29.12.2007 | 23:21
Eiginkonan er "Eign þvottahúss spítalanna 2007"
Þann 27.des skaust ég með konuna í bæinn í rannsókn á Borgarspítalanaum. Fyrir rúmu ári, þ.e þann 13. nóvember 2006 fékk hún sjaldgæfan sjúkdóm sem heitir GBS(Gillen Barren Syndrome) og lamaðist tímabundið. Þetta er sjúkdómur sem einn af hverjum hundrað þúsundum fær og á að ganga til baka og gerir það hjá flestum. Nú Helga mín fór ansi illa útúr þessu og stóð ekki uppúr hjólastólnum fyrr en í mars og fékk ég hana ekki heim fyrr en 1.júní. Hún hefur svo verið að smá hressast þar til nú fyrir jólin að tilfinning í höndum og fótum fór að breytast aftur og þrátt fyrir eins mikla afslöppun og auðið er þá lagaðist þetta ekki heldur frekar versnaði og því var ákveðið að láta rannsaka þetta strax.
Hún var því skoðuð og testuð fram og til baka í nokkrar klukkustundir og þá kom í ljós að hún hafði fengið GBS aftur, þrátt fyrir það að líkur á slíku séu alla jafna litlar. Ákveðið var í framhaldinu að leggja hana inn til meðferðar og var hún síðan merkt þvottahúsum spítalanna og ártali. Þrátt fyrir þetta áfall erum við þó fegin að brugðist var snöggt við og var hún farin að fá blóðvökva í æð innan nokkurra klukkustunda og missti því ekki allan mátt eins og síðast, en þá lamaðist hún upp á brjóst og hendur upp að öxlum.
Eins og sjá má á þessari mynd var ekki allur máttur úr minni... og frekar en ekkert staulaðist hún út á meðan hún beið innlagnarinnar og náði sér í "súrefni" enda ekki svo gott loftið inná þessum sjoppum. KOOL!
Hér situr sú stutta á rúmi fram á gangi á bráðamóttökunni og bíður þess að geta komist uppá deild til þess að geta farið að fá vökvann í æð... en eðlilega var hann ekki til á spítalanum og þurfti að ræsa eitthvert apótek út til að redda því glundrinu, en þetta er eitthvað rándýrt lyf sem unnið er úr hundruðum heilbrigðra blóðgjafa hver flaska og kostar augun úr.
Hér er hún svo komin með Sandoglobulinið í æð en hún fær einar 5 flöskur af þessu á dag í 5 daga og ætti það að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn versni og eins og staðan er í dag (29.des) þá hefur dofinn heldur minnkað en þetta reynir ansi mikið á samt og er þessari elsku dálítið óglatt á meðan þetta stendur yfir. Eins eru miklir taugaverkir og allskonar óþverri samfara þessu. En hún ber sig vel... og í það minnsta gerir sitt besta til að róa karlkvölina sína sem er ekkert alltof rólegur yfir þessu Eins er þetta erfitt fyrir krakkana og kannski sérstaklega þann yngsta sem þó ber sig mannalega og eins og seinasta vetur fer alla daga með mér að heimsækja hana en við vonum þó að þetta verði kannski bara þessir 5 dagar í þetta skiptið en ekki 6-7 mánuðir eins og síðast.
Hér er sá yngsti að "hvíla aðeins augun" á heimleiðinni af spítalanum og Ýmir, sem nánast bjó í bíl seinasta vetur, fylgist með akstrinum... enda bílstjórinn að munda vélina.
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi Steini minn og Helga. Mikið afskaplega er leiðinlegt að heyra þetta. Ég heyri að kvinnan er algjör nagli og ég er alveg viss um að hún rífur sig upp úr þessu. Kannski er það jákvæða í þessu að raunin var ekki sú að hún væri ekki að jafna sig eftir fyrri veikindin. Nú kemur þetta! Ég hef fulla trú á því.
Mínar allra allra bestu kveðjur.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.12.2007 kl. 01:54
sæl Steini minn og Helga, vonandi gengur þetta vel í þetta sinn og eins og þú segir sjálfur, vonandi að þetta taki bara þessa 5 daga, en ekki 6-7 mánuði og Helga hress. Og Steini, þó að Helga þekki mig ekki þá skilarðu nú samt kveðju til hennar frá mér og bata óskum..
kveðja Tóta
Þórunn Óttarsdóttir, 30.12.2007 kl. 11:33
Allar mínar hlýjustu hugsanir til ykkar allra og þó sérstaklega til þessarar duglegu konu sem þú átt, með ósk um skjótan og góðan bata
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 12:00
Takk fyrir kveðjurnar, ég er komin heim í leyfi, og finnst það æðislegt. Er öll að hressast en doctorarnir vilja náttúrlega halda í mig aðeins lengur. Er svo skemmtilegur sjúklingur, svona öðruvísi :) En það var gaman að hitta liðið uppá spítala það var eins og að koma heim :)
kær kv. Helga
Helga Auðunsdóttir, 31.12.2007 kl. 14:16
Sæll Steini minn Ég sendi þér og þinni fjölskyldu bestu kveðjur og vona að Helga rífi sig sem fyrst upp úr veikindunum. það er alltaf jafn gaman að lesa jólabréfið frá ykkur baráttukveðjur Gagga
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 14.1.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.