22.1.2008 | 18:10
Við hverju bjóstu eiginlega sauðurinn þinn?
Pottþétt aðferð til að fá fólk uppá móti sér er að:
- Ljúga það fullt
- Ákveða framtíðina fyrir þeirra hönd án samráðs
- Muna ekki eftir símtölum sem fóru fram samdægurs við samstarfsfók
- Skipta um lið í hálfleik
...og svo sakar það náttúrulega ekki að heita Ólafur F. Magnússon
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...og svo sakar það náttúrulega ekki að heita Björn Ingi
Veit að þú ert sár og þetta svíður en það lagast allt þegar við lækkum skatta og björgum borginn okkar fögru.
Góðar stundir
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:24
@Vilhjálmur - Who cares?... Sé ekki stóra muninn á kúk og skít... annars var nú ekki nema von að Bingi forðaði sér... enda voru samherjar Kollunnar einfærir um að stinga hana í bakið. Þurftu enga aðstoð frá framsókn til þess.
@ Dagný - Já það er bara verst að siðlaust lið... hvorki kann né getur skammast sín.
Þorsteinn Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 18:40
Björn Ingi eða Ólafur.. allt sami grautur í sömu skál. Það sem er svo grátlegt er virðingarleysið við kjósendur. Það á að heita að hér sé lýðræði. hversu lengi hefur þetta lið umboð til að mynda nýjan meirihluta..?
Jóna Á. Gísladóttir, 22.1.2008 kl. 18:40
Merkilegt að sjá ykkur koma fram núna og þykjast vera voðalega reið yfir svona vinnubrögðum þegar það heyrðist ekki píp frá ykkur fyrir 3 mánuðum. Eins og vengjulega eru sumt fólk bara ekki samkvæmt sjálfum sér.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:54
.....er búið að bera áburð í "grassvörðinn"??? Og hver borgar svo þreföld borgarstjóralaun? Ef það er til svona mikið fé hlýtur að vera hægt að borga fóstrum og hjúkrunarfólki betri laun...........
ragga (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:54
@ Jóna - Nákvæmlega
@ Vilhjálmur - Ætli flestum hafi ekki fundist að nafni þinn ætti nógu erfitt eftir að hafa verið svikinn af samherjunum... þó svo að "ósamkvæma fólkið" færi ekki að nudda ykkur uppúr þessu í ofanálag.
@ragga - Mér kæmi ekki á óvart þó þeir yrðu fleiri borgarstjórnarnir á biðlaununum áður en tímabilið er úti.
Þorsteinn Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 19:02
Þú svara ekki spurningu minn: Af hverju komu þið ekki fram fyrir 3 mánuðum og öskruðu valdagræðgi?
Fyrir 100 dögum komu BDSM saman til að telja upp fyrir fólki hver ætti að gegna hvaða embætti án þess að segja Reykvíkingum fyrir hvað þeir stæðu eða að hverju þau stefndu. Þá var það allt í lagi. Þetta litla 100 daga ævintýr hefur svo kosta rúma 6 milljarða í umfram útgjaldaaukningu.
Nú koma tveir flokkar saman og byggja á málefnaskrá og lesa upp stefnu sína til lok þessa kjörtímabils og þá verða menn vitlausir. Það er náttúrulega ólíðandi að mönnum skuli dyrfast að koma svona fram þetta hlýtur bara að vera valdagræðgi.
Minn kæri samborgari ég vona að þú sjáir hræsnina í málflutning þeim sem haldið hefur verið fram af ykkar hálfu.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:25
Þið er skýrskotun í flesta vinstrimenn sem sitja núna svektir heima því partýið er búið, sem haldið var á kostnað skattgreiðenda í Reykjavík.
Annars góð tilraun hjá þér að snúa umræðunni upp í eitthvað annað og svara ekki óþægilegum spurningum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:19
Fyrri meirihluti féll vegna ósamstöðu Sjalla og svika við Villa...og að Villi ætlaði að hygla vinum sínum. Meðferð fjármuna og eignarhaldi á auðlindum....þar ætlaði Villi að rétta réttum mönnum... það eru málefnaágreiningur og átök um stefnu.
Þessi meirihluti féll af því bara...
Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2008 kl. 20:23
Ég er fullkomlega sammála ykkur Þorsteinn, Jóna og Dagný.
En Vilhjálmur, það er tvennt sem ég hef lært á minni æfi, annað er að maður eigi að halda kjafti þegar maður hefur ekkert til að kvarta yfir, hitt er stafsetning.
Eins og ég sé það hefur þú lært hvorugt.
Og aftur Vilhjálmur, ég vill bara stytta þér stundir og segja þér afhverju við gerðum nákvæmlega ekkert (ég gæti verið að tala einungis um mína skoðun, en það eru ábyggilega einhverjir sem eru sammála mér) fyrir 3 mánuðum. Ástæða þess er sú að við höfðum ekkert að kvarta yfir. Svo einfalt er það. Þessi nýja borgarstjórn leit mikið betur út heldur en sú gamla, og höfðum við þessvegna ekkert að kvarta yfir. En núna þegar Ólafur F. Magnússon stendur upp og stingur bæði sína eigin menn og samstarfsaðila hanns í bakið, er eitthvað gruggugt í pokahorninu.
Hann er nú að mynda mikið verri borgarstjórn heldur en hann var búinn að mynda, og þannig er það nú.
-Þorbjörn
Þorbjörn (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:38
@Vilhjálmur - "Þú svara ekki spurningu minn: Af hverju komu þið ekki fram fyrir 3 mánuðum og öskruðu valdagræðgi?"
Svar: Ég á bara ekki gott með að svara fyrir aðra og enn er ég nú í eintölu. Ég lét hinsvegar alveg í mér heyra fyrir 3 mánuðum.
Svo sýnist mér á myndinni af þér að ég hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn mun oftar á lífsleiðinni en þú - En það þýðir ekki að ég ég kaupi blindandi bullið í flokksmönnum. Það eru jú bara 3 mánuðir síðan að jakkafatagengið sat á leynifundum og vann að því öllum árum að koma nafna þínum frá..(þ.e þessum minnislausa og lesblinda sem þú fékkst nú sem borgarstjóra)
@Jón Ingi - Skyldi verða sungið síðar á árnu ""REI REI aftur um jólin..."
@Dagný - Skildi Villi junior vera að para okkur
Þorsteinn Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 20:45
@Þorbjörn - Mér finnst nú stafsetningin hans Vilhjálms ekkert til að kvarta yfir. Vildi ólíkt frekar geta skipt um skoðun í honum blessuðum að ekki sé talað um að liðsinna honum með sjónina, minnis- og skilningsleysið.
Þorsteinn Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 21:00
Jón Ingi: Fyrri meirihlut féll vegna svika Björns Inga, vissulega kom upp ágreiningsmál innan raða Sjálfstæðisflokksins en við leysum úr slíkum málum og fellum ekki ríkistjórnir eða sveitastjórnir í leiðinni. Bingi hljóp á sig til að verja eigin hagsmuni.
Dagný: Vissulega geri ég ráð fyrir því en ef svo er ekki þá er það bara gott mál.
Þorbjörn: Ég hef aldrei varið stafsetningu mína neitt rækilega enda útskrifaður af stræðfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík ekki málabraut og því flugfær í alþjóðamáli stærðfræðinar, en það er gott að þú getur upphafði þig á einhverju.
Þó þú sért með eindæmum fróður um ritvillur náungans þá skortir allt skyn á almennan röksemdafluttning. Þú ert að lýsa eigin skoðum á því hvor meirihlutinn þér FINNST betri en gerir það án nokkurs rökstuðning. Það er yfir ýmsu að kvart af hinum eyðslu sama meirihluta Dags þó ekki nema bara 6 milljarða króna útgjaldaaukning á 100 dögum, ég tala nú ekki um stefnu- og andvaraleysi í öllum málum.
Þorsteinn: Ég kaupi ekki í blindni allt sem kemur frá flokknum og ég raða mér ekki skotgrafirnar vegna flokkshollustu. Ég hef undanfarin ár unnið mikið innan frjálshyggjufélagsins og oft gagnrýnt forustu Sjálfstæðisflokksins bæði í borginn þá sem stenda á þingpöllum. Það sem ég er að setja út á núna er að margir gagnrýna þessi skipti sem urðu í gær án þess að sjá sér ástæðu til að gagnrýna það sem átti sér stað fyrir 3 mánuðum þegar nákvæmlega sama átti sér stað. Það vill bara svo til að fréttamenn hall oftast vel til vinstri og snúa því umræðunni sér í hag og rollurnar eiga það til að jarma í kór eftir þeim. Slíkt ósamræmi í málflutningi fólks kalla ég hræsni því þó þetta hafi ekki verið nákvæmlega eins þér þetta bara eins og með boltan þ.e. engir tveir fótboltaleikir eru eins en menn eru að spila sama leikinn.
