Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Gítarsnillingur

Ég hef verið að glamra á gítar frá því ég var krakki en aldrei svo sem kunnað neitt. Sjálfsagt þessvegna er ég heillaður af þeim sem kunna eitthvað og hér er einn snilli, Andy McKee sem tekur hér Africa með TOTO fyrir þá sem misstu af tónleikunumWink

 

Læt svo fljóta með annað ekki síðra og spilamennskan ekki beint hefðbundin hjá Andy McKee frekar en fyrri daginn, en hérna tekur hann lagið Drifting


Fullur á Ibiza

Eyddi hálfum mánuði þarna fyrir margt löngu og naut. Hafði eina nóttina skotist á næturklúbb og var enn hraustlega hífaður þegar ég renndi niður í bæ á Vespu sem ég var með á leigu. Ekki tókst betur til í einni beygjunni en að ég flaug á hausinn í hálfgerðri lausamöl sem keyrðist uppúr vegakerfinu þarna. Ég ligg svo þarna í götunni að reynda að ná attum og sé að á gangstéttinni í 2ja metra fjarlægð stendur lögregluþjónn með alvæpni. Sá það fyrir mér að vera hirrtur en Vörður gekk til mín og spurði "You OK?"... "Yes" umlaði ég... "Bike OK?" "Yes" umlaði ég aftur "OK".. og þar með gekk hann burtu.

Hann hefur eflaust séð eftir jákvæðninni, þegar kolruglaður íslendingurinn steig á vespuna og ók í stressinu í burtu "á móti umferðinni". En hvað kemur þetta 2 ströndum á Ibiza við? Jú því að eftir að hafa ruglast þarna í riminni.. rataði ég ekki til baka á hótelið svo frekar en að spyrja til vegar þá ákvað ég að aka bara ströndina til baka, þar sem hótelið var alveg niðrá strönd. Þetta gekk fantavel þar til ég kom að vegg sem var á alveg niður í sjó fram og þá voru góð ráð dýr. Þetta var veggurinn á sundlaugagarðinum á hótelinu sem við bjuggum á.

Ég reyndist svo vera aðalskemmtiatriðið á einhverjum fundi seinna um kvöldið því auðvitað höfðu gestir ásamt fararstjórunum(sem ég tók ekkert eftir) hleygið sig rúmlega máttlaus þegar ég var að henda Vespunni yfir vegginn með miklum átökum. Eftirtektin var ekki betri en svo að ég hafði ekki séð nokkurra metra breitt, bílfært gat í vegginn  nokkrum metrum frá mér svo þeim fannst bjástrið rúmlega gott á mig.

Hefði hinsvegar verið mun erfiðara að hafa gott grip á Vespunni hefði maður verið búin að löðra hana alla út í olíu á ströndinni - Og þarna er tengingin komin við fréttinaGrin 


mbl.is Olíubrák á sólarströndum Ibiza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Lyfjastofnun nýja Netlögreglan?

Hélt að Steingrímur væri í minnihluta...

Ég hélt einnig að læknum væri eingöngu bannað að auglýsa læknaþjónustu sína svo mér er til efs að Lyfjastofnun hafi eitthvern rétt til að krefjast lokunar þó svo að hver sem er geti svo sem óskað einhvers.


mbl.is Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúmskur sjúkdómur...

Hélt að ef tekin eru lyf sem bæta líðan fólks þá minnkuðu líkurnar en kannski er það ekki algilt? Eflaust hægt að vera svo down að menn hafi ekki þrek í að fyrirfara sér.


mbl.is Færri sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlk í hvelli...

Annar maðurinn mun vera mikið brenndur á andliti eftir að eldur kom upp í bíl, sem hann var í, og höndum en hinn brenndist á fæti....

Er hægt að orða þetta öllu lakar?


mbl.is Steig í hver við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sherlock Holmes Íslandssögunnar

Hæstiréttur hefur..., sæti gæsluvarðhaldi til 16. ágúst vegna síbrota... ...margoft þurft að hafa afskipti af manninum vegna ýmissa afbrota og unnið að rannsókn tuga mála ...grunaður um að hafa framið fjölda auðgunarbrota á höfuðborgarsvæðinu. Grunur leikur á að maðurinn fjármagni fíkniefnaneyslu sína með afbrotum.

Nei ég held hann beri út blöð til að fjármagna dópiðBlush


mbl.is Í gæsluvarðhaldi fram í ágúst vegna síbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin mörk...

Maður hefur svo sem lesið um að smyglarar noti smábörn og elliært fólk sem burðardýr svo þetta á ekki að koma manni á óvart. Sorglegast er að hugsa til þess hversu mörg ungmenni eru rænd æskunni með öllu þessu dópi og því umhverfi sem er í kringum tengda aðila.
mbl.is Sextán ára breskar stúlkur staðnar að umfangsmiklu smygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband