10.5.2007 | 00:23
Þvílíkt heimskulegt...
Djöfull fer svona lagað í taugarnar á mér... Eflaust eru til "minna hættuleg" efni en sígarettur og ég er kannski ekki heldur alveg hlutlaus enda á seinni KOOL pakkanum í dag.. En mér finnst samt slíkar ráðleggingar að koma okkur í Andrés Andar deildina ekki góð pólitík. Værri skárra að þessir kallar eyddu kröftum sínum í að liðsinna þeim, sem það vilja, að hætta reykingum punktur.
Finnst alltaf svo vitlaus aðferð að ráðleggja eina fíkn í stað annarrar. Sé alveg fyrir mér að eflaust yrði einhver fjölskylda drykkjumanns í skárri málum ef t.d alkinn á heimiliunu svissaði yfir í hass, en fyndist það þó heimskuleg lausn. Eins sé ég ekki geðbatteríið segja við barnaperrann "Heyrðu góði.. hefur þú ekki leitt hugann að SM, það fást fín myndablöð um slíkt í betri bókabúðum og eins eru allar helstu leigurnar með slíkt efni".
Jón vinur minn hugðist hætta að reykja og renndi í apótekið og kom klyfjaður af alls kyns tóbaks tyggjói, nefúða og öllum græjum fyrir hálf mánaðarlaunin. Þetta var um hádegið og ég var eitthvað að gera grín að honum og tjáði honum þá skoðun mína að þetta væri ekki par gáfulegt. Hann byrsti sig og sagðist víst örugglega geta hætt að reykja lengur en ég gæti hætt að drekka(var nett blautur á þessum árum) Nú þremur tímum seinna var Jón vinur minn búinn að kveikja sér í... en fannst tyggjóið samt ómissandi og síðan reykti hann ofan í tyggjóíð næstu árin - Tvöfalt kikk.
Ég var edrú allalvega fram á kvöldið.
Læknar hvetja tóbaksfíkla til að nota frekar snús en sígarettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já nicotine er meira ávanabindandi en meirihluti ólöglegra fíkniefna. Ekki skiptir máli hvort þú færð það úr sígarettum eða einhverju öðru. Ætli það sé sniðugt að gefa morfín-tyggjó handa þeim sem verða háðir verkjalyfjum? (það rétt eins og nicotine er meira ávanabindandi en flest ólöglegu efnin).
Geiri (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.