Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
17.3.2007 | 23:13
Nostalgia
Þegar maður var yngri að árum beið maður spenntur eftir mogganum á hverjum morgni til að sjá einhverjar myndasögur... Nú er öldin önnur... Það liggur við að maður líti á þennan blaðalestur á morgnana sem afplánun... enda engu smá magni að fletta. Það er þó eitt sem minnir á spenninginn fyrir myndasögunum forðum og það er, þó lýgilegt sé, partur af Baugsmálinu, en hér er ég að tala um dálkinn 'hver segir hvað' sem er í Fréttablaðinu. Þar eru alla daga einhver snilldartaktar hjá dómaranum í málinu, Arnaldi Backman eða hvað hann heitir. Og það liggur við að tilvist hans réttlæti allt það fé sem búið er að sólunda í þennan farsa sem þetta mál er fyrir löngu orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 02:29
Ef ég væri ríkur...
Mikið vildi ég að ég ætti einhverja milljarða á lausu. Ekki það að milljarðarnir mínir sé fastir í einhverju... þeir eru bara ekki fyrir hendi. Málið er að konan mín hún Helga veiktist af sjúkdómi sem kallast GBS(sjá færslu neðar) og lýsir sér í verulegri lömun... í hennnar tilfelli á höndum og fótum. Hún hefur nú um nokkurra mánaða skeið verið á Reykjalundi í endurhæfingu sem loks er farin að bera árangur.
Þessi elska hefur þurft mikla umönnun þar sem hún gat ekki komist í hjólastól eða á snyrtingu án hjálpar og ekki einu sinni snúið sér í rúmi enda án tilfinningar upp fyrir mitti. Þar til fyrir stuttu var Helga í hefðbundnu sjúkrarúmi þar sem rafmagnsrúm var ekki til á deildinni og því þurftu starfsmenn deildarinnar, sem flestar eru konur og margar þeirra komnar yfir miðjan aldur, að hantera hana á handaflinu, bognar í baki og bara það að fylgjast með vinnu þeirra orsakaða það að maður fékk ósjálfrátt aukinn verk í bakið. Og konan mín er, nota bene, engin horrengla.
Þessar hetjur þarna á Reykjalundi eru samt ætíð glaðar og hlýlegar í alllri framkomu og skjótar til, þrátt fyrir afar erfiða aðstöðu og til að mynda er ekki hefðbundið fatlaðra klósett á deildinni, þó maður geti síðan ekki einu sinni opnað ræfilslegan pöbb örðuvísi en að uppfylla skilyrði um slíka snyrtingu.
Því segi ég... nokkrir milljarðar kæmu sér vel. Maður gæti sleppt eins og einni Duran, John, Jones afmælisveislu og splæst fatlaðraklósetti, nokkrum rafmagnsrúmum og eins og einni standlyftu á starfsfólkið á Reykjalundi og sofnað árinu eldri með góða/betri samvisku.
Reyndar þyrfti bara einhverjar millur í þetta en það sakaði ekki að geta lagað til á fleiri stöðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 23:44
Enn er von...
Hver ætli hafi skrifað þessa frétt?
Bílvelta varð uppi í Svínahrauni á sjöunda tímanum í kvöld og var einn fluttur á sjúkrahús en farþegar sem í bílnum voru fóru heim til sín ómeiddir. Þá fór bíll út af vegi í beygju á veginum til Þorlákshafnar, en lögreglan á Selfossi segist halda að enginn hafi meiðst, en hennar menn eru nú á vettvangi. - ...svo enn er von...
![]() |
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Svínahrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 23:34
Hvað allt er afstætt...
Ekki kæmi mér á óvart þó hálf evrópa myndi á næstu dögum velta sér uppúr þessu máli með kökkinn í hálsinum. Og faktíst ekkert að því. Maður getur þó ekki sleppt því að hugsa til stríðshrjáðra, og ekki síður alla þeirra látnu barna í t.d Írak... sem svo gjarna hefðu viljað skipta á hlutskiptinu.
Hversu löng vegalengd skyldi þurfa að vera frá hörmungum og heim í hérað svo kökkurinn fyrrnefndi geri vart við sig? Það skyldi þó aldrei vera að vegalengdin ein réði ekki úrslitum... þægilegra að hugsa bara um bundið barn í bolsévikkahreppi... enda stöndum við ekki að stríðsrekstri þar.
![]() |
Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2007 | 23:02
Já...það er nefnilega það...
![]() |
Liverpool semur við ungan Skota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar