21.3.2007 | 14:14
Enn einn hryllingurinn
Enn berast fréttir af alvarlegum slysum á Suðurlandsveginum og nú við Kotströnd. Einhvernveginn findist manni að framkvæmdir ættu einfaldlega að vera hafnar við 2+2 því kostnaðurinn af því að bíða, bæði í krónum og mannslífum talinn hlýtur að vera slíkur að það réttlæti flýtimeðferð málsins.
Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 203343
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er áhrifameira að kenna fólki að keyra. Það myndi duga á allavegina. Bílprófið er greinilega auðfengið.
Alltaf þegar ég keyri á svona vegum úti á landi tel ég bílana sem koma á móti og gera eina vitleysu. Sem er að það er stór hópur sem keyrir á miðlínunni þegar maður mætir þeim. Og svo margt annað líka. Það er eitthvað mikið að í aksturshæfni borgaranna, vantar auglýsingar frá umferðarráði sem kenna fólki að nota svona vegi, aðhald í bílprófi og betri ökukennsku og ökukennara.
Ólafur Þórðarson, 21.3.2007 kl. 14:21
Þá er ég ekki að tala um þetta ákveðna slys því ég veit ekki um tildrög þess.
Ólafur Þórðarson, 21.3.2007 kl. 14:22
Já það er allt gott og blessað í sambandi við aukna kennslu en það er nú einu sinni svo að mannskepnan er breisk og gerir mistök þrátt fyrir allt nám og kennslu sem hún fær og því ber að gera ráð fyrir því í vegagerðinni líka.
Mér finnst það nú takmörkuð ábyrgð við þjóðvegaakstur að liggja yfir því að telja vitleysur annarra. Færi betur á því að fylgjast með eigin því öll gerum við þær jú.
Þorsteinn Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 14:35
Ég ber þetta saman við áratuga keyrslur hér í USA þar sem þetta þekkist ekki, að keyra með dekkið á miðlínunni þegar verið er að keyra framhjá. Ég verð alltaf kjaftstopp þegar þetta upplifist og blóta viðkomandi í sand og ösku. Í fyrra var ég nærri kominn út af þegar einn svona var með treiler í eftir dragi langt inná mínum helming. Maður bara á ekki orð yfir þessum aulaskap.
Annars er áhugavert þetta með vegina að í borgarskipulagi er formúla sem segir að betri vegir margfaldi umferð í hlutfalli sem hærra en gatnabótin. Því hafa sumar borgir hreinlega gefist upp á að stækka vegina og jafnvel farið í að smækka þá. Já ótrúlegt en satt. Vegir milli borga hljóta sama lögmáli og samt þarf að fá þessa blessuðu 2+2 vegi.
Ólafur Þórðarson, 22.3.2007 kl. 04:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.