Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
21.3.2007 | 14:14
Enn einn hryllingurinn
Enn berast fréttir af alvarlegum slysum á Suðurlandsveginum og nú við Kotströnd. Einhvernveginn findist manni að framkvæmdir ættu einfaldlega að vera hafnar við 2+2 því kostnaðurinn af því að bíða, bæði í krónum og mannslífum talinn hlýtur að vera slíkur að það réttlæti flýtimeðferð málsins.
![]() |
Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 08:22
Það var ekki seinna vænna..
![]() |
Landsbankinn kaupir Kjarval |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 08:14
Druslur , Hórur og fleira í svipuðum
Ég fór á árshátið í skólanum hjá 11(12 á árinu) ára guttanum mínum í gær. Þar voru krakkarnir með ýmis skemmtiatriði eins og lög gera ráð fyrir, leikþætti, söngatriði, spilað á hljóðfæri og fl. Eitt atriðanna var rapp þar sem flutt var 'lagið' PIMP. Ég er nú að vísu að verða fimmtugur og alltaf haldið að ég væri nett liberal en mér eiginlega hálf ofbauð það að krökkunum væri leyft að flytja þennan texta í nafni skólans. Orðbragðið í textanum er slíkt að manni finndist engin goðgá að kennarar eða umsjónarmenn í það minnsta reyndu að finna annað efni handa þessum krökkum til flutnings. Hins vegar sýnis það kannski breyttan tíðarandann að flutningurinn var óaðfinnanlegur og strákarnir sem röppuðu voru fóru léttar með efnið en flest annað sem í boði var.
Ja mér ser sem ég sæji þetta hafa verið liðið þegar ég var 11... en að vísu hefur svo sem eitt og annað breyst síðan þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 16:21
Utan um hvað er RUV.ohf dæmið eiginlega
Rakst á þetta á visi.is:
Sýn tryggir sér Formúluna
Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 kappakstrinum. Sýningarrétturinn er til þriggja ára; tekur gildi frá og með mótaröðinni sem hefst í ársbyrjun 2008 og stendur til loka ársins 2010.
Formúlan hefur verið eitt vinsælasta íþróttaefni sem í boði er í íslensku sjónvarpi og hafa vinsældir þess farið vaxandi með ári hverju. Með tilkomu Formúlunnar á Sýn verður allri umgjörð keppninnar, æfingum, baksviði og öðrum fréttum gerð mun betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Stefnt er að því að bjóða uppá öfluga sjálfstæða dagskrárgerð í tengslum við Formúluna, meðal annars beint frá mótsstöðum.
Þessi nýja þáttagerð verður í boði fyrir áskrifendur Sýnar, en útsendingar frá keppnunum sjálfum og tímatöku verða í opinni dagskrá.
Það er náttúrulega ennþá möguleiki fyrir RUV að vera með Maður er nefndur, sem daglega sápuóperu. En svona að öllu gamni slepptu.. boltinn farinn... formúlan farin... ja þeir verða að fara að spíta í lófana með innlendu dagskrárgerðina eigi þetta nýja sjónvarpsbatterí ekki að lognast útaf.
Þessu hefði kannski verið betur eytt í getnaði... eins og einn vinur minn segir svo oft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 14:27
Fjöðrunum fækkar
... enn ein fjöðrin sem við strákarnir töpum úr hatti okkar... og ég sem hélt í einfeldni minni, alsæll með þankann, að þrátt fyrir að orðið sæði væri vissulega hvorugkyns, væri materiallinn sjálfur karlkyns.
![]() |
Boðið upp á kyngreint sæði í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 12:08
Hellisheiði lokuð... eða ekki...
Við sem búum austanmeginn fjalls þurfum stundum að leita okkur upplýsinga um færð og/eða veður áður en ákveðið er að renna í bæinn eða vice/versa. Nú er það svo að það virðast sjaldnast mikið að marka þær upplýsingar sem aðgengi er að. Samanber að nú um 11:30 stendur í frétt mbl. að Hellisheiði sé lokuð, en er haft var samband við vegagerðina taldi hún heiðina ekki lokaða. Reyndar væri slys á Sandskeiði.
Þetta minnir mig á það er ég renndi eitt sinn austur þá var lögregla að stöðva bíla við Litlu kaffistofuna og taldi ég að um hefðbundið eftirlit væri að ræða Oryggisbelti/ökuskírteini og ók áfram austur enda ekki beðinn um að stöðva. Klukkan var svo að orðin 7 þegar ég kom heim og eins og og fréttafíkli sæmir var mitt fyrsta verk að kveikja á sjónvarpinu og kíkja á fréttirnar. Þá var í mynd skafrenndur fréttamaður Sjónvarps að tilkynna mér að Hellisheiðin væri harðlokuð vegna ófærðar og vitlauss veðurs og hefði verið síðan kl. 18. Við hjónin höfðum semsagt rennt yfir hana á sumardekkjunum og var varla föl á kvikindinu. Hinsvegar var talsverður lágarenningur á Sandskeiðinu og uppað Skíðaskálabrekku.
Það eru svona ranglýsingar sem gera það að verkum að menn eins og ég t.d renndi yfir heiðina á sunnudaginn þrátt fyrir að stæði lokað á skiltinu Hveragerðismegin. Enda var ekkert að færð en skyggni lítið. Einn daginn lendir maður svo náttúrulega í súpunni en þangað til er vart farandi eftir nokkru nema nefinu.
Að lokum vona ég bara að slys það sem áður er nefnt hafi ekki veriö alvarlegt. Þessi leið er svo sannarlega búinn að taka sinn toll... og gott betur.
![]() |
Suðurlandsvegi lokað austur af Norðlingaholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2007 | 00:56
Annar dómari í ástarsorg
Yfirlýsing Lawrence Korda er eftirfarandi:

Hinsvegar get ég mæta vel skilið að menn falli í þá freistni að fá sér í eina feita, ja bæði fyrir og eftir langan vinnudag í réttarsölum hérlendis og vissulega myndu dómar mála í það minnsta vera nær raunveruleikanum en ella.
Ameríkuhreppi, 19. mars 2007,
Lawrence Korda fyrrverandi hæstaréttarlögmaður.
![]() |
Dómari í máli Önnu Nicole Smith tekinn með fíkniefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 20:59
Veljum Íslenskt...
Djöfull er ég þreyttur á þessum rassismasmíðum fjölmiðla. Ég svo sem ekki vit á því hvort það hefur mikið fréttagildi að sú grunaða er frá Brasilíu en það eitt að geta alltaf um uppruna allra þeirra útlendingar sem mistíga sig bara hlýtur að senda þau skilaboð að 'þetta fólk' sé hættulegt. Þetta minnir mann helst á fréttir í Degi í gamla daga þegar sagt var frá innbrotum á Akureyri... Niðurlag fréttta enduðu þá gjarna á einhverju í þessa veru:
Grunur leikur á að um utanbæjarmann hafi verið að ræða.
![]() |
Grunur um að erlendar vændiskonur hafi starfað í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 17:06
hvaða hvaða...
Ég segi nú ekki að maður hafi vaknað upp hjá líki hérna á árum áður... en óneitanlega fannst manni nú stundum hafa fallið fullmikið á hjásovelsið þegar maður vaknaði.
Ég veit ekki hvað maðurinn er að kvarta yfir þessu... þessi elska ætti allavega varla að hafa haldið fyrir honum vöku með kjaftavaðli!
![]() |
Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 08:25
Undarlegur andskoti
Alveg finnst mér það undarlegur andskoti hversu sjálfsagt það þýðir í dag að verðlauna sérstaklega menn, menn sem eru með milljónir á mánuði í laun, fyrir það eitt að standa sig sómasamlega í vinnunni. Mér finnst það einhvernvegin lágmarkskrafa að menn sem eru með þessi laun séu bara að standa sig. Eigendur bankanna hafa hagnast svo verulega á undanförnum misserum að þeim virðist vera nokk sama hversu vel þessir kónar gera við sjálfa sig á meðan hlutur eigendanna eykst jafn hratt og raun ber vitni. Þannig að fyrringin er á öllum stigum.
Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að ættu þessir sömu alilar sjoppu sem færi að skila auknum hagnaði eitt árið myndu þeir horfa átölulaust á það að afgreiðslufólkið hækkaði hjá sér launin... Það væri bara ælast til þess að 150 þúsund króna líðurinn samgleddist eigendunum...
![]() |
Stjórnendur Kaupþings fá kaupréttarsamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Grétar Guðjohnsen fær vonandi einhverjar mínútur
- Ágætt að fá meistarana í fyrsta leik
- Norskir blaðamenn undrandi á Íslandi
- Neydd til að læra spænsku
- Vil frekar spila hér en á Spáni
- VAR-dramatík í Lundúnum (myndskeið)
- Vantaði meiri töffaraskap
- Háspennuleikur var mér ofarlega í huga
- Þór skoraði sjö mögnuð byrjun Dags
- Stjarnan fer með forystu í Breiðholtið