Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
9.4.2007 | 02:37
Snögg í hundana
Skyldi ekki eitthvað fleira hafa verið að hjá þessari elsku.
Sagan er í grófum dráttum þessi.
Klósettferð, lending, frægð, blaðaviðtöl, brottrekstur, blaðaviðtöl, útburður, blaðaviðtöl, götuvændi, sjálfsmorðstilraun sem reyndar mistókst eins og flest annað hjá þessari fyrrum flugfreyju og að lokum fleiri blaðaviðtöl.
Einhvernvegin segir mér svo hugur að þessari konu hefði tekist að klúðra lífi sínu þótt hún hefði aldrei hitt Ralph Fiennes...
![]() |
Ástarfundur í flugvél hafði slæm eftirköst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 01:09
Halló halló... var þessi kláfur ekki uppí harða landi?

![]() |
Skipstjóri farþegaskipsins sem fórst á Eyjahafi kennir hafstraumum um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 00:52
amm...
Þetta er náttúrurlega að verða fyndið....
Það skyldi þó alrei vera að niðurstaðan úr kosningunni um daginn yrði sú að í stað stækkunar hefðu Hafnfirðingar verið að kjósa yfir sig enn meiri lengju álvera þarna í bakgarðinum.
Allavega sáu bæði Jón Bréfaskóla og fleiri ástæðu til að hamra á því að stóriðjustop væri vondur kostur... Kannski stjórnarflokkarnir séu í stað stopps að hækka hámarkshraðann!
![]() |
Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 00:42
Þvílíkur brandari
Hvenig datt Bandaríjamönnum það eiginlega í hug að þeir gætu hrætt Írani?
Hef sagt það fyrr og segi það enn um þessa kalla í ameríkuhreppi að þar fer þjóð sem hefur síaukna reynslu af að tapa stríðum og gæti ekki einu sinni sigrað Hjálpræðisherinn í orustu... allavega ekki á yfirráðasvæði Hjálpræðishersins.
![]() |
Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:58
Máttur áróðursins er mikill
Þessi frétt er sannarlega lýsandi fyrir það áróðursstríð sem í gangi er í tengslum við innrásina í Írak. Menn skulu alveg átta sig á því að það er ekki vegna manngæsku, og eða til að verlauna þessa kappa, sem Breska varnarmálaráuneytið veitir þessa undantekninguna.
En þó er von fyrir stjórnvöld og varnarmálaráðuneytið að almenningur slái aðeins af í gagnrýni sinni á Blair og co allavega rétt á meðan hann veltir sér uppúr innihaldinu.
![]() |
Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:40
Ég líka...
Þvílík guðsgjöf að maður varð aldrei frægur, nema þá einstöku sinnum að endemum.
En miðað við myndina hérna til hliðar, sem tekin er þó af Hardin edrú þá skilur maður svo sem að hún sé ekki alltof spennt fyrir því að myndir sem teknar eru af henni kófdrukkinni séu í fjölmiðlum.
![]() |
Sarah Harding hætt að drekka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:30
Spurning með að senda Kaupþingi upptökuna?
Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku sem sögð var vera af Saifeddin Fulayh Hassan Taha al-Rawi, einum af fyrrverandi samverkamönnum Saddams Husseins sem enn hefur ekki náðst. Er al-Rawi þessi 14. á listanum sem Bandaríkjastjórn birti yfir eftirlýsta ráðamenn í Bagdad fyrir innrásina í Írak 2003.
Bandaríkjamenn hafa lagt eina milljón dala til höfuðs al-Rawi, sem var spaðagosinn í spilastokknum með andlitsmyndum 55 eftirlýstra manna sem Bandaríkin dreifðu í upphafi innrásarinnar.
Á myndbandinu sakar al-Rawi Bandaríkjamenn um að hafa beitt nifteinda- og fosfórsprengjum er þeir gerðu árás á flugvöllinn í Bagdad áður en innrásin hófst. Sjónvarpsstöðin segir að meira af viðtali við al-Rawi verði sýnt síðar.
Fannst það bara skylda mín að aðstoða þá Kaupþingsmenn við leitina að þessum hryðjuverkamönnum...
![]() |
Al-Jazeera birtir myndir af eftirlýstum samverkamanni Saddams |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:24
Hve fordómarnir skína í gegn
Við lestur "fréttarinnar" fer maður ósjálfráttt að hugsa til þess að svo rífist menn um það hvort birta eigi nöfn og myndir af sakamönnum sem framið hafa alvarlega glæpi.
Hér hinsvegar þykir sjálfsagt að lýsa neyðarlegum aðstæðum og birta kyn, nafn, heimili, þyngd og nákvæmar lýsingar á öllu sem hugsanlega hægt er í sambandi við þennan ólánsama einstakling... af því hann er feitari en gengur og gerist.
Maður sér í það minnsta sjaldan sagt frá því að 90 kg. karlmaður hafi verið sóttur á baðhergið heima hjá sér en þar hafi hann hnotið og ekki getað staðið upp. Maðurinn, sem heitir Stefán Pálson og býr á Akranesi hafi hringt á 112 og óskað aðstoðar... og svo famvegis...
"318 kílóa þungri konu var í síðustu viku bjargað út af baðherberginu í íbúð hennar í New Jersey í Bandaríkjunum, en til þess þurfti að nema á brott hluta af útvegg hússins og fjarlægja glugga.
Konan, sem heitir Pat Brown, hringdi í neyðarlínuna eftir að hún datt á baðherberginu og gat ekki staðið á fætur. Baðherbergið er á annarri hæð í húsinu.
Sjúkraflutningamönnum tókst ekki að hnika konunni úr stað og hringdu þeir á slökkvilið, sem sendi þrjá bíla og 25 menn á staðinn.
Eftir að slökkviliðsmennirnir höfðu sagað hluta úr útvegg hússins, tekið burt baðherbergisgluggann og vegginn undir honum, klósettið og ofninn, settu þeir konuna í björgunarkörfu og þannig var hún borin niður sérstyrktan brunastiga.
Tíu slökkviliðsmenn færðu hana síðan á börur og í sjúkrabíl sem er sérútbúinn fyrir mjög stórt fólk, og var henni ekið á sjúkrahús. Konan reyndist ekki hafa meiðst alvarlega þegar hún datt, en gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu...
Subbuleg fréttamennska... því aðgát skal höfð...
![]() |
318 kg konu bjargað af baðherberginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2007 | 12:34
Verður er verkamaðurinn launa sinna
"Bandaríski olíuforstjórinn Ray Irani hafði samtals sem svarar tæpum 27 milljörðum íslenskra króna í laun.."
Það er alls óvíst að hann hafi líka fengið bílastyrk eins og einhverjir illkvittnir aðilar hafa verið að gefa í skyn að undanförnu og alveg undarleg árátta hjá fólki að hneykslast á því þó mðaurinn sé dulítið yfirborgaður. Eflaust býr hann við erfið starfskilyrði, kannski jafnvel langan vinnudag og þarf síðan að skaffa sér vinnufatnað sjáfur svo...
Ef ég væri búinn að slafra í mig morgunmatnum gæti ég ælt!
![]() |
27 milljarðar króna í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 12:09
Hverjir eru eftir?
Ætli þeim fari nú ekki illa fækkandi í veröldinni sem telja það að eitthvað jákvætt sé að eiga sér stað í Írak.
Páfinn hefur nú stundum komið sér í vandræði með yfirlýsingum sínum en gott að lesa það að hann sé þó allavega með nótunum... í það minnsta um páskana.
![]() |
Páfi segir ekkert jákvætt gerast í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 203438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar