Leita í fréttum mbl.is

Djöfull er maður listarlaus

pollock_lg"Fyrir tveimur árum fundust vestur í Ameríku áður óþekkt málverk, sem litu út fyrir að geta verið eftir málarann kunna Jackson Pollock... "

Ok ef verkin eru "svo góð" að þau gætu verið eftir Pollock en máluð af einhverjum öðrum... hvað er þá vandamálið? - Alveg væri mér slétt sama þó lagið Yesterday hefði verið samið af Bjartmari Guðlaugs og/eða ef fram kæmi jafngott lag og það væri ekki alveg á hreinu hver hefði samið það.

Kannski verið eðlilegra að bera frekar saman einhverjar raftruflanir eftir Atla Heimi við Pollock,  en Yesterday... en  Paul... þú fyrirgefur mér vonandi.

En hvað veit ég svo sem um myndlist? - Matarlystin er hinsvegar mín.


mbl.is Ófeðraður Pollock eða svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað áttu við með raftruflanir eftir Atla Heimi? Hefurðu einhverntíma hlustað á tónlist eftir Atla Heimi? Áttu kannski við Afmælisdikturnar hans Þórbergs eða Kvæðið um fuglana, Snert hörpu mína himinborna dís? Og á sömu nótum, hversvegna að blogga um eitthvað til þess eins að segja að þér sé slétt sama um það og hafir í raun ekki vit á því?

Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hvað "raftruflanirnar" áhrærir þá hef ég eins og margur hlustað á elektróníska tónlist Atla... og ekki hrifist frekar en af annarri elektróník. Það segir ekkert til um hæfileika Atla til annara tónsmíða.

Hvað ólæsi þitt áhrærir þá gæti ég reynt með öðru dæmi að útskýra það sem ég skrifaði og í stað ofanritaðs sagt: Mér finnst  Snert hörpu mína himinborna dís jafnfallegt og það er, þó annar höfundur hefði samið það.

Hvað heimsku mína áhrærir  þá biðst ég bara forláts en ég vissi bara ekki af því að það væri bannað að standa á sama um hver höfundurinn væri að fallegri list.

Þorsteinn Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 15:20

3 identicon

Sona, sona. Þrátt fyrir að þetta sé bloggkomment þýðir það ekki að ég sé að segja að þú sért hálfviti, þótt það sé reyndar meginuppistaða bloggkommenta almennt. Mér sárnaði einfaldlega að sjá Atla kallaðan höfund „raftruflana“ þar sem megni höfundarverks hans er alls ekki raftónlist og alls ekki „truflanir“. Ég sagði hvergi að þú værir heimskur eða að eitthvað sé bannað; ég held þú sért að ætla mér meira en ég í raun sagði, en hvað um það.

Pétur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband