Leita í fréttum mbl.is

Hvers virði eru eignirnar?

Rök Davíðs fyrir Glitnisyfirtökunni voru á þá leið að banki sem ætti við lausafjarskort að eiga þ.e hefði ekki handbært fé til greiðslu afborgana, væri í raun gjaldþrota. Þá skiptu eignir engu máli.

Ég er reyndar sammála þessu að því marki að "eign" er nákvæmlega jafnmikils virði í núinu og einhver er tilbúinnn til að greiða fyrir hana hér og nú.

En er ekki íslenska ríkið nákvæmlega jafn gjaldþrota og Glitnir, samkvæmt kenningum Davíðs? - Ekki á ríkið fyrir afborgununum frekar en bankinn og enn síður ef ofan á allt annað reynist rétt að ríkið hafi hvort tveggja kallað yfir sig yfirtökuskyldu og eins að það beri orðið fulla ábyrgð á  öllum skuldbindingum bankans?

Ég hygg að samkvæmt ofantaldri kenningu séu allir bankarnir okkar gjaldþrota. Enginn þeirra á fyrir sínum afborgunum, heldur eru þeir uppá náð og miskunn lánadrottna komnir fyrir hverja afborgun og minna í dag mest á Oliver Twist þegar hann rétti út súpuskálina forðum.

En hvað veit ég svo sem...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva.... ég hélt að þú værir flúin til Kúbu, .

En þetta er leiðinda mál allt saman, örugglega slæmt að fara þessa leið, en ég held að allir hefðu orðið brjálaðir ef þeim hefði verið lánað þetta, það hefði kannski ekki verið alveg sanngjarnt.  En eins og þú segir hvað veit maður svo sem. ´Ég er samt alveg viss um að það gengur ekki upp í 300 þús manna þjóðfélagi að það séu 10-15 þús að telja peninga og eða útbúa skuldaviðurkenningar, það eru of margar afætur

(IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kominn frá Kúbu ?

Jónína Dúadóttir, 3.10.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Silla- Ja Kastró hljómar alltaf betur og betur Skítt með það að 15þúsund manns væru í því að telja peninga ef þeir væru einhverjir aurar til.... en það þarf hins vegar ekki marga í að fletta þessum verðlausu skuldabréfum sem þessir drengir eru að braska með sín á milli.

@Ninna - Sko við förum ekki fyrr en í nóvember þ.e.a.s ef við verðum þá búin að fá greitt útúr tryggingasjóði innistæða... því þá verða þessar sjoppur örugglega allar farnar fyrir hornið

Þorsteinn Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband