins...
En hvað meinti hann? Mér er þessi málsgrein algerlega óskiljanleg...
Aðgerðin á Ballack var óumflýjanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 16:25
Ég myrti þær í Ipswich asnarnir ykkar
Við lestur haussins á fréttinni dettur manni fyrst í hug:
Hvar myrti hann þær þá?
Neitar að hafa myrt fimm vændiskonur í Suffolk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar