Leita í fréttum mbl.is

Ekki svo Dobri þakka þér fyrir...

Var að fá þennan fína póst frá TAL-i þar sem spurt er hvernig gangi hjá mér nýkomnum í viðskipti. Pósturinn er reyndar nánast óskiljanlegur fyrir eitthvað letur/code vesen en ofan á aþð allt þá hélt ég að eftir mín 5 eða 10 samtöl við þjónustuborðið þeirra þá hélt ég að það lægi nokkuð ljóst fyrir hvernig gengi.Devil

Ferlið var á þessa leið... ég sá auglýstan pakka sem hentaði okkur og óskaði eftir því að þeir hefðu samband. Í símtali við sölumann þeirra sem hringdi litlu síðar... kom fram að þar sem ég væri hvort eð er hjá þeim(Hive) með netið myndi ég ekki verða var við flutninginn.

Heimaíminn er síðan fluttur(10 dögum seinna en lofað var) fyrir ca. viku og hófst þá lesturinn... Netið hætti að virka... og eftir samtal við TAL þá kom í ljós  ég þyrfti að skipta um router og fá þar með nýja ip tölu.  Nú ég sótti routerinn og tengdi, kom innra netinu í form en netið tollir afar illa inni og hef ég oftar á þessari viku aftengst netinu(þó það standi að vísu yfir stutt í hvert sinn) en samanlagt í nokkur ár þar á undan. Þetta er í "athugun".

Heimasíminn virkaði illa og suma dagana voru slíkir skruðningar, brak og brestir að samtölin byggðu að mestu á ágiskunum. Samkvæmt einu af samtölunum er þetta rakið til "einhvers vesens" í 2 símstöðvum og "það er meira að segja komnir erlendir sérfræðingar til að skoða þetta" Þetta er semsagt í "athugun". 

Til að TAL-smenn njóti nú sannmælis þá hafa gemsarnir okkar hinsvegar virkað ágætlega.

Pólverjinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HVAÐ!!!!!!!!      Din Dobre Steini minn......hva skilur þetta ekki 

 En að nokkuð fyrirtæki skuli láta svona frá sér... Þú ert sem sagt .........nett pirraður giska ég á

(IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Það fer nú að verða verulegt "under statement".. svo ekki sé meira sagt... fyrirgefðu frönskuna... 

Þegar verst lætur slitnar tengingin á nokkurra mínútna fresti en þegar best lætur hangir hún inni í nokkra klukkutíma.

Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jahérna hér.... mikil er mæðan...En það verður að segjast Steini minn að mikið má veröldin nú vera þakklát fyrir þína óendanlegu þolinmæði

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Segðu... Já þeir á þjónustuborðinu eru sannarlega heppnir að ég er hvorki óþolinmóður, hæðinn né hrokafullur í samskiptum

Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já það er akkúrat það sem ég meina

Þorsteinn Blíðalogn Gunnarsson.....

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Vilborg Auðuns

hæ hvað er að heyra........ ég hef nefnilega orðið pínulítið vör við þetta vesinn á þessu neti ykkar msn-ið er inn út inn út.......ég slökkti á endanum á hljóðinu í tölvunni......

Ég þekki marga sem hafa skipt yfir í tal og hafa kvartað yfir sama vesininu..... og á endanum skipt aftur yfir í síman.

Gangi þér vel í þessu stríði...

knús

Vilborg Auðuns, 13.11.2008 kl. 16:16

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já þetta er ekki skemmtilegt... Veit ekki hvað ég gef þessum kumpánum marga daga í að laga þetta. takk takk... og sömuleiðis.

Þorsteinn Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband