Leita í fréttum mbl.is

Hvar er rannsóknarblaðamennskan - Sparnaðurinn er greinilega löngu byrjaður

Það er með ólíkindum hversu "frétta"miðlar eins og RÚV eru að verða óþarfir. Þeir viðra svona rétt aðeins hvað er að gerast en virðast engu púðri eyða í að rannsaka og komast til botns í hlutunum. Fólkið í landinu á heimtingu á því að vita hvað er virkilega að gerast, hverjir standa sig í stykkinu og hverjir ekki.

Flesta daga koma fram vísar að þvílíkum hneykslum að miðlar annarra landa myndu umsvifalaust setja sitt besta lið í rannsóknarvinnu, og frekar en ekki fjölga mannskap en hjá t.d RÚV fékk t.d fréttin um aðgerðarleysi FME gagnvart bankastýrunni styttri umfjöllun en það ef belja ber 2 kálfum.

Að innlendar fréttir skuli ekki vara að lágmarki 1klst. á kvöldi sýnir best hversu áhuga,- og metnaðarlaus þessi vinna RÚV er.

Hver er aftur megin tilgangur ríkisjónvarps/útvarps? Er það ekki að upplýsa almenning og veita stjórnvöldum aðhald.  Fjórða valdið - My arse! - Ja RÚV er greinilega valdslaus sjoppa með öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Veistu væni minn, ég er bara innilega sammála þér núna !

Jónína Dúadóttir, 9.12.2008 kl. 07:11

2 identicon

Mér hefur bara aldrei fundist nein alvöru blaðamennska vera hér á landi,  Kompásþátturinn sýnir lit, en þar hefur líka vantað eftirfylgni þegar frumrannskókn færir í ljós fleiri spuringingar heldur en spurt var að í upphafi.   Þeirra túlkun (fjolmiðla) á okkur landanum er greinilega sú að við höfum hvorki  sellur eða eirð í okkur  til að geta fylgst með slíkum fréttaflutningi. Að við mundum brjálast á fjarstýringunni ef umfjöllunnarefni tæki meira en mínútu

PS hvernig var með Kúbu???

(IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Elskan mín, Páll er að spara svo hann haldi laununum og bílnum óskertum.............

Vilborg Auðuns, 9.12.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband