Leita í fréttum mbl.is

Átti greinilega ekki framtíðina fyrir sér

Ég held að það verði að fara að semja við handritahöfundana áður en restin af þessum ungu leikurum klárar kvótann sinn mitt í auðnuleysinu.

Auðvitað er þetta aðstandendum hans harmdauði en mér finnst alltaf nett súrt að sama liðið og tekur á sig stóran krók þegar það sér ógæfufólkið í sínu eigin heimalandi skuli ekki á heilum sér geta tekið þegar eitthvert celebið útí heimi tekur loks útúr sér silfurskeiðina.

Annars fannst mér sérstakt að á visi.is tóku þeir það fram að Heath Ledger hefði átt pantaðan tíma í nudd í kvöld. Það skyldi þó aldrei hafa orðið honum að aldurtila?


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ertu fordómafullur í garð fólks. Hvernig geturðu fullyrt að þó fólki þyki þetta sorglegt að það sama fólk sýni ekki göfuglyndi og hjartagæsku þegar í hlut á fólk sem minna má sín ?

Þó honum hafi gengið vel þá fékk hann ekkert upp í hendurnar. Hann var einfaldlega hæfileikaríkur leikari sem byrjaði sinn feril í sjónvarpsþáttum og litlum bíómyndum heima í Ástralíu og þegar nýja Batman myndin kemur út munu margir segja eftir á að hér sé stórleikari fallinn (mana þig til að skoða trailerinn). 

http://www.apple.com/trailers/wb/thedarkknight/ 

 Og þessi pæling með verkfallið og auðnuleysið er rugl því það er verið að taka upp mynd sem hann leikur í og hann dó af völdum svefnlyfja en ekki harðra eiturlyfja. Svona ef þú varst að gefa í skyn að hann væri í rugli eins og svo margir í þessum slúðurfréttum. Hann átti við svefnleysi að stríða sökum vinnuálags.

 Ég hef áður séð blogg hjá þér sem gerði mig pirraðan ... mér fannst ég verða að tjá mig núna.

Björn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:42

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég er bara hreint ekkert að fullyrða heldur eingöngu að minnast á ákveðna tegund fólks og svo framvegis... Þeir taka það til sín sem eiga það(eða pirrast).  Og ef þér finnast lyf sem kála fólki ekki nógu hörð þá verður þú bara að eiga þá skoðun útaf fyrir þig. Ef það er ekki að vera í rugli að kála sér á oftöku lyfja hvað er þá rugl?

Síðan er hann nú ekki eini ungi leikarinn sem fallinn er frá á stuttum tíma. En ég er sammála þér með það að hann hafi verið fínn leikari. Það verður ekki af honum tekið.

Þorsteinn Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 03:00

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hahahaha það stóð ekki á mínum!  Í orðsins bestu merkingu...

Er búin að lesa síðustu færslur... og komment... í hláturskasti.

Plís ekki taka svona langa bloggpásu aftur, gott að sjá þig.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.1.2008 kl. 03:24

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sorglegt. Eins og alltaf þegar ungt fólk fellur frá. Og reyndar gerir það atburðinn ekki minna sorglegan að drengurinn hafi fallið fyrir eigin hendi. Haft eftir vinum hans að hann hafi átt við þunglyndi að stríða undanfarið. En það er vissulega satt hjá þér Steini að óvenju margir hafa tengt við þessa frétt.

En svona er þjóðfélagið. Við tjúnnumst upp yfir fréttum af celebs. Gerir okkur sennilega bara mannleg.

En það sem hafði mestu áhrifin á´mig í gær var umfjöllun 60 min. á stríðsástandinu í Kongó og misþyrmingum á konum þar. Var gjörsamlega orðlaus fyrir framan skjáinn með dúndrandi hjartslátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 08:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst yfirleitt alltaf sorglegt þegar fólk deyr, en mér finnst ekkert meiri missir í frægum leikara en öðru fólki. Ég sá líka þáttinn frá Kongó... tek það meira inn á mig....

Jónína Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband