25.3.2009 | 13:24
Verða þetta gleðifréttir eða...
... verða þeir kannski búnir að skera þetta niður í reiðveg?
Suðurlandsvegur breikkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 203348
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Örugglega ekki, Þorsteinn. KLM mun væntanlega tilkynna að það verði farið í 2+1 aðgerð uppi á heiðinni, þar sem þetta er í raun komið á og ostaskeravírar í milli. Hann mun hinsvegar tilkynna að Ólafsfjarðargöngin verði tvöfölduð til samræmis við Héðinsfjarðargöngin, svo flóttaleiðin frá Siglufirði verði greið.
Joykiller (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:28
Nákvæmlega það sem ég óttast... og það er akkúrat það sem á við með reiðvegi meðfram
Þorsteinn Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 13:34
2+1 vegir reynast bara þokkalega vel í Svíþjóð og þar má þeysa þá á 110-120km hraða! Svo? er ekki nóg fyrir ykkur að fá slíkan veg þarna austureftir frekar en 2/2
Jón Arnar, 25.3.2009 kl. 13:44
2+1 er alveg nóg. 2+2 er heimskulegt bruðl.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:51
Nei það er ekki nóg... á stórum köflum er þetta eina lífæðin... og þótt umferð flutninga- og vörubíla hafi minnkað í kreppunni þá er þá er hún ótrúlega mikil á þessari leið og það þarf ekki nema smávægileg umferðar óhapp þá er leiðin lokuð. Og á stórum svæðum fyrri 2+1 vegar sem er þarna er t.d ekki gerlegt að stoppa til að skipta um dekk örðu vísi en að loka hringveginum. Háir kantar víða framaf... og ekki mögulgt að setja alvöru aðskilnað á milli akreina.
Og svo á bara ekki endalaust að hugsa örfá ár fram í tímann... og allra síst í kreppu
Þorsteinn Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 13:54
2+1 kaflinn sem er nú á Suðurlandsvegi er vont dæmi um 2+1 veg að því leyti að vegaxlir eru nánast ekki til staðar. Það þversnið sem notað verður á nýjum 2+1 vegi gerir ráð fyrir að einfalda akbrautin á 2+1 vegi sé 3,5 metra breið, 1 metra breið öxl snúi að vegriði og 1,50 metra breið öxl sé hægra meginn. "Einfalda" akbrautin er því í raun 6,25 metra breið. Víða á þjóðvegum landsins mætast bílar á 90 km hraða á álíka breiðum vegum.
Svo virðist sem flestir sem gagnrýna 2+1 vegi hafi enga vitneskju um fyrirbrigðið. Þessi skelfilegi tilraunakafli í Svínahrauni hefur ekki hjálpað til heldur við að selja hugmyndina.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:05
Þarna á að standa að akbrautin verði 3,75 metra breið, ekki 3,5.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:08
2+1 kemur með auka hættur í traffíkina. Fólk byrjar að taka fram úr í gríð og erg þar sem tvöfaldur kafli byrjar. Ég var næstum undir vörubíl á slíkum kafla þar sem hann ákvað skyndilega að taka framúr upp brekku þegar ég var byrjaður að taka fram úr.
Svo við endann á slíkum tvíbreiðum vegi þá er kapphlaup að komast á undan næsta bíl áður en tvöföldunin endar.
Jón Á Grétarsson, 25.3.2009 kl. 14:33
Nei ég get svosem viðurkennt að hafa lítið fyrir mér nema fyrri hönnunarslys Vegagerðarinnar... Hafandi nú burrað þessa svínahrauns- 2:1 leið frá "lagningu" hans þá sér maður samt alltof mikið um netta kappakstra áður en komið er að einföndunum... og ég er þeirrar skoðunar að svona umferðaræðar eigi líka að hanna með langtímanotkun í huga. Þessi "vegspotta"hugsun sem alltof oft ræður ríkjum er eitthvað verður að fara að afleggja. Dæmin um þessa míkróhugsun eru allsstaðar. Við hérna á Selfossi erum t.d með nýbyggðan skóla sem sprakk áður en hann var fullbúinn...
Þorsteinn Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 14:39
Eflaust má færa góð og gild rök fyrir 2+1 lausninni, en þar er verið að tjalda til einnar nætur að mínu mati ef notast á við sömu hönnun og þegar er komin. Ég fer yfir "fjallið" daglega og oft hefur maður hugsað þeim þegjandi þörfina sem hafa tekið upp á því að aka einfalda kaflann á 60 km hraða þegar ekkert er að færi. Auk þess er einfalda akreinin ekkert spennandi þegar snjóþungt er.
Ef þeir ætla aftur á móti að fara fullorðna 2+1 leið með alvöru vegöxlum og öryggissvæðum, þá sé ég svo sem ekkert að því nema hvað að umferðarþunginn má ekki aukast neitt frá því sem nú er. Menn geta vitnað eins og þeir vilja í Svíana, en ég bjó þar um árabil og þekki þeirra 2+1 af eigin raun.. ég ræð mér alveg yfir kæti ef þeir ætla að kópíera það.
2+2 er eina frambúðarlausnin á þessari umferðaræð, því Suðurlandsvegur er þung umferðaræð, ekki bara þjóðvegur úti á landi eins og sumu borgarbarninu finnst hann vera.
Magnús Þór Friðriksson, 25.3.2009 kl. 15:00
Legg til að allir efahyggjumenn 2+1 vega kynni sér staðreindir. Svíar eru búnir að nýta slíka vegi í fjölda ára eða síðan 2002 með afgerandi árangri í lækkun slysa. Þeir hafa byggt 3.700 km af slíkum vegum og gert fyrir eftir skýrslur fyrir þá alla. Staðreyndir - ekki ímyndaðar þarfir er það sem á að byggja fyrir.
Efistu lestu þá þessa skýrslu Evaluation of 2+1 roads with cable barrier http://www.trb.org/news/blurb_detail.asp?id=10040 sem er gefin út á þessu ári . Hún er meira að segja á ensku. Segir allt sem segja þar.
Smári Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:01
Ekki spurning að fara í 2+2. Öryggistilfinning ökumanna á Reykjanesbraut hefur aukist mikið með tilkomu 2+2 og lýsingar. Ekki finn ég fyrir sama öryggi á 2+1 veginum á Suðurlandsvegi, nema síður sé. Mér finnst ég vera í stórhættu við hliðina á þessum togvír. Svona svipað og þegar maður ekur fjallvegi þar sem skriðan er öðru megin og hengiflugið hinu megin.
Suðurnesjamaður (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:06
Ég er í sjálfu sér alveg sammála því að þegar litið er lengra til framtíðar séu 4 akreinar nauðsynlegar alla leið. Almennilegur 2+1 vegur getur hinsvegar verið fyrsti áfangi sem tiltölulega auðvelt er að breikka í 2+2 í svokölluðu þröngu sniði (þ.e. aksturstefnur skildar að með vegriði en ekki breiðum miðeyju) þegar umferðarþunginn fer að kalla á það. Þegar talað er um 2+2 vegi er fólk oft að hugsa um allra dýrustu lausnina sem felst í því að leggja nýja tveggja akreina akbraut til hliðar við núverandi veg og tengja hvern einasta sveitaslóða við hraðbrautina með mislægum gatnamótum. Það er óþarfa flottræfilsháttur og "frekar 2007" eins og sagt er.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:09
Hæ öll, ég er einn af hælbítunum, langar að minna á að einu sinni þótti fullgott að hafa brýr einbreiðar.
Eiður Kristmannsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.