Leita í fréttum mbl.is

Ég varð fimmtugur í dag

Ég fékk eðli málsins samkvæmt nokkur kort og fannst texti þessara tveggja æðislegastur:

"Til Pabba

Til hamingju með fimmtugsafmælið og gangi þér vel með restina af ævinni

Þinn sonur Kolbeinn"

------------

"Elsku pabbi/afi/Steini

Innilega til hamingju með afmælið og takk fyrir að fullorðnast aldrei:-)

Stórt knús

xoxoxoxoxoxoxoxooxoxoxoxoxxoxoox

Linda, Bjarki og Ríkarður Flóki"

... Yndislegir krakkar.... Fjölskyldan var í heljarinnar vandræðum með að finna gjöf handa fimmtugum gamlingjanum sem auðvitað á allt... og endaði með því að gefa mér GUITAR HERO fyri PSP og Kolli Siggi(12) gaf mér Bílaleik í PSP enda var það svo... að hann var alveg að fara á límingunum af spenningi eftir því að ég tæki upp gjafirnar þar sem honum lá heil ósköp á að taka þann gamla í nefið... einn ganginn enn... Maður er svo að verða semi-pro í Guitar Hero eftir daginn og það syngja gamlir rokkslagarar í hausnum á manniWink 

Linda og fjölskylda gáfu mér síðan gjafabréf í Tónasstöðina í Skipholti, þar sem næsti alvörugítar verður semsagt  keyptur.

Þannig að nú er maður kominn sextugsaldurinn og enn ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera þegar  ég verð stór. Enda ungur ennGrin

Þakka allar heimsóknir, kveðjur, símtöl og sms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

elsku steini til hamingju með daginn (þessi dúddi er að flauta afmælissönginn)

Þórunn Óttarsdóttir, 3.3.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið!! Þetta "takk fyrir að fullorðnast aldrei" eru náttúrulega bestu meðmæli sem hægt er að fá frá afleggjurunum sínum:)

Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Takk takk.. Já Heiða ég var kátur með þetta hvort tveggja... enda nóg af gamalmennum í heiminum

Þorsteinn Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með afmælið, þú ert búinn að ná mér Þetta orð "fullorðinn" er eiginlega blótsyrði hjá mér og systrum mínum og maður þarf alls ekkert að verða fullorðinn þó maður sé orðinn stór... bara aðeins stærri

Jónína Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 05:49

5 identicon

Til hamingju Steini með tugina fimm, velkominn í hópinn og hann samanstendur að fullt að mjög góður og skemmtilegu fólki sem hefur bæði fullorðnast og látið líka vera. Það er alltaf fjör hjá ykkur Helgu frænku minni, sé að hún er öll að bragast.  Ég óska þér góðra og skemmtilegra daga í framtíðinni. Móðir mín vill líka koma afmæliskveðjum að. afmæliskveðja frá Jóhanni Úlfarssyni og hinu liðinu í Keilufelli.

Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í GÆR

Bretinn verður fimmtugur á árinu. það er óréttlátt hvað þið verðið bara flottari með hverju árinu sem líður. En ég er samt ekkert bitur

Jóna Á. Gísladóttir, 4.3.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll félagi og velkomin í hópinn! Við eru bara ekkert eldri en við viljum vera og kærum okkur um. Höfum svo hugfast að börnin hafa engan einkarétt á því að leika sér, við megum líka

kv úr heiðardalnum.

Páll Jóhannesson, 4.3.2008 kl. 11:10

8 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Elsku Steini það sem tíminn flýgur innilegar hamingjuóskir með gærdaginn og bestu óskir um bjarta og lukkulega framtíð.

Vinarkveðjur Gagga og Toggi

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 4.3.2008 kl. 12:45

9 identicon

Sæl og blessaður og til lukku með dagin þann 3/3  ég heyri að þú yngist með hverju árinu sem liður. Bestu kveður að austan bið að heilsa Helgu. Kveðja

Sigurlaug Gisladóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband