8.10.2008 | 00:04
Ég var í fjármálaráðgjöf hjá Glitni í dag
Fyrir nokkrum vikum var okkur hjónum boðið að þiggja fjármálaráðgjöf hjá Glitni og fyrir forvitni sakir þáði ég það boð. Ég var svo sem ekki viss um að af þessu yrði en klukkan 9 í morgun hringdi þjónustufulltrúi og minnti okkur á ráðgjöfina. Nú við mættum og þáðum allskonar gjafir í boði ríkisins og löguðum til á reikningum og annað í þeim dúr.
Einhvernvegin fann maður samt fyrir feigðinni og það þrátt fyrir fína þjónustu fulltrúans. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka og forvera hans í tæp 40 ár og finnst miður að hann sé allur.
En samt er, á undarlega tvískinnungslegan hátt, feginn að Davíð skyldi svíkja loforðið sem hann gaf Glitni því ef hann hefði staðið það loforð væri hvort tveggja Glitnir og íslenska ríkið feigt. Og nú lengist í það minnsta í hengingaról ríkisins.
Er á meðan er...
FME tekur Glitni yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha mér finnst þetta kómískt.. fjármálaráðgjöf hjá Glitni. En ekki þar fyrir að starfsfólkið í bankanum er jafn hæft og það var áður og á meðan yfirmenn þess fóru á eyðslufyllerí.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.10.2008 kl. 09:57
Sæl stutta - Já mér fannst þetta býsna grátbroslegt líka. En við skynjuðum það á starfsfólkinu að þetta var búið. Nei það er sko ekki við almennt starfsfólk að sakast... ábyrgðin hvílir á þeim sem áttu að fylgjast með og setja regluverkið. Og hverjist skyldu það nú hafa verið?
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 8.10.2008 kl. 11:39
Ég er sammála Jónu hér að ofan... þetta er kómískt, að fara í fjármálaráðgjöf hjá einhverju fyrirtæki sem er nýfarið á hausinn.
Langar til að benda á gott framtak nokkurra einstaklinga, alhliða fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga:
www.fjarvit.is
Það hefði væntanlega verið betri lausn.
Ég vona að þú takir athugasemdinni ekki illa, meiningin var alls ekki auglýsing heldur meira að benda á fleiri leiðir í ráðgjafaþjónustu :-)
Mbk.
Örvar J. Arnarsson
Örvar Jens Arnarsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:41
@ Örvar - Við fórum nú reyndar ekki til að sækja okkur ráðgjöf heldur til að hringla aðeins með reikninga, en fannst þetta fyndið engu að síður.
Gangi þér vel með batterýið!
Þorsteinn Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.