Leita í fréttum mbl.is

Handahófskennd skatttaka

Það að sekta tugi og hundruð ökumanna fyrir að aka á þeim umferðarhraða sem er á tilteknum leiðum er ekkert annað en handahófskennd skatttaka. 

Það er bara einu sinni þannig að umferðarhraði skapast af þörf og/eða aðstæðum. Yfirvöld verða að fara að skilja það að sprungið leiðakerfi(vegir) skapa aukinn hraða. Lausnin er því að bæta aðstæðurnar en ekki endalaust að vera að refsa þeim sem aka á þeim umferðarhraða sem ræður ríkjum á hverjum stað. Kjósi yfirvöld að þvinga hraðann niður á tilteknum leiðum verður það að gerast með öðrum aðferðum en handahófskenndum sektum. 


mbl.is Meirihluti ökumanna ók of hratt um Víkurveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi röksemdarfærsla hjá þér er hreinlega út úr kortinu.

"Það er bara einu sinni þannig að umferðarhraði skapast af þörf og/eða aðstæðum. Yfirvöld verða að fara að skilja það að sprungið leiðakerfi(vegir) skapa aukinn hraða."

Þessi fullyrðingu fæ ég engann botn í, því miður. Flestir kvarta yfir of lágum hraða í sambandi við sprungið gatnakerfi. En svona þar fyrir utan, að þá er gerir settur hámarkshraði á hverjum stað fyrir sig ráð fyrir bestu aðstæðum, sem þýðir, allt þar fyrir ofan er lögbrot. Þetta hefur því í mínum huga ekkert með handahófskennda skatttöku að gera. Það er hinsvegar í fyrsta skipti með tilkomu myndavéla verið að framfylgja settum umferðalögum. Séu menn ósáttir við það ættu þeir að berjast fyrir breyttum lögum í stað þess að malda í móinn yfir því að þurfa að taka upp budduna þegar sektin kemur, sem mættu í raun vera hærri því þá er fólk fljótara að læra.

"Kjósi yfirvöld að þvinga hraðann niður á tilteknum leiðum verður það að gerast með öðrum aðferðum en handahófskenndum sektum"

Með hverju þá helst? Þrengri götum? Fleiri hraðahindrunum? Ég held einmitt að sektarbeitingin kenni fólki fljótast. Ég er hinsvegar opinn fyrir tillögum. Eins er ég alveg viss um að yfirvöld væru það líka. Ég er hinsvegar hræddur um að þeir séu að beita besta tækinu sem þeir hafa í stöðunni.

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæll Pétur.

Það er nú bara einu sinni þannig að þar sem kerfið er sprungið myndast tafir og þær tafir leysa menn síðan með því að spretta úr spori þar sem hægara er um vik. Og ef þín rök stæðust Pétur þyrfti bara alls ekkert að vera að sekta í Reykjavík einfaldlega vegna þess að kerfið þar er löngu sprungið... eða hvað?

Þú virðist ekki hnjóta um orðið "handahófskennt" í því sem ég skrifaði. Hvaða rök eru fyrir því að sekta "slatta" ökumanna í skammtíma sem leið til þess að ná niður ökuhraða. Dæmin sanna að það virkar ekki. Ef einhver alvöru áhugi er að ná niður hraða á tilteknum leiðum ættu myndavélarnar þá bara að vera konstant í gangi og jafnt yfir alla að ganga og það í nógu langan tíma til að umferðarhraðinn minnki til framtíðar. Þessar skammtíma  lausnir gera ekkert nema valda broti þeirra sem aka á þeim hraða, leiðindum og kostnaði.

Og nú verð ég að skutla guttanum mínum í afmæli svo ég hef bara ekki tíma til að klára þennan pistil fyrr en síðar

Þorsteinn Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Sælinú.

Hvaða aðferð er það líka að lauma myndavél á einhverja spotta af "handahófi" eins og þú bendir á og reyna að góma sem flesta?

Væri ekki miklu nær að notast við fjölmiðlana og auglýsa stíft að það verði myndað á Breiðholtsbraut á mánudaginn milli 08:00 og 24:00 og slá þannig á hraðann fyrirbyggjandi? Þeir sem samt láta hanka sig eiga það þá BARA skilið.

Þetta er amk. aðferðin sem notuð er í Bretlandi, þeir setja myndavélar "fast" á þá vegkafla sem hafa borið 3 eða fleiri alvarleg slys og síðan eru téðar myndavélar merktar inn á öll kort, í GPS grunnana og til að kóróna allt á netið líka. Þetta má sjá í Top Gear þætti þar sem samgöngumálaráðherra þeirra er í viðtali (man ekki hvaða þáttur né hvaða season), en kallinn sagði einmitt þetta með að þeir sem láta SAMT bösta sig ættu það bara skilið.

Hvað gerðist nú í sumarlok eða haustbyrjun þegar lögginn ákvað að gera átak vegna þá nýlegra slysa? Þeir voru útum allt við aðalæðarnar og eflaust víðar, stopp á áberandi stöðum og jafnvel bara einn í bíl eða eitt hjól og umferðin hefur sjaldan verið siðsamari en einmitt þá !!

Manni dettur alltaf í hug línan með Lögreglukórinn þegar maður heyrir/les svona fréttir (þó ég eigi frænda sem var í kórnum og viti að þetta eigi ekki við.. en SAMT! )

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 14.11.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband