Leita í fréttum mbl.is

Skammarlegt...

Ungmennin vinna 17,5 klst. á viku, en komið hefur í ljós að þau fá aðeins greitt fyrir 14 klst. Áður voru launagreiðslur á höndum Vinnuskólans í Reykjavík en í sumar greiðir Svæðisskrifstofa fatlaðra laun þeirra. Upphæðin sem hafði verið eyrnamerkt verkefninu reyndist hins vegar of lág og fá þau þess vegna lægri laun. Leiðbeinendur þeirra fá hins vegar greidd full laun.

Svona bara gera menn ekki!Angry


mbl.is Fatlaðir sumarstarfsmenn fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Sammála, þetta er til skammar.

Guðrún Helgadóttir, 4.7.2007 kl. 14:58

2 identicon

Auðvitað á pósturinn bara að borga þessa 3,5 tíma sem upp á vantar... Þessir starfskraftar hljóta að vera þess virði. Það er ekki eins og Pósturinn sé að gera Svæðisskrifstofunni einhvern greiða, heldur þá öfugt.

Hitt er annað, ef ég væri í sporum þessara einstaklinga og allt í einu væri mér boðið að prófa eitthvað nýtt í staðinn fyrir að reita arfa í tíma og ótíma myndi ég frekar vilja fá víðtækara framboð á starfsumhverfi og lægri laun... að minnsta kosti leyfa þeim að hafa valið.

Inga Þyri Þórðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Möguleikarnir eru þrír:

1) Segja einhverjum upp og greiða þeim sem eftir verða 17,5 klst. á viku (vond lausn).
2) Láta núverandi hóp vinna 14 klst. á viku en ekki 17,5 (vond en samt ekki eins vond og 1) ).
3) Fá aukafjárveitingu (ef vilji er fyrir því).

Það segir sig sjálft að það gengur ekki að greiða þeim 14 klst. en láta þá vinna 17,5 klst.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.7.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Fyrirtækin greiða EKKERT af þessum launum og mættu í það minnsta, miðað við lýsingar þeirra á dugnaði þessara starfsmanna, greiða þeim það sem uppá vantaði.

Þorsteinn Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 203336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband