Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
25.4.2007 | 01:27
En gerði hann það sjálfur?
Maður skar af sér getnaðarliminn á veitingastaðnum Zizzi á Strand í miðborg London. Lögregla þurfti að beita táragasi til að yfirbuga manninn sem skar sjálfan sig víða. Hann var stöðvaður í eldhúsdyrunum af starfsfólki veitingastaðarins á sunnudagskvöld. Þá tók hann á rás náði í hníf á öðrum stað á veitingastaðnum, hljóp inn í matsalinn þar sem hann skar sig á úlnliðum og nára.
Samkvæmt fréttavef BBC er maðurinn á bilinu 30 til 40 og olli sjálfur sárum sínum. ...
Já var hann virkilega valdur að sárum sínum?
![]() |
Maður skar af sér liminn á veitingastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 00:23
Held að Vatikanið ætti að líta sér nær
Veit ekki betur en Vatikanið hafi haldið verndarhendi yfir fjölda barnaníðinga innan sinna vébanda og það áratugum saman. En kannski hafa prestarir þeir bara skriftað hver hjá öðrum og reddað samviskunni...
10 Maríubænir félagi og farðu svo að hætta þessu...
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 00:11
Hundurinn "stoned" en eigandinn ekki
Ég á yndislega 44 kg. kjölturakka sem heitir Ýmir. Hann er kannski ekkert endilega alltof viss um að hann sé hundur, enda bara einn af fjölskyldunni og elskaður sem slíkur.
Í dag var ég á ferðinni að skutla stráknum í afmæli til vinar síns en sá býr hér rétt hjá Dýraspítalanum okkar Árborgara. Ég fékk þessa snilldarhugmynd að skreppa bara með Ými inn á spítalann og fá þau til að klippa klærnar á karli. (hann er nefnilega ekki látinn labba neitt alltof mikið utandyra.. hvað þá hlaupa...
Við snörum okkur inn... ég óundirbúinn ekki með ól á honum eða neitt enda hafi hann bara verið með á rúntinum. Við komumst strax að, og ég gat með herkjum lyft honum uppá hátt borð en þar fór klippingin fram. Þessi elska bar sig vel, en nett hræddur, enda hef ég alltaf sagt að hjartað í honum hljóti að vera minnsta líffærið hans.
Nú þetta gekk svo vel að ég stundi því upp að hann væri með vörtusepa sem mætti kannski taka í leiðinni. Doksi leit á vörtuna og samsinnti því. Ég bjó mig undir að þurfa kannski að halda aðeins þéttar við greyið á meðan að sepinn yrði klipptur af, en sepinn hékk á örmjóu hafti. Nei nei... fyrst fékk hann kæruleysissprautu... og við látnir doka frammi á biðstofu meðan aukið kæruleysi helltist yfir kappann og síðan eftir að hafa með erfiðismunum náð að lyfta honum, gersamlega meðvitundarlausum uppá háa borðið aftur þá var hann staðdeyfður allt í kringum sepann og síðan var þetta sótthreinsað, skorið allt og saumað saman aftur. Eyrun voru einnig hreinsuð í leiðinni svona rétt til að nýta "blackoutið".
Jæja þá var komið að því að koma meðvitund í karlinn aftur. Hann var fyrst sprautaður með fúkkalyfjum og síðan var hann sprautaður með einhverjum "tak sæng þína og gakk" vökva... en ekkert gekk. Á endnum varð ég að fara með hann úr "recovery" og fram í almenning og þar hófst biðin. Inn komu allskonar "næstumþví" hundar og kettir en hann rétt splæsti öðru auganu á kvikyndin en neitaði með öllu að sýna t.d hefðbundin viðbrögð við kettinum, en kettir eru annars það eina sem annars haggar jafnaðarskapi Ýmis. Þ.e hann fer venjulega gjösamlega á límingunum þegar hann sér kött.
En nei nei... hannn lá bara áfram í þessu dóprússi sínu og var sko slétt sama hvað fram fór á biðstofunni. Á endanum þurfti ég að hálfdraga hann útí bíl og þegar ég opnaði afturhurðina, leit hann hneykslaður á mig með morgunsvipnum sínum... en sá svipur þýðir: "'Eg er svo ofsalega syfjaður, enda rifinn upp um miðja nótt, að þú verður að lyfta mér upp ef þú ætlast til þess ég fari inn í bílinn" Sem ég og gerði. Nota Bene... Þetta er fólksbíll.
Ég hafði fengið fínan plastkraga til að setja um hálsinn á honum en sá fljótt að þeir reikna með að boxer sé eitthvað léttari en minn, svo enginnn er kraginn. Enda þegar þessar línur eru skrifaðar, á miðnætti, er hann enn hálf meðvitundarlaus hérna í leðrinu aftan við mig, greinilega harðákveðinn í að fullnýta dópið... enda á þurrfóðri og vatni flesta daga.
