5.7.2007 | 16:46
Sleppur einn enn?
Skyldi saksóknari vera jafn áfjáður í að áfrýja þessari niðurstöðu til hæstaréttar og ef um væri að ræða plastsandala-, eða sláttuvélakaup útí Ameríkuhreppi?
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"..það að maðurinn ýtti konunni inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi.."
Það er nefnilega það. Púkinn rétt vonar að þessu verði áfrýjað til Hæstaréttar og þessu kjaftæði snúið við þar.
Ef ekki, þá er íslenskt þjóðfélag orðið þannig að maður ætti kannski að forða sér héðan til einhvers siðmenntaðs lands.Púkinn, 5.7.2007 kl. 17:18
Kynlífsparadísin Ísland í hnotskurn. Endilega geriði bara það sem ykkur dettur í hug, það skiptir engu máli hvað fórnarlambið segir eða gerir við tökum aldrei mark á því enda er það allt saman óttaleg þvæla og væl í þessum kellingum og ber ávallt að taka með varúð og gera lítið úr. Við gerum það samviskusamlega.
Uss.
krossgata, 5.7.2007 kl. 17:35
Við fyrstu sýn virkar þetta sérkennilega. Ég ætla að lesa dóminn vandlega áður en ég tjái mig um hann.
Hreiðar Eiríksson, 5.7.2007 kl. 22:55
Ég hef nú lesið dóminn. Mér finnst að svo að almenningur geti áttað sig á niðurstöðunni væri skýrara að vísa til nýjustu dómanna sem eru fordæmisgefandi varðandi niðurstöðuna í stað þess að vísa til "langrar dómaframkvæmdar". Hitt er annað að "löng dómaframkvæmd" hefur ekki alltaf verið látin ráða niðurstöðu máls. Þjóðfélagið er breytilegt og af og til hafa dómstólar vikið frá fordæmum og dómaframkvæmd þegar mikill munur hefur verið orðinn á dómaframkvæmd og almennri réttarvitund.
Ég er ekki alveg viss um þetta atriði en ég held að í opinberum málum hafi dómstólar heimild til að færa hátterni undir annað vægara refsilagabrot ef atvikalýsing stenst það einnig. Þessu var bara rétt í þessu að skjóta upp í kollinn á mér þannig að ég hef ekki skoðað það.
Ljóst er að ef sýknudómur þessi telst eiga að standa, er hér um að ræða hátterni sem er svo nálægt því að falla undir 194. grein að eðlilegt er að sýknan valdi ákveðinni ólgu.
Ég ætla aðeins að leggjast yfir málið og skoða þessa dómaframkvæmd sem vísað er til og hvort hægt sé að segja að þar sé vísað til sambærilegra mála. Fordæmi eru torskilin og vandasöm úrlausnar og reyna mikið á dómara. Þar er auðvelt að misstíga sig ekki síst í réttarkerfi sem leggur ekki upp úr fordæmum sem bindandi réttarheimild.
Hreiðar Eiríksson, 6.7.2007 kl. 13:49
Eitt sem er merkilegt varðandi fordæmin; þegar refsingaramminn í fíkniefnabrotum er hækkaður, þá er venjan að fara strax að dæma eftir nýja rammanum. Þar eru engin fordæmis- og hefðarrök notuð. Þegar kemur að nauðgunum er hins vegar iðulega vísað til þess að venjan hafi verið sú hingað til að dæma menn X lengi, og þá dugi nú ekki að fara allt í einu að dæma menn til lengri tíma, þó að refsiramminn hafi verið víkkaður ...
Þarfagreinir, 11.7.2007 kl. 15:55
@ Púkinn, Krossgáta, Baldur - Sammála
@ Hreiðar - Já maður vonar allavega að svona miða við lýsinguna að þessu verði áfríað og snúið og ef lögin covera ekki þann viðsnúning að því verði þá kippt í liðinn hið fyrsta.
@ Þarfagreinir - Já manni virðist ákveðin "tíska" stiuindum í gangi hjá þeim blessuðum
Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.