Lækkun skatta er ekki bara hagkvæmnismál fyrir samfélagið það er siðferðislegt að mál að ganga ekki eignarétt og eigur vinnandi fólks.
Góðar stundir.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:04
@Vilhjálmur - Ja það getur ekki verið fýsilegur kostur fyrir þig að vera frjálshyggjumaður í Sjálfstæðisflokknum. Frelsi einstaklinganna var jú ágætt þar til "rangir" menn nýttu sér það... og þá var í góðu lagi að fleygja prinsippunum útum gluggann. Og ekki getur það verið auðvelt(eða sannfærandi) að rökræða um siðferði og vera í leiðinni flokksbundinn sjálfstæðismaður. REI - J. STEINAR - Ó. BÖRKUR - Þ. DAVÍÐSSON - Hringir þetta einhverjum bjöllum?... og út kjörtímabilið verða svo Reykvíkingar með sinn hvorn kallinn með 10% fylgi sem borgarstjóri.
Já þið getið seint nýtt ykkur slogonið sem sá dimmraddaði í Kópavogi notar svo oft. - Nú eða kannski getið þið bara notað það óbreytt!
Góða nótt
Þorsteinn Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 01:19
Þorsteinn: Sjálfstæðisflokkurinn er gífurlega stór flokkur og rúmar allt frá hægri krötum til frjálshyggjumanna. Stefna okkar er skýr þ.e. við stöndum vörð um frelsi einstaklingsins, þó stigsmunur geti verið á áherslum flokksins frá frá einum tíma til annars. Vissulega kemur það fyrir að flokkurinn fari út af sporinu eins og gerðist fyrir 100 dögum en eins og sést þá sitjum við Sjálfstæðismenn ekki tómhentir heima að sleikja sárin.
Krafan um frelsi er siðferðiskrafa ég mæli með að þú lesir þessi grein: http://vak.blog.is/blog/vak/entry/422584/
Ég skal svo glaður ræða ferkar við þig um siðferði og spurningum um löglegan þjófnað og fleirra.
Hvað varðar Jón Steinar þá er hann einn færasti lögmaður landsins og einn sá allra besti dómari sem við höfum fengið, það getur enginn neitað því. Ólafur Börkur er líka vel hæfur og einn af fremstu spekingum landsins í evrópurétti. Hvað varðar mál Þorsteins þá hef ég ekki kynnt mér hans störf nægilega vel til að dæma um þau.
REI málið var vissulega furðulegt en ef þú lifir í þeirri trúa að stjórnmálamenn séu óskeikulir lifiru í mikilli blekkingu. Einstaklingar gera mistök en styrkleikur okkar felst í því að standa aftur upp þegar við hrösum og læra af mistökunum
Hvert svo sem þessi umræða stefnir hjá okkur situr enn eftir sú staðreynd að margir þeirra sem gagnrýna þessi skipti sátu þöglir fyrir 100 dögum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:37
Þorsteinn: Ætli Sjálfstæðismenn hafi ákveðið að gera út mannskap til að setjast að á bloggum þar sem þessum gjörningi er mótmælt? Mér finnst vanta alla gagnrýna hugsun í málflutninginn þinn Vilhjálmur Andri. Það mega þau eiga, sem skrifuðu í leiðara á Deiglunni um þennan gjörning, að þau gleypa ekki allt hrátt sem samflokksfólkið er að gera þessa dagana. Og BTW: Ég er sammála Jóni Inga hér að ofan um muninn á myndun þessa meirihluta og þess sem myndaður var í október.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:50
Anna þú finnur varla fróðari mann um rökræðu og mér þætti því vænt um að þú styttir mál þitt einhverjum rökum. Þér finnst eitthvað vanta hjá mér, gott og vél ég skal reyna að tala skýrar í kjölfarið. Að ásaka mig um að taka allt hrátt upp eftir forustu míns flokks er langt frá sannleikanum.
Ef þú sérð ekki samansem merki milli þess sem gerðist núna og fyrir 3 mánuðum ertu ekki skoða málið hlutlaust. Björn Ingi sveik sitt samstarfsfólk fyrir völd Óli svíkur sitt fólk fyrir völd og málefni, það er þó skömminni skárra en Bingi. Jón Ingi lýsir ekki muninu hér að ofan á nokkurn hátt svo hverju ertu sammál?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.