Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fallega gert

Það mættu fleiri taka sér þetta til eftirbreytni alla vega þeir sem eru með ofulaunin og milljarðana. Auðvitað er mörg fyrtækja að styrkja allskonar starfsemi en manni finnst samt að íslenskir auðmenn geri alltof lítið af því að gefa til góðgerðarmála.

Sælla er að gefa en þiggja


mbl.is Lét öll laun sín renna til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn tvöfaldan í matarolíu og plokkfiski

Meðal annars ráðleggja næringarfræðingarnir fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat. Einn bjór á dag er líka í lagi, sérstaklega hef fólk borðar eins og suðrænir víndrykkjumenn mikið af ávöxtum, grænmeti, fiski og ólífuolíu. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

 

Mér er til efs að það þyrfti á SÁÁ að halda ef enginn fengi sé í glas öðruvísi en að ausa í sig ávöxtum, grænmeti, fiski og matarolíu... Allavega held ég að menn hugsusðu sig um fyrir eitt glas.


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það 400 kr. fyrir utan orlof?

Er ekki lágmarkskrafa að menn sanni það að þeir séu rafvirkjar(eða að verktakinn sanni að um rafvirkja sé að ræða) áður en menn fá leyfi og/eða að vinnueftirlitið fari fram á slík gögn áður en fyrirtækinu(verkatakanum) er leyft að hefjast handa?


mbl.is Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að ekki fór verr...

Við skulum alveg átta okkur á því að þetta tekur ekki nema örskotsstund. Lítð barn sem sýpur hressilega er ótrúlega fljótt að missa meðvitund. Þannig að það eru sko engin samansem merki einhversskonar vanræksla og að slíkur atburður gerist.

Góðan bata!


mbl.is Sex ára dreng bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðurinn heima bara hálfdrættingur

Fór í 24°C í forsælu núna um 4 leytið í bakgarðinum hjá okkur svo þessir þarna í 46 gráðunum eiga samúð mína alla. Við hjónin lenntum í hitabylgju á Spáni fyrir allnokkrum árum og sáum 47° þegar við ókum hásléttuna þar og það er meira en nóg að lenda í slíku einu sinni á æfinni og það á bíl sem ekki var með loftkælingu.
mbl.is Allt upp í 46° gráður í hitabylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að opna meðferðarheimili?

Maður heldur nú ekkert ofan í sér andanum eftir því að íslenskir kokkar fari á taugum yfir minnkandi þorskkvóta...
mbl.is Japanskir kokkar fara á taugum vegna túnfisks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Father of the year

Murphy lagðist að vísu hjá Mel
og mundaði brandinn ég tel
hugðist svo hjakka
hrekklaus um krakka
söguna ódýrt ég sel


mbl.is Murphy er pabbinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræfilstuskan...

siliconeÉg er viss um að hún er nægjusöm, kurteis, og skilur hismið frá kjarnanaum og er ekki að velta sér uppúr smámunum, er óánægð með sjálfa sig og viðfeldin. 

Sjúkk... hún fer þá allavega ekki í mál við mig.


mbl.is Victoria fékk bætur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband