Leita í fréttum mbl.is

Ég þoli ekki fartölvur...

Ég fór reyndar ekki að tölvast fyrr en ég var kominn á fertugsaldur ca. 1995 en fram að þeim tíma hafði ég jú notað tölvu en þá sem ritvél og varð að fá liðsinni krakkanna við að ræsa forrit, vista skjöl, prenta og annað þesslegt. En 1995 keypti ég litla prentsmiðju og tók við rekstrinum á föstudegi. Þennan sama dag var setjarinn kallaður inn til aðgerðar á sjúkrahúsi og því voru góð ráð dýr. Ég neyddist til að læra hratt og það voru ekki margar stundirnar sem eytt var í svefn næstu sólarhringana. En þarna urðu vatnaskil í lífi mínu. Upp frá þessu hef ég með einu eða öðru móti verið að tölvast og haft af tölvum viðurværi. Við erum með 5 borðtölvur á heimilinu(þar af ein bókhaldstalva) og eigum reyndar eina fartölvu eða tvær líka.  Og þegar þessi fartölvuinnreið hófst fann ég það út að mér alveg bráðvantaði slíkan grip. Fjárfesti í einni slíkri og fékk á henni góðan díl í gegnum tengdasoninn sem hafði fengið í hendurnar tilboð frá einhverju tölvufyrirtækinu. Eftir að hafa eytt að mér fannst hálfum degi í að ræsa kvikyndið hófst ferli sem var í stuttu máli þannig að pirringurinn bara jókst og jókst... lyklaborðið var einhvernveginn alltof mjótt og fyrir uxa eins og mig sem eðli málsins samkvæmt kann ekki lyklasetningu þá birtust mestmegnis epli og appelsínur á skjánum þegar ég reyndi að pikka eitthvað á þetta apparat djöfulsins.

Klukkustund síðar var vélin komin í hendur dóttur okkar og hef verið blessunarlega laus við að þurfa að nýta mér hana síðan. Hinsvegar hefur þessi fartölvufóbía fylgt mér svo sterkt að nú liggur þessi garmur uppá borði hjá mér og býður uppsetningar en eitthvað fokkaðist hún um daginn hjá dótturinni. Ég hinsvegar finn mér alltaf eitthvað annað merkilegra að gera og fresta aðgerðum.

Hinsvegar er það nú svo fyrir tækjaóðan einstakling eins og mig að auðvitað reyndist nauðsynlegt að kaupa fartölvuna til þess eins að losna við hana úr sýsteminu... alveg eins og með video kameruna sem mann bráðavantaði í fyrra sumar og ég sá síðan að ég hafði tekið uppá heilar 10 mínútur af efni þegar ég lánaði dóttur minni hana rykfallna hér rétt um dagin.

Já þau liggja víða fótanuddtækin


mbl.is Fartölvan tekur við af borðtölvunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 203116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband