Leita í fréttum mbl.is

Láttu Bullit í friði

bullitt-seSumt á bara einfaldlega að láta í friði. Ég man ennþá eftir þessari bíóferðinni. Sat, 10 ára gamall, nálægt enda á öðrum eða þriðja bekk í Borgarbíó á Akureyri og fékk í magann af því að horfa á þennan einn frægasta eltingaleik kvikmyndasögunnar um hæðir San Fransiskó.

Á þessum tíma voru menn ekki vanir slíkum skotum enda lítil þjálfun af vídeóleikjum, sjónvarpi, tölvum og öðru og heilinn bara las þetta ekki sem best. En kikkið var geggjað. Og ekki síður töffarinn Steve McQueen og bílarnir.

bullittse03Steve ók sjálfur í þessum eltingaleik og vildi alls ekki nota stuntara. Reyndar þurfti bara að nota tvo 390 Mustang GT fastback og tvo Dodge Charger R/T 440 Magnum í þennan eltingaleik svo þessir kallar gátu sannarlega keyrt. Það sem var líka sérstakt við þennan eltingarleik í annars dapurri sögu var sú snilld að vera ekkert að keyra einhverja tónlist yfir heldur leifa manni að fá hljóðin fá bílunum í æð.

bullitt27Enda kom ekkert annað en Mustang til greina þegar maður fjárfesti í fyrsta ameríska bílnum nokkrum árum seinna. Sá vagninn þoldi að vísu ekki eins vel stökkin og hinn í Bullit en þó var mesta furða hvað hann hékk saman og ekki var eins og ekkert hefði verið reynt á hann.


mbl.is Pitt endurgerir Bullitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Mussarnir voru nú talsvert liprari þrátt fyrir gallana. En reyndar get ég sagt þér fá kappakstri þar sem original 4 gíra beinskiptur Mussi 390 '68 át Charger R/T sem reyndar var 426 Hemi og talvert tjúnaður í ofanálag, en hefði samkvæmt bókinn átt að eiga sigurinn vísan. Þannig að eftir að hafa átt báðar þessar tegundir finnst mér þetta síst minna sannfærandi en margt annað í kvikmyndasögunni

Þorsteinn Gunnarsson, 4.7.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 203118

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband