Leita í fréttum mbl.is

Los Angeles hvað....

Bjó á Akureyri í 40 ár og fór á þeim árum kannski þrisvar eða fjórum sinnum í leikhús en hét því þó í hvert skipti að þetta yrði maður að gera meira af. Fluttist fertugur á Selfoss og fannst heldur ómerkilegt að ekki væri einu sinni bíó hér á staðnum. Við Helga skruppum því stundum í bæinn í bíó og sáum jafnvel 2 myndir í ferð. Nú er löngu komið bíó á Selfoss svo bíóferðirnar í bæinn eru liðin tíð.

En ég hef hinsvegar aldrei komið inn í Selfossbíó. Stundum verða menn einfaldlega að sækja vatnið yfir lækinn.


mbl.is Flóin slær LA-metið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þannig er það allt of oft Steini minn að menn sæki vatnið yfir lækinn.

Páll Jóhannesson, 26.2.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fór á Fló á skinni á laugardagskvöldið og það var rosalega gaman ! Spurning um að skreppa yfir lækinn og koma norður í leikhús ? 

Jónína Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já það væri vissulega freistandi enda að verða skammarlegt hvað það eru mörg ár síðan ég hef komið í Heiðardalinn en  verður samt að bíða betri tíma... frúin ekki enn orðin nógu hress í svona langferðir... Spurnig með að skella sér frekar í sumar... nema að þeir verði enn að sýna þetta ef aðsóknin er alveg endalaus

Þorsteinn Gunnarsson, 26.2.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já! vel og minnst þá bauð ég konunni í leikhúsið á konudag og sáum við Fló á skinni. Frábær skemmtun. Reyndar sá ég þetta stykki árið 1972 og í minningunni þá minnti mig að ég hafi hlegið mun meira þá - en alla vega gott og skemmtilegt.

Páll Jóhannesson, 27.2.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband