3.3.2008 | 23:25
Ég varð fimmtugur í dag
Ég fékk eðli málsins samkvæmt nokkur kort og fannst texti þessara tveggja æðislegastur:
"Til Pabba
Til hamingju með fimmtugsafmælið og gangi þér vel með restina af ævinni
Þinn sonur Kolbeinn"
------------
"Elsku pabbi/afi/Steini
Innilega til hamingju með afmælið og takk fyrir að fullorðnast aldrei:-)
Stórt knús
xoxoxoxoxoxoxoxooxoxoxoxoxxoxoox
Linda, Bjarki og Ríkarður Flóki"
... Yndislegir krakkar.... Fjölskyldan var í heljarinnar vandræðum með að finna gjöf handa fimmtugum gamlingjanum sem auðvitað á allt... og endaði með því að gefa mér GUITAR HERO fyri PSP og Kolli Siggi(12) gaf mér Bílaleik í PSP enda var það svo... að hann var alveg að fara á límingunum af spenningi eftir því að ég tæki upp gjafirnar þar sem honum lá heil ósköp á að taka þann gamla í nefið... einn ganginn enn... Maður er svo að verða semi-pro í Guitar Hero eftir daginn og það syngja gamlir rokkslagarar í hausnum á manni
Linda og fjölskylda gáfu mér síðan gjafabréf í Tónasstöðina í Skipholti, þar sem næsti alvörugítar verður semsagt keyptur.
Þannig að nú er maður kominn sextugsaldurinn og enn ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór. Enda ungur enn
Þakka allar heimsóknir, kveðjur, símtöl og sms.
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
elsku steini til hamingju með daginn (þessi dúddi er að flauta afmælissönginn)
Þórunn Óttarsdóttir, 3.3.2008 kl. 23:35
Til hamingju með afmælið!! Þetta "takk fyrir að fullorðnast aldrei" eru náttúrulega bestu meðmæli sem hægt er að fá frá afleggjurunum sínum:)
Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 23:37
Takk takk.. Já Heiða ég var kátur með þetta hvort tveggja... enda nóg af gamalmennum í heiminum
Þorsteinn Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 01:22
Til hamingju með afmælið, þú ert búinn að ná mér Þetta orð "fullorðinn" er eiginlega blótsyrði hjá mér og systrum mínum og maður þarf alls ekkert að verða fullorðinn þó maður sé orðinn stór... bara aðeins stærri
Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 05:49
Til hamingju Steini með tugina fimm, velkominn í hópinn og hann samanstendur að fullt að mjög góður og skemmtilegu fólki sem hefur bæði fullorðnast og látið líka vera. Það er alltaf fjör hjá ykkur Helgu frænku minni, sé að hún er öll að bragast. Ég óska þér góðra og skemmtilegra daga í framtíðinni. Móðir mín vill líka koma afmæliskveðjum að. afmæliskveðja frá Jóhanni Úlfarssyni og hinu liðinu í Keilufelli.
Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:31
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í GÆR
Bretinn verður fimmtugur á árinu. það er óréttlátt hvað þið verðið bara flottari með hverju árinu sem líður. En ég er samt ekkert bitur
Jóna Á. Gísladóttir, 4.3.2008 kl. 10:56
Sæll félagi og velkomin í hópinn! Við eru bara ekkert eldri en við viljum vera og kærum okkur um. Höfum svo hugfast að börnin hafa engan einkarétt á því að leika sér, við megum líka
kv úr heiðardalnum.
Páll Jóhannesson, 4.3.2008 kl. 11:10
Elsku Steini það sem tíminn flýgur innilegar hamingjuóskir með gærdaginn og bestu óskir um bjarta og lukkulega framtíð.
Vinarkveðjur Gagga og Toggi
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 4.3.2008 kl. 12:45
Sæl og blessaður og til lukku með dagin þann 3/3 ég heyri að þú yngist með hverju árinu sem liður. Bestu kveður að austan bið að heilsa Helgu. Kveðja
Sigurlaug Gisladóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.