Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

En hver kaupir upp Dagblaðið?

Þó það komi þessari frétt slétt ekkert við þá datt mér í hug, þegar ég las fréttina, saga af athafnamanni af gamla skólanum sem bjó á Akureyri. Þetta var efnaður maður á þess tíma mælikvarða og fannst honum sopinn góður. Einhverju sinni ætlaði hann að fljúga til Reykjavíkur en starfsfólki flugfélagsins þótti hann helst til drukkinn og neituðu þau honum um þjónustu. Sá gamli brást hinn versti við og hvæsti svo undirtók í vallarbyggingunni...

" Sko ef þið eruð með einhver helvítis kjaft þá.. þá.. þá.. þá bara kaupi ég þetta hvelvítis flugfélag og legg það niður"


mbl.is DV kaupir Krónikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja maður öfundar ekki pítsusendlana

Það er líka eins gott að eigendurnir séu ekkert sérstaklega lofthræddir... er hræddur um að það væri farið að fara um mann... En er þetta ekki bara viðskiptavitið sem ræður þarna. Yang og Wu vita sem er að þau fá enn eitt tilboðið áður en yfir líkur...
mbl.is Óvenjuleg mótmæli gegn byggingarframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú andar suðrið...

sæla vindum þíðum.

Já það er óþarfi að kvarta yfir rokinu hér meðan við erum laus við slíka hvirfilvinda/skýstrokka eins og þeir í ameríkuhreppi fá yfir sig með reglulegu millibili.


mbl.is Stormur veldur usla í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju öll

Vil óska Hofsósingum og nágrönnum og ekki síður þeim Lilju og Steinunni til hamingju með þettta frábæra framtak.

Í landi þar sem ákveðnir aðilar eiga jafn mikla peninga og raun ber vitni er alltof sjaldgæft að sjá slík góðverk.. því miður.

Enn og aftur til hamingju!


mbl.is Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott hann skemmtir einhverjum

Held einhvernvegin að restin af veröldinni sjái hann ekki fyrir sér sem neinn sérstakan gleðigjafa.
mbl.is Bush brá sér í hlutverk uppistandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Mogginn búinn að ráða Hauk ekkifréttamann í vinnu?

Ég er búinn að lesa þessa "frétt" tvisvar og er kannski enginn Einstein... en mér er fyrirmunað að átta mig á gildi klausunnar nema ef vera skildi að þetta væri mislukkaður einkahúmor einhvers Húnvetningsins
mbl.is Grágæsin tók sér far með rútunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ZERO kók

Loksins eru komin not fyrir þetta heimskunafn.. en samkvæmt læknum ytra reyndist kappinn ekki heldópaður í þetta skiptið...
mbl.is Maradona lagður inn á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er fréttin?

Lík fannst í höfninni við ferjumiðstöð Viking Line við Stadsgårds-hafnarbakkann í Stokkhólmi í morgun. Talsmaður lögreglunnar sagði að ferjan Gabriella hefði ekki getað lagst að sökum þessa. Lögreglan sendi bát eftir líkinu og lokaði ferjumiðstöðinni.

Í Dagens Nyheter kemur fram að líkfundurinn hafi orðið um klukkan átta í morgun og að ferjan var að koma frá Finnlandi

... er bara að reyna að átta mig á því hvort fréttin er af líkfundi eða ferjusiglingum


mbl.is Lík hindrar för ferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband