Leita í fréttum mbl.is

Voru Frjálslyndir full frjálslyndir?

Enn streymir 'vinnuaflið' inn og lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þessa aukningu. Frjálslyndir voru kallaðir rasistar rétt fyrir kosningar... en ný stjórn át upp eftir þeim tillöguna um að sækja um frestunina frægu á fyrstu starfsdögum sínu. Og þá heyrðist ekki múkk í neinum manni.

Undarlegt hvað niðurstöður kosninga geta fengið marga til að skipta um skoðun og/eða þagna.

 


mbl.is Ekkert lát á innflutningi erlends vinnuafls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú ekki að fara rétt með staðreyndir. Stjórnvöld lýstu því yfir löngu fyrir kosningar að þau ætluðu að nýta sér réttinn til frestunar á rétti Rúmena og Búlgara til atvinnu hér á landi. Það hefur hins vegar ekkert breyst varðandi rétt íbúa hinna 10 Austur Evrópu landanna, sem fengu fullan rétt til atvinnu hér á landi árið 2005 og ekki stendur til að gera neinar breytingar þar á.

Reynar er ég á móti því að fresta réttindum Rúmena og Búlgara til atvinnu hér á landi. Það mun ekki fækka innflytjendum frá Austur Evrópu heldur aðeins dreifa þeim á 10 lönd í stað 12. Það er þörf atvinnulífsins fyrir vinnuafl, sem ræður fjölda innflytjenda en ekki fjölda þeirra, sem hafa rétt til vinnu hér á landi. Ég geri ráð fyrir að bara í Póllandi séu nokkur hundruð þúsund manns, sem myndu koma hingað strax ef þeim væri boðin vinna hér á landi.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ja fari ég rangt með þá biðst ég forláts en ég skil þá enn síður gagnrýnina á Frjálslynda fyrir kosningarnar(og ég er þó Samfylkingarmaður)

En hvað varðar þörfina á vinnuaflinu og að hún ein ráði för þá þurfa fyrirtækin að líta inná við líka. Það er orðið þannig sumsstaðar að þau taka útlendingana fram yfir íslendinga  og ástæðurnar fyrir því eru fleiri en ein.

Þurfi ég að láta mála hjá mér húsið þá get ég svo sem ráðið til þess einn málara en ef ég er nett trylltur á því þá get ég svo sem ráðið til þess 15 manns... spurningin er hvort ekki fara bara fleiri vinnustundir í 15 manna dæmið þegar upp er staðið og þannig skili gauragangurinn litlu. Allavega sér maður t.d ekki þörfina á byggingarhraða 'íslenskra' verktaka nú um stundir þar sem húsnæði stendur tómt og óselt útum allar tryssur.

Þorsteinn Gunnarsson, 19.6.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er nu sennilega bara byrjunin á hrunadansinum. Það verður fróðlegt að lesa dóm sögunar eftir komandi niðursveiflu þegar kemur í ljós að við erum orðnir gestir í eigin landi. Það er gifurleg mannafla þörf á mörgum sviðum iðnaðar þá skóla sveltum við skipulega um fjármagn  meðan ekkert er mentun nema háskólamenntun við stefnum þvi hraðbyri i fasta tölu atvinnuleysis í framtíðinn því að það verður ekki talið sæmandi fólki með hina æðri mentun að vinna í iðnaði. Sé ekki hugað að grunninum þegar verið er að byggja hrynur húsið og að minu mati erum við á þeirri braut. Nema að það sé stefna að láta innflutt vinnuafl sjá um þá hlið atvinnulífsinns. En sú þróun kallar á sífellt ódýrara vinnuafl til að halda uppí gróðanum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.6.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 203119

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband