1.8.2007 | 22:29
Í fyrsta skipti á æfinni
Við pöntuðum okkur nýja Hyundai Santa Fe í gær og fáum afhentan á föstudaginn. Ég hef átt yfir 1000 bíla á lífsleiðinni(var atvinnubraskari í 25 ár) en aldrei fyrr eignast nýjan bíl svo þetta er svona svolítið öðruvísi tilfinning. Ætlaði reyndar að kaupa ársgamlan og kom á einum slíkum heim svona til að skoða en fannst lítið til um og Helga mín rak mig með hann til baka og sagði mér að kaupa mér gullitaðan Land Cruiser eða Santa Fe, en það voru þeir tveir sem mér leist skást á. Og eins og alltaf þá hlýði ég konunni
Við völdum bensínbílinn fram yfir dieselinn svo ef einhver græninginn er að lesa þetta getur hann hæglega kolefnisjafnað fyrir einum svona til viðbótar frekar en að fussa... því örugglega gerum við það ekki.
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bílinn. glæsilegur vagn.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 23:08
Virðist vera eðalkerra - Til hamingju! En mundu nú þegar þú ekur um í fína jeppanum (eða kallast þetta jepplingur? ) að vera góður við okkur hin sem eigum bara lágvaxinn fólksbíl. Á tveimur árum er tvisvar búið að brjóta fínu framrúðuna mína (hún er sko með rafhitunarkerfi) og í bæði skiptin var það jeppi .
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:34
Takk takk.. Já allavega hafði hann vinninginn fram yfir Land Cruiserinn... meira pláss meira afl og betri að keyra svo við erum alsæl með þessa ákvörðun. Ég verð bara að hóa í þig Anna mín ef ske kynni að ég skryppi norður og þú getur þá bara annað hvort flúið fjórðunginn eða smellt þessum framrúðulasna í bílskúrinn á meðan.
Og ef það var JEPPI sem braut framrúðuna hjá þér þá er þetta JEPPLINGUR..en ef það var JEPPLINGUR sem stútaði henni...ja þá er þetta sko JEPPI
Þorsteinn Gunnarsson, 2.8.2007 kl. 02:01
Til hamingju með jeppann. Frúin hefur greinilega vit á bílum því að allt bendir til að Hyundai sé að skáka Toyota í gæðum.
Ég var að snúa til baka frá Mallorca þar sem ég átti góðar stundir með fjölskyldunni. Þegar ég kom til baka mundi ég að ég hafði gefið jeppann minn áður en ég fór (forláta Nissan Pathfinder árgerð 1990 ekinn 88 þús. mílur). Ég sökk því niður í hugarvíl því að mér þykir illt að vera jeppalaus. En ég hef uppi ráðabrugg um að kaupa mér Cadillac Escalade næsta vor og hugga mig því við dagdrauma. Ég hef ekki reiknað út hversu mikinn mannskap eða land þarf undir kolefnisjöfnuð gripsins.
Hreiðar Eiríksson, 2.8.2007 kl. 09:28
Veit ekki af hverju ég sé fyrir mér gjallarhorn á þakinu á nýja fína jeppanum: „Anna, vara sig, ég er mættur í bæinn“
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:50
@ Hreiðar - Takk takk og velkominn heim. Já ég settist inní einn Cadda á dögunum og ég var bara varla nógu kloflangur til að hafa mig yfir sílsann en það fór nú svo sem ekkert illa um mann eftir að inn var komið. Ég var að hugsa um að flytja inn jeppa og hefði hæglega geta sparað vel á aðra milljón með því... en eins amerískur og ég er nú bílahugsandi fann ég bara engan sem heillaði. Því ég var jú bundinn af því að finna bíl sem Helga gæti sest beint inní en þyrfti ekki að klifra uppí, þar sem hún hefur ekki náð fullum styrk eftir lömunina ennþá. En dagdraumarnir hugga
@ Anna - Nei það verður sko ekkert gjallarhorn... Þannig að þú verður einfaldlega að vera á varðbergi, vakin og sofin, yfir framrúðunni.
Þorsteinn Gunnarsson, 2.8.2007 kl. 11:08
Til hamingju með bílinn - vel valið.
Páll Jóhannesson, 3.8.2007 kl. 00:21
Glæsilegt ,,, það þarf bíl sem hæfir eigandanum.
Fransman (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 11:18
en afhverju bensín ....ég næ því ekki
Einar Bragi Bragason., 8.8.2007 kl. 01:15
@ Palli & Jón Arnar - Takk takk - @ Fransman - Sammála!
@ Einar Bragi - Bensín bíllinn er hljóðlátari, ódýrari, aflmeiri og lyktar betur. Svo einfalt er það nú
Þorsteinn Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 01:45
Glæsilegur bíl og til lukku með það mundi nú samt taka Land Cruiserinn minn framyfirsem vill svo til að er með sama lit og þinn.
Hlakka til að fá sendingu frá ykkur, verð reyndar í bænum þann 12 sept spurning hvort ég gæti bara tekið þetta hjá ykkur þá en best ég sendi póst á Helgu um það.
(IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 10:29
@ Silla - Takk takk... Já við ökum náttúrulega eingöngu á gullvögnum... enda annað ekki boðlegt alvörufólki - Já já.. Þið Helga finnið útúr þessu með kertin enda það kannski ekki alveg mín deild
Þorsteinn Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.