Skyld'ann verða þunnur á morgun?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 18:33
Maður er orðinn svo klikkaður...
...að þessar tölur hljóma bara eins og hreinn taprekstur eftir að hafa orðið vanist hagnaðartölum banka og fjármálafyrirtækja...
En sætt væri nú samt að geta státað af þessum "aurum" í sínum eigin rekstri...
![]() |
105 milljóna hagnaður af rekstri Nýherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 15:23
Opið bréf til bloggstjórnenda blog.is
Kæru tæknimenn.
Hvernig væri að þið settuð inn í bloggvinalistann 3ju meldinguna svona til að segja manni hvort um er að ræða nýja athugasemd eða nýjan póst?
Eins og þetta er í dag þá keumur fram [inni] og síðan [nýtt] - Það mætti t.d hugsa sér að vera með sér lit á [nýtt] ef um nýjan blogpóst er að ræða?
Síðan þyrfti að vera scroll flipi í bloggvinalistanum og að lokum....: Hvað er með þennan hvatningarhnapp um að tilkynna ósæmilegar tengingar við fréttir? - Hafa ekki allir bloggverjar tök á að tilkynna slíkt þó ekki sé þrusað hnappi framan í viðkomandi?
Með ósk um viðbrögð og fyrirfram þökk, Steini
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 14:55
Aumingja Kim, Paris, Pamela, Tommy og öll hin
Já maður kennir ekkert smá í bjóst um þessar ólánsömu stjörnur sem hafa óvart sent fjölmiðlunum vídeóspólurnar af ástarleikjum sínum og nú síðast Kim sem hefur ábyggilega haldið að hún væri að senda símann sinn í viðgerð en óvart póstað honum á einhvern fjölmiðilinn...
Og hún sem var svo klár á síma í myndinni Cellular - Sannarlega óheppin.
Meira pakkið allt saman
![]() |
Kim Basinger neitar að hafa lekið upptökum af reiðilestri Alec Baldwin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 14:36
Hvaða "snillingi" datt í hug að auglýsa þetta fyrirfram?
Ég bara trúi því ekki að mönnum þyki hyggilegt að auglýsa svona uppákomur fyrirfram og þannig senda þau skilaboð að þetta sé "bara í plati" og óþarfi að hafa áhyggjur.
Mér finnst kolröng ákvörðun að senda slík skilaboð... og bókstaflega varhugavert.
![]() |
Lögreglubifreiðar með forgangsljós á þremur gatnamótum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2007 | 09:15
Af heimsku stjórnmálamanna
Það stóð ekki til og stendur ekki til að lækka vörurverð vegna þessara heimsku VSK-lækkunar. Hvaða fábjána datt þessi reginfyrra í hug?
Maður bara trúir ekki að þetta lið stjórnmálamanna, sem að langstærstum hluta er meira að segja þokkalega menntað, hafi trúað að þessi aðgerð virkaði.
Ja þeir sem það gerðu... ættu að hætta að villa á sér heimildir og láta lengja á sér eyrun.
![]() |
Söluturnar tregir til að lækka sælgætisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2007 | 09:01
Guði sé lof...
![]() |
Hamas segir vopnahlé við Ísrael ekki lengur í gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 03:06
Þetta minnir mann á Reunion í skóla
Það er svo skrítið að manni finnst auðvitað að Brísla Bardó eigi bara að líta enn eins út og á myndinni hér til hliðar... þrátt fyrir að smá tími sé liðinn. Manni hálfbregður við að sjá hana hér eins og kameldýr.. þessa elksu sem fékk blóðið til að renna fram í hann fyrir 35 árum síðan.
En þetta er bara eins og með skóla reunionin... sætustu stelpurnar í den eru það ekkert endilega í dag. Nema nátttúrulega Stína Sigvalda:)
Manni finnst það ferlega furðulegt.. þær orðnar jafnvel gráhærðar og hrukkóttar en ég er ekki enn farinn að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
En svo má ekki gleyma þessum sem maður horfði ekki á tvisvar í den... en hafa blómstrað í áranna rás og verða bara fallegri og fallegri með hverju árinu sem líður.
Og svo eru það kallar eins og ég ... sem hafa bara blómstrað
ps. Skiptir öllu að vita að Brísla ætlar ekki að kjósa.
![]() |
Brigitte Bardot ætlar ekki að kjósa í forsetakosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
- Hvar voru Brooklyn og Nicole?
- Fyrrverandi kærasta Andrésar komin með nóg af lygum
- Eiginkona Brosnan frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Rifjar upp eitt mesta hneyksli í kringum Beckham-hjónin
- Fetaði í fótspor föður síns