Leita í fréttum mbl.is

Gómaði konu í bakgarðinum kl 5:30 aðfaranótt sunnudags við það að stela jólaseríu

Var að fá mér að reykja fram í stofu og ljósin slökkt, ró yfir öllu. Verð ég þá var við að kona gengur frá götunni heim að húsinu og hugsaði ég með mér að það væri meiri harkan í þessu útburðarliði að vera að þessu klukkan hálf sex að morgni. Síðan heyri ég ekkert í lúgunni svo ég fer fram í eldhús og lít útum gluggann sem vísar útí bakgarðinn, í átt að kertagerðinni og sé þá þessa konu, á milli fertugs og fimmtugs, þar sem hún stendur og er að horfa í kringum sig. Hún stendur þarna smástund og skannar svæðið, klædd þykkri peysu, með húfu og vettlinga... gengur síðan að einhverri fuglaseríu(sem var eina skreytingin utandyra) og fer að týna hana af trénu sem hýsti hana.

Við skulum orða það þannig að það hafi heldur fokið í mig þegar ég gerði mér grein fyrir að þarna var komin manneskja í þeim tilgangi einum að stela og því sleit ég upp hurðina útí bakgarðinn og hvæsti á hana að hún skyldi "vinsamlegast að láta af þessari iðju".  Hún tók á rás út úr garðinum og út á götu þar sem silfurlitur 4 dyra VW Golfinn hennar beið í gangi... og ók burt.

Þetta var sko kona sem var eingöngu í ránsleiðangri!

Vil svo bara óska henni gleðilegra jóla... þó svo að þau verði kannski á annarra kostnaðBlush


mbl.is Talsvert um innbrot og þjófnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík ósvífni, og svo segja menn að reykingar seú alldrei til góðs   hahahahahha sá hlær best sem síðast hlær.

(IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 02:02

2 identicon

Þetta var nú skrýtið "séu"

(IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hér hjá mér í Austurbænum eru ljóskerin mín tekin....og auðvitað hjólið. Ömurlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 02:10

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já KOOL-ið klikar ekki

Þorsteinn Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 02:11

5 identicon

You are so cooooooooooolllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll með  kool...ið

(IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 02:27

6 Smámynd: Riddarinn

Þarna hefðir þú nú frekar átt að gera góðverk í anda jólanna og leyfa henni að týna seríuna af, þegar því hefði verið lokið og hún hefði verið á leið í burtu áttir þú að að opna útidyrnar og kalla hátt og skýrt hó hó hó gleðileg jól og svo hefðir þú átt að hlaupa út að bílnum hennar og opna hurðina á bílnum hennar og brosa þínu breiðasta en þú hefðir þó orðið að passa þig að vera örugglega búinn að setja uppí þig fölsku tennurnar til að hræða ekki líftóruna úr kerlingar greyinu  svona rétt fyrir Jólin  

þarna hefðir þú fengið sannan jólafíling í kjölfarið að gera konunni góðverk og hjálpa þeim fátæku og hún hefði brosað hringinn með fallegu stolnu jólaseríuna á svölunum á yfirveðsettu íbúðinni sinni.

Það er nokkuð víst að hún hefur ekki haft eins mikil auraráð fyrir þessi jól og þú til að kaupa svona fína Jólaseríu því erlenda bílalánið á Silfurlita Gólfinum og íbúðinni hefur líklega vaxið óhóflega mikið og þarna átti þú að sjá sóma þinn í að hjálpa nauðstöddum á þessum síðustu og verstu tímum.

Don´t forget the Cristmas spirit

Gleðileg Jól

Riddarinn , 24.12.2008 kl. 03:38

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Amm... það er bara þannig að ég fæ einhvernveginn ekki sama fílinginn af því að láta stela frá mér.... og því að gefa einhverjum eitthvað að mínu eigin frumkvæði.

Ég ætla bara að vona að kerlingarálftin hafi ekki burrað langan veg til að stela seríukvikindinu því mér skilst á frúnni að serían hafi kostað ca. hálft þúsund í IKEA.  

En kannski fólst góðverkið bara í því að koma í veg fyrir að hún stæli. Svo voru þetta svo fáir fuglar á þessum seríuvísi... að hún getur eins kveikt bara "hazardinn" á Golfinum og látið hann blikka út hátíðirnar... eða jafnvel bara stefnuljós

Þorsteinn Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 03:49

8 Smámynd: Riddarinn

Hefði það ekki verið best ef kellan hefði bara "gómað "þig í staðin fyrir að sleppa sér

Riddarinn , 27.12.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband